„Sigríður Guðmundsdóttir (Draumbæ)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigríður Guðmundsdóttir''' húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Draumbæ fæddist 26. desember 1813 í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum og d...) |
m (Verndaði „Sigríður Guðmundsdóttir (Draumbæ)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 7. mars 2014 kl. 21:51
Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Draumbæ fæddist 26. desember 1813 í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum og drukknaði 29. september 1855.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Benediktsson bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum og Voðmúlastaða-Austurhjáleigu (nú Búland) í A-Landeyjum, f. 1779 í Ólafshúsum u. Eyjafjöllum, d. 13. febrúar 1848, og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1789 í Búðarhóls-Austurhjáleigu (nú Hólavatn) í A-Landeyjum, d. 14. janúar 1842.
Systkini Sigríðar í Eyjum voru:
1. Árni Guðmundsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 18. desember 1817, d. 20. júlí 1889, kvæntur Þóru Stígsdóttur.
2. Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona í Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1824, d. 11. júní 1866, ógift.
3. Guðmundur Guðmundsson gullsmiður, mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, síðar í Lehi í Utah, f. 10. mars 1825, d. 20. september 1883, kvæntur Maríu Guðmundsson (dönsk kona).
4. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Vanangri, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860, gift Magnúsi Eyjólfssyni silfursmið.
5. Benedikt Guðmundsson vinnumaður í Háagarði, f. 19. apríl 1821, drukknaði 26. mars 1842. Hann var faðir Péturs í Þorlaugargerði ættföður eldri Oddsstaðasystkina.
Sigríður var með foreldrum sínum í Ártúnum (Hátúnum) á Rangárvöllum 1816.
Hún var gift kona í vinnumennsku með Níelsi hjá foreldrum sínum í Ártúnum á Rangárvöllum 1835.
Þau Níels bjuggu í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1838-1847, er þau slitu samvistir. Þá fluttist Sigríður til Eyja, var vinnukona í Brekkuhúsi, en síðan bústýra í Draumbæ hjá Helga Jónssyni bónda, sem þá var ekkill eftir Ragnhildi Jónsdóttur.
Níels var í vinnumennsku í Landeyjum, en fluttist til Eyja 1865, þar sem hann var vinnumaður í Brekkuhúsi. Hann lést 1867.
Þau Helgi og Sigríður eignuðust saman tvö börn:
Sigríður drukknaði á leið til Landeyja 1855.
I. Maður Sigríðar, (16. október 1834, skildu), var Níels Þórarinsson bóndi í Hólmahjáleigu, síðar vinnumaður í Brekkuhúsi, f. 20. febrúar 1811, d. 25. ágúst 1867.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún, f. 12. maí 1835, d. 23. maí 1835.
2. Signý Níelsdóttir, f. 23. maí 1836, var 14 ára tökubarn í Draumbæ 1850, d. 1857.
3. Níelsína, f. 12. febrúar 1838, d. 9. febrúar 1838, (svo í pr.þj.bók).
4. Níelsína, f. 10. júní 1839, dó líklega ung.
5. Árni, f. 5. júní 1840, d. 10. júní 1840.
6. Árni Níelsson vinnumaður og hagyrðingur á Löndum, f. 18. júní 1842, d. 11. desember 1864. Hann var barnsfaðir Vigdísar Jónsdóttur á Vilborgarstöðum, f. 10. júní 1845, d. í Vesturheimi.
7. Guðrún húsfreyja í Norðurkoti á Miðnesi og á Ökrum á Hvalsnesi, Gull., f. 8. júlí 1843, d. 23. apríl 1902.
8. Pétur bóndi í Svaðbæli u. Eyjafjöllum, f. 27. október 1844, d. 8. mars 1903.
9. Ingveldur vinnukona á Húsatóttum á Skeiðum, f. 17. febrúar 1846, d. 26. september 1926.
10. Valgerður Níelsdóttir húsfreyja um skeið í Gaulverjabæ í Flóa, f. 27. maí 1847, d. 6. apríl 1919. Hún var hjá móður sinni í Draumbæ í nokkur ár, tökubarn þar 1855, en léttastúlka í A-Landeyjum 1860. Hún giftist Runólfi Runólfssyni. Þau fluttust til Utah.
11. Guðmundur, f. 20. janúar 1850, d. 3. febrúar 1850.
II. Barnsfaðir Sigríðar var Helgi Jónsson, þá ekkill og bóndi í Draumbæ, f. 3. september 1806, d. 3. september 1885.
Börn þeirra voru:
12. Gróa Helgadóttir vinnukona í Sjólyst, f. 3. nóvember 1851. Fór til Vesturheims 1889.
13. Margrét Helgadóttir, f. 19. febrúar 1853, d. 1. maí s. ár „af barnaveiki“.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.