„Jórunn Guðmundsdóttir (Norðurgarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Systkinin í Norðurgarði, börn Guðmundar og Guðrúnar, voru:<br>
Systkinin í Norðurgarði, börn Guðmundar og Guðrúnar, voru:<br>
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 23. júní 1822, d. 29. júní 1822 úr „sinadráttarsjúkdómi“, þ. e. stífkrampi, ginklofi.<br>
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 23. júní 1822, d. 29. júní 1822 úr „sinadráttarsjúkdómi“, þ. e. stífkrampi, ginklofi.<br>
2. [[Vilborg Guðmundsdóttir (Norðurgarði)|Vilborg Guðmundsdóttir]] húsfreyja í Norðurgarði, síðar í [[Dalir|Dölum]], f. 1823, d. 6. maí 1903. <br>
2. [[Vilborg Guðmundsdóttir (Dölum)|Vilborg Guðmundsdóttir]] húsfreyja í Norðurgarði, síðar í [[Dalir|Dölum]], f. 1823, d. 6. maí 1903. <br>
3. Sveinn Guðmundsson, f. 4. apríl 1826, d. 7. apríl 1826 úr ginklofa.<br>
3. Sveinn Guðmundsson, f. 4. apríl 1826, d. 7. apríl 1826 úr ginklofa.<br>
4. Eyjólfur Guðmundsson, f. 24. ágúst 1827, d. 31. ágúst 1827 úr ginklofa.<br>
4. Eyjólfur Guðmundsson, f. 24. ágúst 1827, d. 31. ágúst 1827 úr ginklofa.<br>

Útgáfa síðunnar 2. apríl 2014 kl. 15:18

Jórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði fæddist 4. desember 1828 og lést 14. febrúar 1879.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfsson bóndi í Norðurgarði, f. 17. október 1790, d. 18. ágúst 1846, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1798, d. 19. september 1873.

Systkinin í Norðurgarði, börn Guðmundar og Guðrúnar, voru:
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 23. júní 1822, d. 29. júní 1822 úr „sinadráttarsjúkdómi“, þ. e. stífkrampi, ginklofi.
2. Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, síðar í Dölum, f. 1823, d. 6. maí 1903.
3. Sveinn Guðmundsson, f. 4. apríl 1826, d. 7. apríl 1826 úr ginklofa.
4. Eyjólfur Guðmundsson, f. 24. ágúst 1827, d. 31. ágúst 1827 úr ginklofa.
5. Jórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879.
6. Jón Guðmundsson vinnumaður, húsmaður í Hólshúsi, f. 18. júlí 1830, d. 4. ágúst 1858.
7. Ingvar Guðmundsson, f. 3. júlí 1832, d. 11. júlí 1832 úr ginklofa.
8. Ingvar Guðmundsson, f. 8. september 1834, d. 22. september 1834 úr ginklofa.
9. Margrét Guðmundsdóttir, f. 7. apríl 1836, d. 16. apríl 1836 úr ginklofa.
10. Guðmundur Guðmundsson, f. 8. október 1840 í Norðurgarði, d. 15. október 1840 úr ginklofa.

Jórunn var vinnukona í Nöjsomhed 1845, húsfreyja í Norðurgarði 1850, gift Símoni Jónssyni. Hún var þar húsfreyja 1855, 1860 og 1870, gift Brynjólfi Halldórssyni.
Jórunn ól 15 börn, en 8 þeirra komust upp.
Hún lést 1879, 50 ára.

Jórunn var tvígift:
I. Fyrri maður hennar, (7. september 1849), var Símon Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 1822, drukknaði við Landeyjasand 1. október 1850. Þar drukknaði þá einnig Pétur Magnússon bóndi í Norðurgarði mágur hennar, maður Vilborgar systur hennar.
Barn þeirra var:
1. Margrét Símonardóttir, f. 6. júlí 1850, d. 10. október 1851 „af Barnaveikindum“.

II. Síðari maður hennar, (27. maí 1852), var Brynjólfur Halldórsson bóndi í Norðurgarði, f. 11. nóvember 1824, d. 4. júní 1874.
Börn Jórunnar og Brynjólfs:
2. Margrét, f. 20. október 1852, d. 31. júlí 1937, kona Hannesar lóðs á Miðhúsum.
3. Salvör Brynjólfsdóttir, f. 9. október 1853, d. 9. október 1857„af kíghósta“, 4 ára.
4. Guðmundur Brynjólfsson, f. 9. febrúar 1855, d. 16. febrúar 1855 „af barnaveiki“.
5. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 23. júlí 1856, d. 20. júlí „af vanalegri barnaveiki“.
6. Rannveig, húsfreyja, f. 27. september 1857, d. 7. október 1922, giftist Magnúsi Pálssyni í Reykjavík.
8. Andvana stúlka, f. 15. apríl 1859.
9. Símon Bjarni Brynjólfsson, f. 18. apríl 1860, d. 23. apríl „af almennri barnaveiki“.
10. Þórður, f. 16. júní 1862. Líklega sá, sem fór til Vesturheims frá Akureyri 1887, trésmiður 24 ára.
11. Júlíana Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 9. júlí 1863. Hún bjó á Akureyri 1930.
12. Magnús Brynjólfsson, f. 17. desember 1864. Hann fór til Vesturheims, líklega 1887 og líklega sá, sem var 22 ára skósmiður og ætlaði til Milwaukee.
13. Salvör Brynjólfsdóttir, f. 11. janúar 1866, d. 11. júlí 1900, húsfreyja í Reykjavík, giftist Ólafi Sveinssyni. Sonur þeirra var Kjartan Ólafsson, f. 17. september 1894, d. 3. ágúst 1960, yfirfiskimatsmaður í Húsavík, faðir Jóns verkalýðsforingja. Kjartan ólst upp hjá Margréti móðursystur sinni á Miðhúsum frá árinu 1898.
14. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 2. apríl 1867, d. 25. apríl 1944, húsfreyja á Akureyri.
15. Halldór Brynjólfsson, sem varð blindur, f. 12. janúar 1873, d. 28. janúar 1948. Hann kvæntist Kristínu Vigfúsdóttur af Rangárvöllum, f. 2. september 1865, d. 5. janúar 1836. Þau bjuggu í Sjávargötu, síðar í Hafnarfirði.


Heimildir