Guðríður Sigurðardóttir (London)
Guðríður Sigurðardóttir vinnukona, húskona, fæddist 1788 og lést 8. júní 1866.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Klasbarða vestra 1801, í Oddagörðum í Flóa 1816, Brattholtshjáleigu á Stokkseyri 1818-1820, síðar í Fljótshlíð og Landeyjum, f. 1761, d. á Bakka í A-Landeyjum 12. september 1825, Árnason bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, f. 1725, d. 13. apríl 1785, Jónssonar (líklega) bónda í Stóru-Hildisey, Árnasonar og ókunnrar konu.
Móðir Sigurðar á Klasbarða og kona Árna í Stóru-Hildisey var Hólmfríður húsfreyja í Stóru-Hildisey, f. 1729, d. 27. mars 1802, Sigmundsdóttir bónda á Arnarhóli í V-Landeyjum og Miðkoti í A-Landeyjum, f. 1690, Björnssonar, og konu Sigmundar, Marínar húsfreyju, f. 1699, Ásmundsdóttur.
Móðir Guðríðar í London og kona Sigurðar Árnasonar var Guðlaug frá Leiðvelli í Meðallandi, húsfreyja á Klasbarða vestra 1801, í Oddagörðum í Flóa 1816, Brattholtshjáleigu á Stokkseyri 1818-1820, síðar í Fljótshlíð og Landeyjum, f. 1766, d. 3. júlí 1834, Árnadóttir bónda í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1722, Guðmundssonar bónda í Gerðum í V-Landeyjum, f. 1684, Jónssonar, og konu Guðmundar í Gerðum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1693, Jónsdóttur/Björnsdóttur .
Móðir Guðlaugar á Vestri-Klasbarða og kona Árna í Eystra-Fíflholti var Guðrún húsfreyja, f. 1727, Sigurðardóttir bónda, síðast á Búðarhóli í A-Landeyjum, skipasmiðs og formanns við Landeyjasand, f. 1702, d. 29. maí 1783 í Þerney, Þorkelssonar, og konu Sigurðar, Margrétar húsfreyju, f. 1709, Guðmundsdóttur.
Systkini Guðríðar í Eyjum voru
1. Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Hjalli, f. 17. ágúst 1787, d. 10. júlí 1852.
2. Jón Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 3. nóvember 1799, d. 13. febrúar 1852.
3. Sigurður Sigurðsson tómthúsmaður í Dalahjalli, f. 1802, d. 29. maí 1866.
Guðríður var með fjölskyldu sinni á Klasabarði vestra í V-Landeyjum 1801.
Hún fluttist frá Stóru-Hildisey að Kornhól 1824 og var þar vinnukona til 1828. Hún fæddi Sigurð þar 1826. Honum var komið í fóstur í Norðurgarði og þar dó hann 28 daga gamall úr ginklofa.
Guðríður var á Miðhúsum 1829, í „höndlunarhús nýja“, hjá J.L. Schram faktori 1830, (nefndur „Nýr kaupstaður- Godthaab“) 1831.
Guðríður var vinnukona hjá John Good Robert Charles Hansen og Þórönnu Kristjönu Hallsdóttur í Tómthúsi 1832, hjá Guðrúnu systur sinni í Björnshjalli 1833, í Godthaab 1834, á Miðhúsum 1835, í Brandshúsi 1836-1838, bústýra hjá Brandi Eiríkssyni á Miðhúsum 1833, í Godthaab 1834, hjá Brandi og Solveigu Sigurðardóttur á Miðhúsum 1835, í Brandshúsi 1836-1838, bústýra hjá Brandi Eiríkssyni í Brandshúsi 1839 og 1840, vinnukona þar 1841 og 1842, hjá Ingveldi Guðbrandsdóttur ekkju Brands 1843-1850, á Gjábakka 1852, í Björnshjalli 1853, „sjálfrar sín“ í Stóra-Gerði 1854, húskona þar 1855, húskona á Fögruvöllum 1856, húskona í Smiðjunni 1857, sjálfrar sín á Fögruvöllum 1858, sjálfrar sín í Fjósi 1859, húskona í London 1860, sjálfrar sín í Sjólyst 1861, sjálfrar sín í London 1862, sjálfrar sín í Steinmóðshúsi 1863. sjálfrar sín í London 1864.
Guðríður lést í Grímshjalli 1866, niðursetningur, úr „kvefsótt ásamt ellilasleika“.
I. Barnsfaðir Guðríðar var Sigurður Breiðfjörð.
Barn þeirra var
1. Sigurður Sigurðsson, f. 20. október 1826, d. 19. nóvember 1826 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.is
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Vinnukonur
- Húskonur
- Fólk fætt á 18. öld
- Fólk dáið á 19. öld
- Íbúar í Kornhól
- Íbúar á Miðhúsum
- Íbúar í Godthaab
- Íbúar í Tómthúsi
- Íbúar í Björnshjalli
- Íbúar í Brandshúsi
- Íbúar á Gjábakka
- Íbúar í Stóra-Gerði
- Íbúar á Fögruvöllum
- Íbúar í Smiðjunni
- Íbúar í Godthaabsfjósi
- Íbúar í Sjólyst
- Íbúar í Steinmóðshúsi
- Íbúar í Grímshjalli