„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, V. hluti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:
Það gerðist í nóvember 1916 að 27 útvegsbændur í Vestmannaeyjum ræddust við í eilitlum salarkynnum í byggingu Ísfélags Vestmannaeyja við Strandstíg. Þeir ræddu um stofnun kaupfélags til sóknar og varnar í hagsmunamálum sínum og útvegs síns, til sóknar og varnar í daglegum viðskiptum sínum og atvinnurekstri um vörukaup heimilanna og sölu sjávarafurða. Sumir þeirra voru hvassyrtir og brýndu röddu, nefndu afætur og okrara, einokun og alveldi, arðsugur og illþýði. Aðrir fóru rólega í sakirnar, bentu á kaupfélagið Bjarma, sem þá hafði verið starfrækt í 2 ár útvegsbændum þar til ómetanlegs hagræðis. En þessir bændur vildu ekki vera þar í félagsskap þó að hann væri nýtur og góður. Enda ekki alveg ánægðir eða yfir sig hrifnir af forustunni í þeim samtökum. Þeir voru sér um sefa, þessir framsæknu dugnaðarþjarkar og vinnuþrælar, sem gert höfðu út vélbáta frá fyrsta ári vélbátaútvegsins, sumir þeirra að minnsta kosti. Þeir vissu bezt, hvar skórinn kreppti að um verkun og geymslu sjávarframleiðslunnar. Þá skorti stakkstæði til þess að þurrka saltfiskinn á að sumrinu. Þá skorti, og þá skorti. Úr þeim skorti yrði ekki bætt nema með samtökum.<br>
Það gerðist í nóvember 1916 að 27 útvegsbændur í Vestmannaeyjum ræddust við í eilitlum salarkynnum í byggingu Ísfélags Vestmannaeyja við Strandstíg. Þeir ræddu um stofnun kaupfélags til sóknar og varnar í hagsmunamálum sínum og útvegs síns, til sóknar og varnar í daglegum viðskiptum sínum og atvinnurekstri um vörukaup heimilanna og sölu sjávarafurða. Sumir þeirra voru hvassyrtir og brýndu röddu, nefndu afætur og okrara, einokun og alveldi, arðsugur og illþýði. Aðrir fóru rólega í sakirnar, bentu á kaupfélagið Bjarma, sem þá hafði verið starfrækt í 2 ár útvegsbændum þar til ómetanlegs hagræðis. En þessir bændur vildu ekki vera þar í félagsskap þó að hann væri nýtur og góður. Enda ekki alveg ánægðir eða yfir sig hrifnir af forustunni í þeim samtökum. Þeir voru sér um sefa, þessir framsæknu dugnaðarþjarkar og vinnuþrælar, sem gert höfðu út vélbáta frá fyrsta ári vélbátaútvegsins, sumir þeirra að minnsta kosti. Þeir vissu bezt, hvar skórinn kreppti að um verkun og geymslu sjávarframleiðslunnar. Þá skorti stakkstæði til þess að þurrka saltfiskinn á að sumrinu. Þá skorti, og þá skorti. Úr þeim skorti yrði ekki bætt nema með samtökum.<br>
Þarna á íshúss-fundinum kusu þessir útvegsbændur þriggja manna nefnd, sem ætlað var það hlutverk að ráða framkvæmdastjóra, sem koma skyldi félaginu á stofn, - vera með í ráðum um lagasmíð og húsakaup, skipulag verzlunar og aðrar verklegar framkvæmdir.<br>
Þarna á íshúss-fundinum kusu þessir útvegsbændur þriggja manna nefnd, sem ætlað var það hlutverk að ráða framkvæmdastjóra, sem koma skyldi félaginu á stofn, - vera með í ráðum um lagasmíð og húsakaup, skipulag verzlunar og aðrar verklegar framkvæmdir.<br>
[[Mynd:Högni í Vatnsdal.jpg|thumb|350px|''Högni Sigurðsson, [[Vatnsdalur|Vatnsdal]].'']]
[[Mynd: 1974 b 59.jpg|thumb|350px|''Högni Sigurðsson, [[Vatnsdalur|Vatnsdal]].'']]
Þrír af skeleggustu forgöngumönnum hugsjónarinnar voru kosnir í þessa nefnd, þeir [[Högni Sigurðsson]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Árni Jónsson (Görðum)|Árni Jónsson]] í [[Garðar|Görðum]] og [[Jón Jónsson]] í [[Hlíð]]. Allir voru þeir úr hópi kunnustu útvegsbænda í kauptúninu.<br>
Þrír af skeleggustu forgöngumönnum hugsjónarinnar voru kosnir í þessa nefnd, þeir [[Högni Sigurðsson]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Árni Jónsson (Görðum)|Árni Jónsson]] í [[Garðar|Görðum]] og [[Jón Jónsson]] í [[Hlíð]]. Allir voru þeir úr hópi kunnustu útvegsbænda í kauptúninu.<br>
Vissulega unnu þeir ötullega að framkvæmdunum, undirbúningi fyrirtækisins. -<br>
Vissulega unnu þeir ötullega að framkvæmdunum, undirbúningi fyrirtækisins. -<br>
Lína 18: Lína 18:
Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni með húskaupin og aðrar gjörðir nefndarinnar, sem líka hafði lagt drög að því að ráða kaupfélaginu framkvæmdastjóra. [[Jón Hinriksson]], verzlunarstjóri í [[Garðurinn|Garðinum]], við Garðsverzlun, hafði gefið kost á sér til þessa starfs. Starfssamningurinn milli hans og kaupfélagsstjórnarinnar var undirritaður í desember 1916.<br>
Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni með húskaupin og aðrar gjörðir nefndarinnar, sem líka hafði lagt drög að því að ráða kaupfélaginu framkvæmdastjóra. [[Jón Hinriksson]], verzlunarstjóri í [[Garðurinn|Garðinum]], við Garðsverzlun, hafði gefið kost á sér til þessa starfs. Starfssamningurinn milli hans og kaupfélagsstjórnarinnar var undirritaður í desember 1916.<br>
Hér hlýt ég að gera nokkra grein fyrir hinum nýráðna framkvæmdastjóra.<br>
Hér hlýt ég að gera nokkra grein fyrir hinum nýráðna framkvæmdastjóra.<br>
[[Mynd: 1959, bls. 24 A.jpg|thumb|350px|''Jón Hinriksson, kaupfélagsstjóri.'']]
[[Mynd: 1974 b 60.jpg|thumb|350px|''Jón Hinriksson, kaupfélagsstjóri.'']]
Jón Hinriksson, framkvæmdastjóri, var Húnvetningur, fæddur að Ósum á Vatnsnesi 23. maí 1881. Hann lauk kennaraprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og gerðist síðan barnakennari í Firðinum.<br>
Jón Hinriksson, framkvæmdastjóri, var Húnvetningur, fæddur að Ósum á Vatnsnesi 23. maí 1881. Hann lauk kennaraprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og gerðist síðan barnakennari í Firðinum.<br>
Jafnframt barnakennslunni annaðist Jón Hinriksson bókhald Brydeverzlunarinnar í Hafnarfirði. Hann var síðan aðalbókari hjá þeirri verzlun á árunum 1911-1913.<br>
Jafnframt barnakennslunni annaðist Jón Hinriksson bókhald Brydeverzlunarinnar í Hafnarfirði. Hann var síðan aðalbókari hjá þeirri verzlun á árunum 1911-1913.<br>
Lína 27: Lína 27:
1844, - gerð upp af þar til skipaðri skilanefnd. Hún seldi síðan firmanu H. P. Duus verzlunarstaðinn Garðinn og er afsalsbréfið dagsett 16. marz 1917. Aðaleigandi H. P. Duus-firmans þá var Ólafur kaupmaður Ólafsson Sveinbjarnarsonar i Keflavík Ólafssonar.<br>
1844, - gerð upp af þar til skipaðri skilanefnd. Hún seldi síðan firmanu H. P. Duus verzlunarstaðinn Garðinn og er afsalsbréfið dagsett 16. marz 1917. Aðaleigandi H. P. Duus-firmans þá var Ólafur kaupmaður Ólafsson Sveinbjarnarsonar i Keflavík Ólafssonar.<br>
Eftir fráfall Ólafs verzlunarstjóra Arinbjarnarsonar réðst Jón Hinriksson til Vestmannaeyja og gerðist aðalbókari Brydeverzlunar þar eða Garðsverzlunar og að nokkru leyti verzlunarstjóri. Þegar svo Duusfirmað keypti fyrirtækið, gerðist Jón Hinriksson verzlunarstjóri. Og svo liðu aðeins þrír mánuðir. Þá gerðust „kaupin á eyrinni.“
Eftir fráfall Ólafs verzlunarstjóra Arinbjarnarsonar réðst Jón Hinriksson til Vestmannaeyja og gerðist aðalbókari Brydeverzlunar þar eða Garðsverzlunar og að nokkru leyti verzlunarstjóri. Þegar svo Duusfirmað keypti fyrirtækið, gerðist Jón Hinriksson verzlunarstjóri. Og svo liðu aðeins þrír mánuðir. Þá gerðust „kaupin á eyrinni.“
[[Mynd: Þingvellir.jpg|thumb|600px|''Húseignin [[Þingvellir]], sem Norðmaðurinn [[Lyder Höjdal]] byggði á fyrsta  eða öðrum tug aldarinnar. Þarna var [[Verzlunin Vísir]] rekin. Og í þessu húsi rak [[Gísli J. Johnsen]], kaupmaður og póstmeistari í Eyjum, póstafgreiðsluna fyrir 40-50 árum. Þar var hún a.m.k. rekin árið 1927, þegar við hjón fluttum til Eyja. — [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þ. Þ. V]].'']]
[[Mynd: 1974 b 58 A.jpg|thumb|600px|''Húseignin [[Þingvellir]], sem Norðmaðurinn [[Lyder Höjdal]] byggði á fyrsta  eða öðrum tug aldarinnar. Þarna var [[Verzlunin Vísir]] rekin. Og í þessu húsi rak [[Gísli J. Johnsen]], kaupmaður og póstmeistari í Eyjum, póstafgreiðsluna fyrir 40-50 árum. Þar var hún a.m.k. rekin árið 1927, þegar við hjón fluttum til Eyja. — [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þ.Þ.V]].'']]
Og svo höldum við áfram með sögu Kf. Fram í Eyjum.<br>
Og svo höldum við áfram með sögu Kf. Fram í Eyjum.<br>
Afráðið var, að fimm menn skyldu skipa stjórn hins nýja kaupfélags. Og félagsmenn voru sammála um að kjósa strax stjórnina til starfa með kaupfélagsstjóranum, enda þótt eftir væri að semja félaginu lög og samþykkja þau.<br>
Afráðið var, að fimm menn skyldu skipa stjórn hins nýja kaupfélags. Og félagsmenn voru sammála um að kjósa strax stjórnina til starfa með kaupfélagsstjóranum, enda þótt eftir væri að semja félaginu lög og samþykkja þau.<br>

Útgáfa síðunnar 18. maí 2010 kl. 18:12

Efnisyfirlit 1974


Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum

V. hluti



4. Kaupfélagið Fram


Það gerðist í nóvember 1916 að 27 útvegsbændur í Vestmannaeyjum ræddust við í eilitlum salarkynnum í byggingu Ísfélags Vestmannaeyja við Strandstíg. Þeir ræddu um stofnun kaupfélags til sóknar og varnar í hagsmunamálum sínum og útvegs síns, til sóknar og varnar í daglegum viðskiptum sínum og atvinnurekstri um vörukaup heimilanna og sölu sjávarafurða. Sumir þeirra voru hvassyrtir og brýndu röddu, nefndu afætur og okrara, einokun og alveldi, arðsugur og illþýði. Aðrir fóru rólega í sakirnar, bentu á kaupfélagið Bjarma, sem þá hafði verið starfrækt í 2 ár útvegsbændum þar til ómetanlegs hagræðis. En þessir bændur vildu ekki vera þar í félagsskap þó að hann væri nýtur og góður. Enda ekki alveg ánægðir eða yfir sig hrifnir af forustunni í þeim samtökum. Þeir voru sér um sefa, þessir framsæknu dugnaðarþjarkar og vinnuþrælar, sem gert höfðu út vélbáta frá fyrsta ári vélbátaútvegsins, sumir þeirra að minnsta kosti. Þeir vissu bezt, hvar skórinn kreppti að um verkun og geymslu sjávarframleiðslunnar. Þá skorti stakkstæði til þess að þurrka saltfiskinn á að sumrinu. Þá skorti, og þá skorti. Úr þeim skorti yrði ekki bætt nema með samtökum.
Þarna á íshúss-fundinum kusu þessir útvegsbændur þriggja manna nefnd, sem ætlað var það hlutverk að ráða framkvæmdastjóra, sem koma skyldi félaginu á stofn, - vera með í ráðum um lagasmíð og húsakaup, skipulag verzlunar og aðrar verklegar framkvæmdir.

Högni Sigurðsson, Vatnsdal.

Þrír af skeleggustu forgöngumönnum hugsjónarinnar voru kosnir í þessa nefnd, þeir Högni Sigurðsson í Vatnsdal, Árni Jónsson í Görðum og Jón Jónsson í Hlíð. Allir voru þeir úr hópi kunnustu útvegsbænda í kauptúninu.
Vissulega unnu þeir ötullega að framkvæmdunum, undirbúningi fyrirtækisins. -
Eftir nokkra daga eða 20. nóvember (1916) kvaddi nefndin félaga sína á fund. Sá fundur var haldinn í verzluninni Vísi, þar sem Valdimar kaupmaður Ottesen hafði verzlað um skeið. (Það hús hlaut síðar nafnið Þingvellir). Á fundi þessum hafði Högni Sigurðsson orð fyrir nefndarmönnum.
Ýmislegt hafði nefndin innt af hendi til eflingar hinu væntanlega kaupfélagi. Ásókn útvegsbænda til þess að fá að vera með í félaginu hafði reynzt mikil, svo að nær fjörutíu sátu fund þennan. Högni og þeir nefndarfélagar höfðu þá þegar fest kaup á húseigninni Vísi handa félaginu og innheimt kr. 160,00 af hverjum þeim, sem æskti að vera stofnandi félagsins og starfandi félagsmaður. Og þetta fé hafði nefndin þá þegar greitt upp í andvirði verzlunarhússins, en kaupverð þess var kr. 23.000,00. Auðvitað hafði nefndin haft samráð við aðra framámenn hugsjónarinnar um stofnun félagsins utan fundar og um framkvæmdir þessar.
Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni með húskaupin og aðrar gjörðir nefndarinnar, sem líka hafði lagt drög að því að ráða kaupfélaginu framkvæmdastjóra. Jón Hinriksson, verzlunarstjóri í Garðinum, við Garðsverzlun, hafði gefið kost á sér til þessa starfs. Starfssamningurinn milli hans og kaupfélagsstjórnarinnar var undirritaður í desember 1916.
Hér hlýt ég að gera nokkra grein fyrir hinum nýráðna framkvæmdastjóra.

Jón Hinriksson, kaupfélagsstjóri.

Jón Hinriksson, framkvæmdastjóri, var Húnvetningur, fæddur að Ósum á Vatnsnesi 23. maí 1881. Hann lauk kennaraprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og gerðist síðan barnakennari í Firðinum.
Jafnframt barnakennslunni annaðist Jón Hinriksson bókhald Brydeverzlunarinnar í Hafnarfirði. Hann var síðan aðalbókari hjá þeirri verzlun á árunum 1911-1913.
Árið 1910 lézt J. P. T. Bryde kaupmaður, sem rekið hafði einokunarverzlunina gömlu í Vestmannaeyjum frá dánardægri föður síns 1879 til dauðadags.
Hvað svo um leifar þessarar gömlu einokunarverzlunar í Vestmannaeyjum eftir fráfall eigandans?
Ekkja hans, Þóra Ágústa(fædd Brandt) fékk leyfi til að sitja í óskiptu búi. Þegar gamli einokunarkaupmaðurinn andaðist, var Ólafur Arinbjarnarson verzlunarstjóri Garðsverzlunar í Eyjum. Hann lézt árið 1913.
Eftir fráfall hans rak Herluf Bryde, sonur J. P. T. Bryde, verzlunina, þar til hún var lýst gjaldþrota. Þá var verzlunarfyrirtæki þetta, - Garðsverzlun í Vestmannaeyjum, einokunarverzlun Brydeanna þar frá árinu 1844, - gerð upp af þar til skipaðri skilanefnd. Hún seldi síðan firmanu H. P. Duus verzlunarstaðinn Garðinn og er afsalsbréfið dagsett 16. marz 1917. Aðaleigandi H. P. Duus-firmans þá var Ólafur kaupmaður Ólafsson Sveinbjarnarsonar i Keflavík Ólafssonar.
Eftir fráfall Ólafs verzlunarstjóra Arinbjarnarsonar réðst Jón Hinriksson til Vestmannaeyja og gerðist aðalbókari Brydeverzlunar þar eða Garðsverzlunar og að nokkru leyti verzlunarstjóri. Þegar svo Duusfirmað keypti fyrirtækið, gerðist Jón Hinriksson verzlunarstjóri. Og svo liðu aðeins þrír mánuðir. Þá gerðust „kaupin á eyrinni.“

Mynd:1974 b 58 A.jpg
Húseignin Þingvellir, sem Norðmaðurinn Lyder Höjdal byggði á fyrsta eða öðrum tug aldarinnar. Þarna var Verzlunin Vísir rekin. Og í þessu húsi rak Gísli J. Johnsen, kaupmaður og póstmeistari í Eyjum, póstafgreiðsluna fyrir 40-50 árum. Þar var hún a.m.k. rekin árið 1927, þegar við hjón fluttum til Eyja. — Þ.Þ.V.

Og svo höldum við áfram með sögu Kf. Fram í Eyjum.
Afráðið var, að fimm menn skyldu skipa stjórn hins nýja kaupfélags. Og félagsmenn voru sammála um að kjósa strax stjórnina til starfa með kaupfélagsstjóranum, enda þótt eftir væri að semja félaginu lög og samþykkja þau.
Á fundinum kom fram munnleg tillaga um stjórnarmenn. En hún var felld. Félagsmenn vildu hafa stjórnarkjörið skriflegt og leynilegt. Var þá kjörseðlum úthlutað.
Þessir Eyjamenn hlutu kosningu í fyrstu stjórn Kaupfélagsins Fram: Jón Guðmundsson í Breiðholti við Vestmannabraut, síðar búandi að Mosfelli; Árni Jónsson, Görðum: Högni Sigurðsson, Vatnsdal; Sigurjón Jónsson á Hrafnagili (síðar í Víðidal; sjá Blik 1973, bls. 180), og Jón Jónsson, Hlíð.
Eftir hálfan mánuð eða 5. desember (1916) var síðan aðalstofnfundur Kaupfélagsins Fram haldinn í húseigninni Vísi, sem var nú orðin eign félagsins samkvæmt framansögðu. Fund þennan sátu 42 útvegsbændur eða félagsmenn, eins og þeir eru kallaðir í fundargjörð. Þarna voru kaupfélaginu samþykkt lög og framtíðarmálin rædd og skýrð. Hinn nýráðni kaupfélagsstjóri, Jón Hinriksson, gerði það að tillögu sinni, að hver félagsmaður greiddi kr. 500,00 í stofngjald í félagssjóð, og hefðu þeir allir lokið þeirri greiðslu fyrir 1. júní árið eftir (1917) eða að sex mánuðum liðnum. Tillaga þessi var mikið rædd á fundinum og samþykkt að lokum mótatkvæðalaust eða með öllum greiddum atkvæðum. Hin fyrstu lög Kf. Fram voru í 21 grein. Hér verður aðeins drepið á helzta efni þeirra.
Tilgangur Kaupfélagsins Fram:

a) að safna stofnsjóði, - veltufé, - með framlagi félagsmanna til þess að geta ávallt keypt útlendan varning, aðallega gegn greiðslu út í hönd.
b) að safna varasjóði til þess að tryggja framtíð félagsins.
c) að fækka svo sem auðið er öllum óeðlilegum milliliðum í verzlunarviðskiptum.
d) að útvega félagsmönnum sem beztar vörur við svo hagstæðu verði, sem unnt er, og selja afurðir þeirra við svo háu verði, sem kostur er.
e) að auka þekkingu félagsmanna einkum á því er snertir samvinnufélagsskap, verklegar framkvæmdir, vöruvöndun o.fl.

Félagsmenn ábyrgjast allir skuldir félagsins in solidum (í samábyrgð). Af þeim, sem panta vörur í félaginu, getur framkvæmdastjóri eða stjórn félagsins heimtað tryggingu.
Stofnfénu má verja til húsakaupa, byggingarframkvæmda, vörukaupa, flutninga og hvers annars, sem samrýmist tilgangi félagsins.
Allar vörur, sem félagið útvegar einstökum félagsmönnum og þeir veita móttöku og greiða á tilteknum tíma, skulu þeir fá með minnsta álagi, er stjórn félagsins sér sér fært að leggja á vörurnar, hvort sem varan er innlend eða útlend.
Enginn getur selt öðrum hluta sinn í félaginu nema með samþykki allrar stjórnarinnar. Enginn félagsmaður getur sagt sig úr félaginu, nema hann hafi tilkynnt stjórninni það með árs fyrirvara.
Þannig var þá Kaupfélagið Fram sambland af pöntunarfélagi, hlutafélagi og kaupfélagi, sem rak opna verzlun eins og kaupmennirnir í kauptúninu.
Að lokum gerði framkvæmdastjórinn Jón Hinriksson þetta að tillögu sinni: „Ef einhver félagsmaður verður uppvís að því að vinna á móti félaginu, annað hvort til orða eða verka, r hann félagsrækur án nokkurs fyrirvara og á ekkert afturkræft af því, sem hann hefur lagt í félagið og ekki tilkall til arðs félagsins. Samt skal mál hans lagt í gerð.“
Starfssamningur við framkvæmdastjórann Jón Hinriksson, var gjörður og undirritaður 8. desember 1916. Hann var ráðinn til 5 ára. Árskaup hans var kr. 3500,00 og dýrtíðaruppbót, ef efnahagur kaupfélagsins taldist leyfa þá greiðslu. Jafnframt skyldi framkvæmdastjórinn hafa til nota ókeypis íbúð á efri hæð verzlunarhússins Vísis.
Vorið 1917 barst sú frétt út, að í ráði væri að Duus-fyrirtækið í Reykjavík seldi eigur sínar í Vestmannaeyjum og gæfi frá sér allan rekstur þar. Ef til vill áttu hin nýstofnuðu kaupfélög útgerðarmanna í Eyjum sinn ríka þátt í því, Kaupfélagið Bjarmi og Kf. Fram. Stofnun þeirra og starfræksla dró stórum úr hagnaðarvon einstaklings af viðskiptum við útvegsbændur í Eyjum. Og svo var Edinborgarverzlunin á hinu leitinu, verzlun Gísla J. Johnsen, sem átti rík ítök í hug og hjarta margra Eyjabúa, ekki minnst sökum þess, að sú verzlun braut einokunarísinn í Eyjum svo að um munaði og ruddi brautir í atvinnu- og viðskiptamálum öllum þar í byggð.
Og nú var stórmál á dagskrá hjá stjórnendum og framkvæmdastjóra Kf. Fram. Þeir höfðu gert tilboð í allar eignir Duus í Vestmannaeyjum, - vildu greiða fyrir þær kr. 65.000,00 — þ.e. stóra verzlunarhúsið, steinhúsið, sem byggt var 1880, salthús, fiskgeymsluhúsið Kumbalda, Kornloftið svokallaða, bræðsluhús o.fl., og svo hinar miklu og verðmætu lóðir og lendur verzlunarinnar.
Boðað var til aukafundar með kaupfélagsmönnum 17. júní (1917) til þess að skýra fyrir þeim gang málanna. Þeir voru áhugasamir og hrifnir mjög, og dáðust að forustumönnum sínum. Og þarna í hópnum fundust menn, sem skildu, hvað eiginlega var að gerast í Vestmannaeyjum: Íslendingar sjálfir, og það Eyjamenn, voru að eignast verzlunarlóðir og verzlunarhús, sem aldrei höfðu fyrr verið í eigu landsmanna, en útlendingar haft eignarhald á og notað ósleitilega til að kúga og undiroka, þrælka og þjaka Eyjafólk um aldir.
Og allt tókst þetta giftusamlega fyrir Jóni Hinrikssyni framkvæmdastjóra og félögum hans. Hinn 23. júní (1917) var kaupsamningur undirritaður, og daginn eftir boðuðu þeir til fundar og tjáðu kaupfélagsmönnum, hvað gerzt hafði. Þeir höfðu fest kaup á öllum eignunum fyrir það verð, sem þeir höfðu boðið. Og eignirnar voru: Sölubúð, öll pakkhús, íbúðarhús, bræðsluhús, skúrar og lóðir, stakkstæði og lóðarréttindi „til lands og sjávar,“ eins og það er orðað í frumheimild, bryggja, bólverk, fiskverkunarpallar, girðingar að engu undanskildu, allt eins og seljandi eignaðist eignir þessar með afsalsbréfi frá firmanu J. P. T. Bryde dags. 16. marz 1917.
Og greiðslur skyldu þannig og þá inntar af hendi:
a) Kr. 5.000,00 voru greiddar við undirritun kaupsamningsins.
b) Kr. 25.000,00 skyldu greiðast 1. ágúst um sumarið.
c) Kr. 35.000,00 skyldu greiðast 1. okt. um haustið.
Rétt er að geta þess, að Íslandsbanki í Reykjavík veitti Kf. Fram lán kr. 35.000,00 sama dag og kaupsamningurinn var undirritaður í minningu þess, sem gerzt hafði, - til minningar um hinn sögulega viðburð, eða hvað? - Og félagsmenn lánuðu kaupfélagi sínu fé úr eigin vasa til þess að standa straum af andvirði húsa og lóða til Duus, því að útgerðarreksturinn hafði gengið mætavel undanfarin ár og peningar safnazt í pyngjur útvegsbænda.
Og nú fór vertíðin 1918 í hönd, í byrjun jan. 1918 afréð stjórn kaupfélagsins að hefjast skyldi handa um lifrarbræðsluna á vegum félagsins. Átta vélbátar kaupfélagsmanna voru þegar reiðubúnir að leggja inn lifur hjá félaginu. Tveir bræðslumenn voru þegar ráðnir. Kaup þeirra var kr. 80,00 fyrir mánuð hvern og tvær krónur í premíu fyrir hverja tunnu lýsis.
Og smámsaman færðist meira líf í rekstur kaupfélagsins.
Í lok janúar 1918 ræddi stjórnin á fundi sínum verðtilboð Coplands í fiskbirgðir kaupfélagsins. Samþykkt var að taka boði þessa kunna fiskkaupmanns, því að það þótti mjög hagstætt þá og var sem hér segir:
Fyrsta flokks saltfiskur kr. 167,00 fyrir hvert skipp.; langa kr. 160,00; smáfiskur kr. 134,00; ýsa kr. 130,00. Verð afurðanna var miðað við það, að þeim væri skilað um borð í skip á Vestmannaeyjahöfn.
Um sama leyti fékk kaupfélagið fyrsta saltfarm sinn sendan frá Reykjavík.
Og þróunin heldur áfram. Kaupfélagið býður til kaups lýsi á kr. 200,00 hverja tunnu, þ.e. 105 kg. - Og svo gera félagsmenn pantanir á vörum til heimila sinna. - Kaupfélagsstjórinn þykir vel vaxinn starfa sínum og viðskiptin fara ört vaxandi.
Enginn banki var enn í Eyjum og Sparisjóður Vestmannaeyja (hinn eldri) lítils megnugur samanborið við hina miklu fjárþörf hins örtvaxandi vélbátaútvegs Eyjamanna. Öðrum þræði var það ástæðan fyrir því, að kaupfélaginu var mikil þörf á að selja framleiðslu manna sinna sem fyrst og örast á vetrarvertíð. Þá þurfti félagið að gerast kaupandi að fiskinum fyrir afráðið verð, svo að félagsmenn gætu þegar fengið fé í hönd til greiðslu á vinnulaunum og öðrum útgerðarkostnaði. Í marzlok 1918 var þetta atriði fullrætt og afráðið. Fiskverð til félagsmanna var sett sem hér segir, miðað við skipp.:

1. flokks saltfiskur........... kr. 160,00
2. flokks saltfiskur........... — 150,00
Langa.............................— 140,00
Smáfiskur, undir 18 þuml. — 114,00
Ýsa ...................................-110,00

Hver útgerðarmaður kostaði kapps um að gera sér mat úr sundmaga. Hann lét því skera hann úr dálki og verka hann. Kaupfélagið greiddi 65 aura fyrir hvert kg. af verkuðum sundmaga.
Þessi afurðaverð eru tjáð hér til fróðleiks og glöggvunar þeim lesendum Bliks, sem ekki láta sögulegan fróðleik fara fram hjá sér, heldur íhuga hann til glöggvunar á samtíð sinni.

VI. hluti

Til baka