„Sæmundur Ólafsson (Stakkagerði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sæmundur Ólafsson (Stakkagerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 22: Lína 22:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Skipstjórar]]
[[Flokkur: Skipstjórar]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Útgáfa síðunnar 13. ágúst 2015 kl. 17:44

Sæmundur Ólafsson „þilskipstjóri“ í Stakkagerði fæddist 24. desember 1831 og drukknaði í mars 1863.
Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson bóndi í Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum, skírður 17. febrúar 1793, d. 8. júlí 1843, og kona hans Guðríður Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1794, d. 3. ágúst 1847.
Fósturforeldrar Sæmundar voru Eiríkur Gíslason bóndi á Gularási í A-Landeyjum, f. 11. september 1799, d. 23. júlí 1855, og fyrri kona hans Hildur Salómonsdóttir húsfreyja, f. 1780, d. 25. október 1851.

Sæmundur var með foreldrum sínum í Steinmóðarbæ u. V-Eyjafjöllum 1835, tökubarn hjá Eiríki og Hildi í Gularási í A-Landeyjum 1840, fósturbarn hjá þeim 1845, stjúpbarn í Steinmóðarbæ 1850, kom að Kirkjubæ 1853 frá Miðey í A-Landeyjum, vinnumaður þar 1854 og 1855, „sjálfs sín“ á Búastöðum 1856, „sjálfs sín“ í Litlakoti 1857-1859, í Svaðkoti 1860, í Stakkagerði 1861-dd.
Sæmundur var skipstjóri á þilskipinu Hansínu 1861 – dd.
Hann fórst í mars 1863.
Sæmundur var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.

Þeir, sem fórust með Hansínu, voru:
1. Sæmundur Ólafsson skipstjóri.
2. Þorsteinn Jónsson í Kastala, f. 27. júlí 1833.
3. Sigurður Jónsson í Stóra-Gerði, f. 14. mars 1825, bróðir Þorsteins í Kastala.
4. Sigurður Sigurðsson, f. 17. mars 1852, 11 ára, sonur Sigurðar í Stóra-Gerði.
5. Magnús Diðriksson í Görðum við Kirkjubæ, f. 1. apríl 1837.
6. Jón Þórðarson frá Löndum, f. 1833.
7. Hreinn Jónsson í Brandshúsi, f. 28. nóvember 1821.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.