Sigurður Sigurðsson (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sigurðsson sjómaður og tómthúsmaður í Dalahjalli fæddist 1802 í Sigluvíkursókn í V-Landeyjum og lést 29. maí 1866.
Faðir hans var Sigurður bóndi á Klasbarða vestra 1801, í Oddagörðum í Flóa 1816, Brattholtshjáleigu á Stokkseyri 1818-1820, síðar í Fljótshlíð og Landeyjum, f. 1761, d. á Bakka í A-Landeyjum 12. september 1825, Árnason bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, f. 1725, d. 13. apríl 1785, Jónssonar (líklega) bónda í Stóru-Hildisey, Árnasonar og ókunnrar konu.
Móðir Sigurðar á Klasbarða og kona Árna í Stóru-Hildisey var Hólmfríður húsfreyja í Stóru-Hildisey, f. 1729, d. 27. mars 1802, Sigmundsdóttir bónda á Arnarhóli í V-Landeyjum og Miðkoti í A-Landeyjum, f. 1690, Björnssonar, og konu Sigmundar, Marínar húsfreyju, f. 1699, Ásmundsdóttur.

Móðir Sigurðar í Dalahjalli og kona Sigurðar Árnasonar var Guðlaug frá Leiðvelli í Meðallandi, húsfreyja á Klasbarða vestra 1801, í Oddagörðum í Flóa 1816, Brattholtshjáleigu á Stokkseyri 1818-1820, síðar í Fljótshlíð og Landeyjum, f. 1766, d. 3. júlí 1834, Árnadóttir bónda í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1722, Guðmundssonar bónda í Gerðum í V-Landeyjum, f. 1684, Jónssonar, og konu Guðmundar í Gerðum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1693, Jónsdóttur/Björnsdóttur .
Móðir Guðlaugar á Vestri-Klasbarða og kona Árna í Eystra-Fíflholti var Guðrún húsfreyja, f. 1727, Sigurðardóttir bónda, síðast á Búðarhóli í A-Landeyjum, skipasmiðs og formanns við Landeyjasand, f. 1702, d. 29. maí 1783 í Þerney, Þorkelssonar, og konu Sigurðar, Margrétar húsfreyju, f. 1709, Guðmundsdóttur.

Systkini Sigurðar í Eyjum voru
1. Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Hjalli, f. 17. ágúst 1787, d. 10. júlí 1852.
2. Guðríður Sigurðardóttir vinnukona víða í Eyjum og húskona, f. 1788, d. 8. júní 1866.
3. Jón Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 3. nóvember 1799, d. 13. febrúar 1852.

Sigurður var kominn að Dalahjalli 1831 og var þar enn við andlát 1866.

Kona Sigurðar, (29. nóvember 1831), var Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1810, d. 9. febrúar 1887.
Börn þeirra hér:
1. Guðríður Sigurðardóttir, f. 9. september 1832, d. 14. september 1832 úr ginklofa.
2. Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja í Litlakoti, f. 19. mars 1834, d. 25. júlí 1890.
3. Sigurður Sigurðsson, f. 24. ágúst 1835, d. 3. september 1835 úr ginklofa.
4. Guðrún Sigurðardóttir, f. 14. júní 1837, d. 25. júní 1837 úr ginklofa.
5. Sigríður Sigurðardóttir, f. 29. júlí 1838, d. 3. ágúst 1838 úr ginklofa.
6. Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 8. október 1839, d. 14. október 1839 úr ginklofa.
7. Sigríður Sigurðardóttir vinnukona, f. 14 ágúst 1841, d. 22. mars 1876.
8. Bjarni Sigurðsson, f. 4. september 1846, d. 11. september úr ginklofa.
9. Andvana sveinbarn f. 11. október 1847.
10. Sigurður Sigurðsson, f. 30. nóvember 1849, d. 29. desember 1849, 29 daga gamall úr „Barnaveikleika.
11. Guðbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. október 1851, d. 9. október 1920.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.