Ragnhildur Jónsdóttir (Draumbæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja í Draumbæ fæddist 1800 á Giljum í Hvolhreppi og lést 1. október 1850.
Foreldrar hennar voru Jón Þorbjörnsson bóndi á Brekkum í Hvolhreppi 1801, f. 1762, d. 12. febrúar 1842, og kona hans Vilborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1764, d. 14. febrúar 1843.

Ragnhildur var með foreldrum sínum á Brekkum 1816.
Hún var ógift vinnukona í Ólafshúsum við fæðingu Sveins 1828, gift vinnukona í Kornhól 1830, var í Gominorru, (svo ritað), 1833, 34 ára húsfreyja í Krókhúsi 1835 með Helga og barnið Bjarna Helgason 4 ára.
Þau voru í Hjalli 1837, í Tómthúsi 1838, á Búastöðum 1840 með Bjarna 9 ára og Sigurð eins árs. Hjá þeim var móðir Helga, Helga Jónsdóttir 72 ára.
Þau Helgi voru komin að Draumbæ 1845. Þar var Ragnhildur með Helga, barn þeirra Bjarna 15 ára, barnið Sigurð, sem var barn Helga 6 ára, og þar var Guðlaug Árnadóttir 21 árs vinnukona, fædd í Krosssókn í Landeyjum.
Við manntal 1850 voru þau Helgi enn í Draumbæ, en börnin horfin, en hjá þeim eru tökubörnin Signý Níelsdóttir 14 ára, systir Árna hagyrðings Níelssonar og Valgerðar Níelsdóttur konu Runólfs Runólfssonar frá Stóra-Gerði, fríkirkjuprests, og Þorleifur Þorleifsson 4 ára, frá Hólmum í A-Landeyjum.
Ragnhildur lést 1850, drukknaði við Landeyjasand.

I. Barnsfaðir Ragnhildar var Guðmundur Guðmundsson, þá búandi í Ólafshúsum, f. 1795.
Barn þeirra var
1. Sveinn Guðmundsson, f. 24. maí 1828, d. 1. júní 1828 úr ginklofa, (önnur skrá segir „Barnaveikin“).

Maður Ragnhildar, (17. nóvember 1830), var Helgi Jónsson bóndi, f. 8. september 1806, d. 3. september 1885. Ragnhildur var fyrri kona hans.
Börn þeirra hér:
1. Bjarni Helgason, f. 14. febrúar 1831, fermdur 1844, hjá foreldrum sínum í Draumbæ 1845, en finnst ekki síðan.
2. Jón Helgason, f. 14. mars 1832, d. 27. mars 1832 úr „Barnaveiki“.
3. Jón Helgason, f. 2. mars 1833 í Gommorra, d. 9. mars 1833 úr „Barnaveiki“.
4. Vigfús Helgason, f. 25. febrúar 1835, d. 3. mars 1835 úr „Barnaveiki“.
5. Andvana stúlka, f. 21. júlí 1837.
6. Helgi Helgason, f. 13. nóvember 1838, d. 20. nóvember 1838 úr ginklofa.
Sonur Helga og fóstursonur hennar
7. Sigurður Helgason, f. 14. september 1840, hrapaði til bana úr Hamrinum 6. júlí 1847.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.