„Stórhöfði“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (mynd)
Lína 5: Lína 5:
Fyrsti vitinn í Stórhöfða var byggður árið 1906 að frumkvæði þilskipaformanna, en þeir höfðu mikla þörf fyrir vita á þessum stað. Á þessum tíma voru fáir vitar á Íslandi, enda hafði þeirra ekki talist þörf fram að því. Vitinn var lágreist steinsteypt hús sem byggt var úr efni sem tekið var úr [[Höfðavík]] og er fyrsta steinsteypta húsið í Vestmannaeyjum, en í dag er húsið syðsti mannabústaður á Íslandi.
Fyrsti vitinn í Stórhöfða var byggður árið 1906 að frumkvæði þilskipaformanna, en þeir höfðu mikla þörf fyrir vita á þessum stað. Á þessum tíma voru fáir vitar á Íslandi, enda hafði þeirra ekki talist þörf fram að því. Vitinn var lágreist steinsteypt hús sem byggt var úr efni sem tekið var úr [[Höfðavík]] og er fyrsta steinsteypta húsið í Vestmannaeyjum, en í dag er húsið syðsti mannabústaður á Íslandi.


Byrjað var að stunda veðurathugannir í Stórhöfða árið 1921, en þá var vitinn í Stórhöfða gerður að mannaðri skeytastöð þar sem gerðar eru veðurathugannir á þriggja klukkustunda fresti allt árið um kring. Tvisvar á sólarhring eru gerðar nákvæmari mælingar á veðurfarinu, og fleiri atriði eru mæld, til dæmis ölduhæð. Áður fyrr voru tvö veðurskip, ''Alpha'' og ''India'', sem mældu ölduhæð, en í dag er það gert með öldubauju sem flýtur um rétt austan við [[Surtsey]]. Í [[Heimaeyjargosið|Heimaeyjargosinu]] 1973 varð ein eyða á mælingum Óskars Jakobs Sigurðssonar, þáverandi vitavarðar, en hún var kl. 21:00, fimmtudaginn 22. mars. Þá stóð yfir föstuguðþjónusta í [[Landakirkja|Landakirkju]] sem síðar var kallað ''[[Eldmessan]]''.
[[Mynd:Fjosin4.jpg|thumb|Séð úr [[Fjósin|Fjósunum]], helli norðan í Stórhöfða.]]Byrjað var að stunda veðurathugannir í Stórhöfða árið 1921, en þá var vitinn í Stórhöfða gerður að mannaðri skeytastöð þar sem gerðar eru veðurathugannir á þriggja klukkustunda fresti allt árið um kring. Tvisvar á sólarhring eru gerðar nákvæmari mælingar á veðurfarinu, og fleiri atriði eru mæld, til dæmis ölduhæð. Áður fyrr voru tvö veðurskip, ''Alpha'' og ''India'', sem mældu ölduhæð, en í dag er það gert með öldubauju sem flýtur um rétt austan við [[Surtsey]]. Í [[Heimaeyjargosið|Heimaeyjargosinu]] 1973 varð ein eyða á mælingum Óskars Jakobs Sigurðssonar, þáverandi vitavarðar, en hún var kl. 21:00, fimmtudaginn 22. mars. Þá stóð yfir föstuguðþjónusta í [[Landakirkja|Landakirkju]] sem síðar var kallað ''[[Eldmessan]]''.


Fyrsti vitavörður í Stórhöfða var [[Guðmundur Ögmundsson]], en árið 1910 tók [[Jónathan Jónsson]] við því starfi hefur hans fjölskylda séð um vitann og veðurstöðina síðan þá, en starf vitavarðar hefur gengið í beinan karllegg. Sigurður, sonur Jónathans, aðstoðaði föður sinn við vitavörsluna og veðurathugannirnar um árabil áður en að hann tók alfarið við starfinu árið 1935.
Fyrsti vitavörður í Stórhöfða var [[Guðmundur Ögmundsson]], en árið 1910 tók [[Jónathan Jónsson]] við því starfi hefur hans fjölskylda séð um vitann og veðurstöðina síðan þá, en starf vitavarðar hefur gengið í beinan karllegg. Sigurður, sonur Jónathans, aðstoðaði föður sinn við vitavörsluna og veðurathugannirnar um árabil áður en að hann tók alfarið við starfinu árið 1935.
Lína 43: Lína 43:


Á Stórhöfða rignir að meðaltali um 129 mm á mánuði sem er mikið miðað við aðra landshluta. Heildar meðalúrkoma á ári var 1556mm á tímabilinu 1961–2000. Þoka er að jafnaði 86 daga á ári en þar voru fleiri þokudagar en á nokkrum öðrum stað á Íslandi á tímabilinu 1961–1990.  
Á Stórhöfða rignir að meðaltali um 129 mm á mánuði sem er mikið miðað við aðra landshluta. Heildar meðalúrkoma á ári var 1556mm á tímabilinu 1961–2000. Þoka er að jafnaði 86 daga á ári en þar voru fleiri þokudagar en á nokkrum öðrum stað á Íslandi á tímabilinu 1961–1990.  


== Aðrar byggingar ==
== Aðrar byggingar ==
Norðvestan megin í Stórhöfða stóð [[Þorgerðarhjallur]], ofan við [[Erlendarkrær]]. Þar vestan við var byggður útsýnispallur árið [[2005]] af [[Lions]]-mönnum, en hann var formlega opnaður þann 1. júlí 2005.
[[Mynd:Stórhöfðapallur.jpg|thumb|Útsýnispallurinn í Stórhöfða með Heimaey í bakgrunni]]Norðvestan megin í Stórhöfða stóð [[Þorgerðarhjallur]], ofan við [[Erlendarkrær]]. Þar vestan við var byggður útsýnispallur árið [[2005]] af [[Lions]]-mönnum, en hann var formlega opnaður þann 1. júlí 2005.


== Lífríki ==
== Lífríki ==
[[Mynd:Fjosin4.jpg|thumb|Séð úr [[Fjósin|Fjósunum]], helli norðan í Stórhöfða.]]
[[Mynd:Kindur i storhofda.jpg|thumb|Kindur í stórhöfða]]
Lífríkið í Stórhöfða er talið mjög sérstætt, enda eru sum svæði þar óvenju tegundarík og er höfðinn talinn hafa alþjóðlegt náttúruverndargildi. Þá er svæðið skilgreint sem hverfisverndarsvæði (HV-7) í Aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna þessarra sérstæðu eiginleika.
Lífríkið í Stórhöfða er talið mjög sérstætt, enda eru sum svæði þar óvenju tegundarík og er höfðinn talinn hafa alþjóðlegt náttúruverndargildi. Þá er svæðið skilgreint sem hverfisverndarsvæði (HV-7) í Aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna þessarra sérstæðu eiginleika.


=== Húsdýr og fiskveiðar ===
=== Húsdýr og fiskveiðar ===
Fram á miðja 20. öld var stundaður smábúskaður á Stórhöfða og þaðan var gjarnan róið á miðin. Ein kú og fjölmargar kindur voru þar lengi vel, en kúabúskapur lagðist af um 1960. Enn eru nokkrar kindur þar, en sá búskapur er smám saman að úreldast og leggjast af. Títt var að róa frá Erlendarkróm, en þar sjást í dag rústir [[kró]]nna og spilvindan sem notuð var til að draga bátana í land sést þar hjá, syðst í [[Vík]]inni.
[[Mynd:Kindur i storhofda.jpg|thumb|left|Kindur í Stórhöfða]]Fram á miðja 20. öld var stundaður smábúskapur á Stórhöfða og þaðan var gjarnan róið á miðin. Ein kú og fjölmargar kindur voru þar lengi vel, en kúabúskapur lagðist af um 1960. Enn eru nokkrar kindur þar, en sá búskapur er smám saman að úreldast og leggjast af. Títt var að róa frá Erlendarkróm, en þar sjást í dag rústir [[kró]]nna og spilvindan sem notuð var til að draga bátana í land sést þar hjá, syðst í [[Vík]]inni.


=== Bjargfuglar ===
=== Bjargfuglar ===

Útgáfa síðunnar 5. júlí 2005 kl. 08:37

Mynd:Storhofdi ornefnakort.PNG Stórhöfði er 122 metra hár móbergsstapi sem myndar syðsta tangann á Heimaey. Höfðinn myndaðist í gosi undir jökli fyrir um 5-10 þúsund árum, og er samtengdur Heimaey um mjóa flá sem heitir Aur, en hann gengur til norðurs frá stórhöfða og myndar þar Brimurð að austan og Vík og Klauf að vestan. Sunnan við Vík eru tóttaleifar eftir fiskikrær er nefnast Erlendarkrær. Ef haldið er áfram rangsælis hringinn í kringum höfðann má finna Sölvaflá, Valshilluhamar, Napa, Fjósin, Hvannstóð, Hánef, Ketilsker, Kaplapyttir, Grásteinn, Lambhilla, Hellutá, Súlukrókur, Höfðahellir og loks er Garðsendi.

Vitinn

Fyrsti vitinn í Stórhöfða var byggður árið 1906 að frumkvæði þilskipaformanna, en þeir höfðu mikla þörf fyrir vita á þessum stað. Á þessum tíma voru fáir vitar á Íslandi, enda hafði þeirra ekki talist þörf fram að því. Vitinn var lágreist steinsteypt hús sem byggt var úr efni sem tekið var úr Höfðavík og er fyrsta steinsteypta húsið í Vestmannaeyjum, en í dag er húsið syðsti mannabústaður á Íslandi.

Séð úr Fjósunum, helli norðan í Stórhöfða.

Byrjað var að stunda veðurathugannir í Stórhöfða árið 1921, en þá var vitinn í Stórhöfða gerður að mannaðri skeytastöð þar sem gerðar eru veðurathugannir á þriggja klukkustunda fresti allt árið um kring. Tvisvar á sólarhring eru gerðar nákvæmari mælingar á veðurfarinu, og fleiri atriði eru mæld, til dæmis ölduhæð. Áður fyrr voru tvö veðurskip, Alpha og India, sem mældu ölduhæð, en í dag er það gert með öldubauju sem flýtur um rétt austan við Surtsey. Í Heimaeyjargosinu 1973 varð ein eyða á mælingum Óskars Jakobs Sigurðssonar, þáverandi vitavarðar, en hún var kl. 21:00, fimmtudaginn 22. mars. Þá stóð yfir föstuguðþjónusta í Landakirkju sem síðar var kallað Eldmessan.

Fyrsti vitavörður í Stórhöfða var Guðmundur Ögmundsson, en árið 1910 tók Jónathan Jónsson við því starfi hefur hans fjölskylda séð um vitann og veðurstöðina síðan þá, en starf vitavarðar hefur gengið í beinan karllegg. Sigurður, sonur Jónathans, aðstoðaði föður sinn við vitavörsluna og veðurathugannirnar um árabil áður en að hann tók alfarið við starfinu árið 1935.

Enginn vegur var út í Stórhöfða þá, en troðinn vegur lá út í höfðann. Árið 1920 sótti vitavörður um það til bæjarstjórnar að gerður yrði vegur þangað suður. Bæjarstjórn baðst þess að ríkið sæi um gerð vegarins og var hluti samnings sem gerður var að bærinn sæi um viðhald á veginum. Þegar að vegurinn var loks gerður var hann kallaður þjóðvegur, enda eini þjóðvegurinn í Vestmannaeyjum á þessum tíma.

Rafmagn var ekki leitt út í Stórhöfða fyrr en árið 1979, en CANTAT-3 sæstrengurinn var leiddur út í Stórhöfða árið 1994 til þess að taka við af ScotIce sæstrengnum sem leiddur var 1962.

Um veðurstöðina

Veðurstöðin á Stórhöfða er Sjálfvirk veðurstöð sem er stödd á 63°23.974'N, 20°17.295'V (WGS). Hún stendur í 118 metra hæð yfir sjávarmáli, en loftvogin er 123.2m yfir sjávarmáli. Vindmælirinn stendur 10.32m yfir jörðu. Stórhöfði er þekkt meðal veðurathugunarmanna með stöðvarnúmerið 6017, WMO-númerið 04148 og skammstöfunina STORH. Sjálfvirki mælirinn var tekinn í notkun árið 1997.

Stríðsárin

Á tíma seinni heimstyrjaldar tóku Bretar, svo Kanadamenn, og loks Bandaríkjamenn sér hersetu í Stórhöfða. Þá voru um 10-12 braggar byggðir af Bandaríkjamönnum, hjá vitahúsinu, ásamt varðstöð norðan megin. Vitavörðurinn og fjölskylda hans þurftu á þeim tíma að sækja um leyfi til þess að fá gesti í heimsókn, og þeim var óheimilt að fara á vissa staði á höfðanum:

Það mátti enginn fara suðurfyrir húsið og ekki upp í vitann. Þeir voru með eitthvert hernaðarleyndarmál hér fyrir sunnan, líklega radar.“ (úr samtali Óskars Sigurðssonar við Morgunblaðið).

Eftir stríðið var stærsti bragginn skilinn eftir, og stóð hann til ársins 1991 þegar að hann eyðilagðist í miklu fárviðri, 3. febrúar. Þá náði vindhraðinn upp í 67 metra á sekúndu, og vindmælarnir gátu ekki mælt meira en 120 hnúta vind, þó vindurinn hafi verið talsvert meiri.

Er eldingu laust niður

Áður en að rafmagn var leitt út í Stórhöfða var notast við olíulampa. Þá var mjög vel að gætt að loginn yrði hvorki of mikill né of lítill. Reynt var að rafvæða vitann með vindorkustöð sem hlóð í rafgeyma á tímum seinni heimstyrjaldar, en það varð fyrir ekki vegna þess hve illa vindmyllan þoldi veðrið. Bensínknúin raforkustöð var tekin í notkun eftir heimstyrjöldina, og svo árið 1956 kom díselrafstöð sem talin var mun áreiðanlegari.

Þann 12. mars árið 1921 um 23:30 að kvöldi sló niður eldingu í vitann í miklu óveðri, sem sló alla sem staddir voru í vitahúsinu í meðvitundarleysi og kveikti í vitahúsinu.

[...] þegar [fólkið] rankaði við sér aftur var allt í björtu báli í vitanum. Sem betur fór varð eldsins vart áður en hann náði til olíunnar, en stiginn og þilið í varðklefanum og anddyrinu brunnu.

Eftir þennan atburð var settur eldingarvari í vitann. Í bókinni Vitar Íslands í 50 ár segir að þetta sé eina skiptið sem eldingu hefur lostið niður á vita hér á landi, en það stenst þó ekki lengur þar sem að eldingu sló niður í Urðavita í nóvember árið 2003.

Vitaverðir í Stórhöfða

Veðurfar

Mynd:Vindros storhofdi.PNG Á Stórhöfða er veðurstöð sem fræg er fyrir afleit veðurskilyrði, enda er stöðin sú vindasamasta á Íslandi og almennt talin ein sú vindasamasta í Evrópu. Veðurstöðin er í 120m hæð yfir sjávarmáli og opin fyrir öllum vindáttum. Þar hafa vindar mælst allt að 130 hnútar, eða um 67 metrar á sekúndu, og ölduhæð hefur mælst allt að 30 metrar. Meðalvindhraði yfir allt árið er 11 m/s, en talsverður munur á vindhraða milli árstíða, í júlí er meðalvindhraði 8 m/s en 13.2 m/s í janúar. Sagt hefur verið að gluggarnir hafi verið svo illa farnir í vitanum á Stórhöfða vegna sandfoks að vitinn sjálfur hafi verið gagnslaus. Kofoed Hansen, skógræktarstjóri, lagði til að sáð væri melgresi og grasi í verstu sandbarðanna til þess að minnka sandfokið, og hafði það mjög góð áhrif, þar sem að landrof var orðið mikið:

Stórhöfði er með veðravestu vitastöðum á landinu og kringum vitann hefur landið verið að blása upp.

Á Stórhöfða rignir að meðaltali um 129 mm á mánuði sem er mikið miðað við aðra landshluta. Heildar meðalúrkoma á ári var 1556mm á tímabilinu 1961–2000. Þoka er að jafnaði 86 daga á ári en þar voru fleiri þokudagar en á nokkrum öðrum stað á Íslandi á tímabilinu 1961–1990.


Aðrar byggingar

Útsýnispallurinn í Stórhöfða með Heimaey í bakgrunni

Norðvestan megin í Stórhöfða stóð Þorgerðarhjallur, ofan við Erlendarkrær. Þar vestan við var byggður útsýnispallur árið 2005 af Lions-mönnum, en hann var formlega opnaður þann 1. júlí 2005.

Lífríki

Lífríkið í Stórhöfða er talið mjög sérstætt, enda eru sum svæði þar óvenju tegundarík og er höfðinn talinn hafa alþjóðlegt náttúruverndargildi. Þá er svæðið skilgreint sem hverfisverndarsvæði (HV-7) í Aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna þessarra sérstæðu eiginleika.

Húsdýr og fiskveiðar

Kindur í Stórhöfða

Fram á miðja 20. öld var stundaður smábúskapur á Stórhöfða og þaðan var gjarnan róið á miðin. Ein kú og fjölmargar kindur voru þar lengi vel, en kúabúskapur lagðist af um 1960. Enn eru nokkrar kindur þar, en sá búskapur er smám saman að úreldast og leggjast af. Títt var að róa frá Erlendarkróm, en þar sjást í dag rústir krónna og spilvindan sem notuð var til að draga bátana í land sést þar hjá, syðst í Víkinni.

Bjargfuglar

Áætlað er að um 700.000 lundar verpi í Stórhöfða árlega, en lundaveiði hefur verið stunduð þar. Lundabyggðin í Stórhöfða er mestmegnis á ofanverðum höfðanum, en í þverhníptu hömrunum umhverfis höfðan er mjög blönduð fuglabyggð þar sem má finna Langvíu, Álku, Skúm og fleiri tegundir fugla.

Vaðfuglar og mófuglar

Stelkur og tjaldur verpa norðan til í stórhöfða, nálægt Erlendarkróm. Varplendi Hrossagauks má finna í einhverju mæli í nánd við Höfðahelli.

Sporðdrekar

Í Stórhöfða finnast mosadrekar (Neobisium carcinoides), örsmáar lífverur af áttfætlukyni (Arachnida) sem minna helst á sporðdreka útlitslega, og eru gjarnan kallaðir gervisporðdrekar. Þeir verð allt að einum millimeter að lengd og eru meinlausir mönnum.


Heimildir

  • Bjarmar yfir björgum, Gunnhildur Hrólfsdóttir.
  • Í sumarferð í Stórhöfða 1954, Sjómannadagsblaðið 1999, bls. 62-63.
  • Stórhöfðinn er hans heimur, Morgunblaðið, 19. september, 2004.
  • Saga Símans [1]
  • Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014.
  • Eldingu laust niður í Urðavita, mbl.is, 18. nóvember 2003. [2]
  • Vitar Íslands í 50 ár.
  • Eru til drekar á Íslandi?, Vísindavefurinn. [3]
  • Sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar, Veðurstofa Íslands. [4]