Signý Níelsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Signý Níelsdóttir vinnukona fæddist 23. maí 1836 í Voðmúlastaðasókn í Landeyjum og lést 10. febrúar 1857 í Hjörleifshöfða í Mýrdal.
Foreldrar hennar voru Níels Þórarinsson bóndi í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar vinnumaður í Brekkuhúsi, f. 20. febrúar 1811, d. 25. ágúst 1867 og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1813, drukknaði 29. september 1855.

Systkini Signýjar í Eyjum voru
A. Valgerður Níelsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, síðar Vestanhafs, f. 27. maí 1847, d. 6. apríl 1919.
B. Árni Níelsson vinnumaður og hagyrðingur á Löndum, f. 18. júní 1842, d. 11. desember 1864.
Móðursystkini þeirra í Eyjum voru:
1. Árni Guðmundsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 18. desember 1817, d. 20. júlí 1889, kvæntur Þóru Stígsdóttur.
2. Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona í Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1824, d. 1. júní 1866, ógift.
3. Guðmundur Guðmundsson gullsmiður, mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, síðar í Lehi í Utah, f. 10. mars 1825, d. 20. september 1883, kvæntur Maríu Guðmundsson (dönsk kona).
4. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Vanangri, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860, gift Magnúsi Eyjólfssyni silfursmið.
5. Benedikt Guðmundsson vinnumaður í Háagarði, f. 19. apríl 1821, drukknaði 26. mars 1842. Hann var faðir Péturs í Þorlaugargerði ættföður eldri Oddsstaðasystkina.
Hálfsystkini Signýjar í Eyjum, sammædd, voru:
6. Gróa Helgadóttir vinnukona í Sjólyst, f. 3. nóvember 1851. Fór til Vesturheims 1889.
7. Margrét Helgadóttir, f. 19. febrúar 1853, d. 1. maí s. ár „af barnaveiki“.

Signý var með foreldrum sínum í bernsku. Þau slitu samvistir 1847. Signý kom að Draumbæ 1846, var þar tökubarn hjá Ragnhildi Jónsdóttur og Helga Jónssyni, var síðar vinnukona þar. Hún fluttist í Mýrdal 1853, var vinnukona á Felli þar 1853-1854, á Skagnesi þar 1854-1855, í Reynishólum þar 1855-1856, í Hjörleifshöfða 1856 til dd. 1857.
Signý var ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.