„Ritverk Árna Árnasonar/Magnús Brynjólfsson (Norðurgarði)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Magnús Brynjólfsson''' í Norðurgarði fæddist 17. desember 1864.<br> Foreldrar hans voru [[Brynjólfur Halldórsson (Norðurgarði)|Brynjólfur Halldórsso...) |
m (Viglundur færði Magnús Brynjólfsson (Norðurgarði) á Ritverk Árna Árnasonar/Magnús Brynjólfsson (Norðurgarði)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 12. ágúst 2013 kl. 21:12
Magnús Brynjólfsson í Norðurgarði fæddist 17. desember 1864.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Halldórsson bóndi, formaður og sáttasemjari í Norðurgarði, f. 1. ágúst 1825 í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, d. 4. júní 1874, og kona hans Jórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879.
Systkini Magnúsar í Eyjum:
1. Margrét húsfreyja, f. 20. október 1852, d. 31. júlí 1937, kona Hannesar lóðs á Miðhúsum.
2. Rannveig, húsfreyja, f. 27. september 1853, d. 5. október 1922, giftist Magnúsi Pálssyni í Reykjavík.
3. Þórður.
4. Salvör húsfreyja, f. 11. janúar 1866, d. 11. júlí 1900, húsfreyja í Reykjavík, giftist Ólafi Sveinssyni. Sonur þeirra var Kjartan, f. 17. september 1894, d. 3. ágúst 1960, yfirfiskimatsmaður í Húsavík, faðir Jóns verkalýðsforingja. Kjartan ólst upp hjá Margréti móðursystur sinni á Miðhúsum frá árinu 1898.
5. Guðbjörg, f. 2. apríl 1867, d. 25. apríl 1944, húsfreyja á Akureyri.
6. Halldór sjómaður, sem varð blindur, f. 12. janúar 1873, d. 28. janúar 1948. Hann kvæntist Kristínu Vigfúsdóttur af Rangárvöllum, f. 2. september 1865, d. 5. janúar 1836. Þau bjuggu í Sjávargötu, síðar í Hafnarfirði.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Magnús þessi fór snemma til Ameríku og er erfitt að fá upplýsingar um hann¹). Hann var mikið við fuglaveiðar og þótti mikill veiðimaður, þótt mest kvæði að honum á tímabili gömlu veiðiaðferðanna.
¹) Samkv. Vesturfaraskrá fór maður með þessu nafni og á þessum aldri til Milwaukee í Bandaríkjunum 1887, 22 ára skósmiður, en brottfararstaður er ekki nefndur).
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Blik 1954: Halldór Brynjólfsson. Hetju minnzt.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1946.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.