Benedikt Guðmundsson (Háagarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Benedikt Guðmundsson vinnumaður í Háagarði fæddist 19. apríl 1821 að Ártúnum á Rangárvöllum og drukknaði 26. mars 1842 í Eyjum.
Faðir hans var Guðmundur bóndi í Ártúnum, síðar á Búlandi í A-Landeyjum, f. 1779 í Ólafshúsum u. Eyjafjöllum, d. 23. febrúar 1848 í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, Benediktsson bónda í Ólafshúsum, f. 1740, Árnasonar bónda í Álfhólum í V-Landeyjum, f. 1712, á lífi 1801, Jónssonar, og konu Árna, Þorgerðar húsfreyju, f. 1711, á lífi 1801, Guðmundsdóttur.
Móðir Guðmundar í Ártúnum og kona Benedikts í Ólafshúsum var Sigríður húsfreyja, skírð 16. júlí 1751, d. 22. apríl 1819, Guðmundsdóttir bónda á Steinkrossi á Rangárvöllum, f. 1712, Hallvarðssonar, og konu Guðmundar, Katrínar húsfreyju, f. 1721, d. 17. júlí 1799, Helgadóttur.

Móðir Benedikts í Háagarði og kona Guðmundar í Ártúnum var Guðrún húsfreyja, f. 18. júní 1879, d. 14. janúar 1842, Vigfúsdóttir bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) í A-Landeyjum, síðar í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1749, d. 27. febrúar 1813, Magnússonar bónda á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1702, á lífi 1763, Ólafssonar, og konu Magnúsar, Kristínar húsfreyju, f. 1712, d. 18. desember 1809, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Ártúnum og kona Vigfúsar í Búðarhóls-Austurhjáleigu var Guðlaug húsfreyja, f. 1754, d. 5. júní 1820, Jónsdóttir bónda á Vindási á Landi, f. 1727, d. 12. febrúar 1787, Bjarnasonar, og konu hans, Ástríðar húsfreyju, f. 1729, d. 28. nóvember 1785, Jónsdóttur.

Systkini Benedikts í Eyjum voru:
1. Árni Guðmundsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 18. desember 1817, d. 20. júlí 1889, kvæntur Þóru Stígsdóttur.
2. Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona í Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1824, d. 1. júní 1866, ógift.
3. Guðmundur Guðmundsson gullsmiður, mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, síðar í Lehi í Utah, f. 10. mars 1825, d. 20. september 1883, kvæntur Maríu Guðmundsson (dönsk kona).
4. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Vanangri, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860, gift Magnúsi Eyjólfssyni silfursmið.
5. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Draumbæ, f. 26. desember 1813, drukknaði 29. september 1855.

Benedikt var tökubarn á Hemlu í V-Landeyjum 1835, 20 ára vinnumaður þar 1840, og þar var þá Þóra Pétursdóttir 33 ára vinnukona.
Hann fluttist til Eyja 1841 og var vinnumaður í Háagarði. Hann drukknaði 26. mars 1842 með Ellert Kristjáni Schram o.fl.
Þeir, sem fórust voru:
1. Ellert Christian Schram skipstjóri, 32 ára.
2. Einar Hallsson.
3. Kristján Federik „bakaradrengur“ frá Kornhól, 21 árs.
4. Benedikt Guðmundsson frá Háagarði, 21 árs.
5. Björn Hjaltason frá Tómthúsi, 20 ára.
6. Björn Magnússon vinnumaður undan Eyjafjöllum.
7. Sigurður Eyjólfsson vinnumaður frá Skógum u. Eyjafjöllum, 26 ára

I. Barnsmóðir Benedikts Guðmundssonar var Þóra Pétursdóttir frá Kirkjulandi í A-Landeyjum, vinnukona á Hemlu í Breiðabólstaðarsókn 1840.
Faðir Þóru var Pétur Ólafsson, f. 1782 í Berjanesi í V-Landeyjum, d. 5. október 1836 í Vestmannaeyjum, bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, síðar í Hólmahjáleigu þar.
Móðir Þóru Pétursdóttir var Sigríður húsfreyja, fyrri kona Péturs, f. 1773, d. 30. september 1826, Jónsdóttir bónda á Efri-Úlfsstöðum, Sigurðssonar og konu Jóns á Efri-Úlfsstöðum Guðfinnu Magnúsdóttur.
Barn Benedikts og Þóru var
1. Pétur Benediktsson bóndi í Þorlaugargerði, f. 12. febrúar 1841, d. 16. október 1921. Hann var faðir Jóns Péturssonar bónda og smiðs í Þorlaugargerði og Marteu Guðlaugar húsfreyju á Oddsstöðum fyrri konu Guðjóns líkkistusmiðs. Hún var fædd 1. mars 1876 og lést 24. júní 1921.
Pétur var einnig faðir Guðmundar sjómanns í Grindavík langafa Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og Guðmundar Tuma jarðeðlisfræðiprófessors.
Þóra Pétursdóttir var líka móðir Þórarins Jónssonar föður Guðmundar Þórarinssonar bónda á Vesturhúsum, föður Holtsættarinnar (eldri barnanna), Vesturhúsaættarinnar, Sælundarættarinnar (eldri barnanna), Norðurbæjarættarinnar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.