Lambhilla

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Séð niður af Litlu-Lambhellu.

Lambhilla er grasi vaxin sylla sunnan til í Stórhöfða, og hann þykir nokkuð góður lundaveiðistaður. Raunar eru Lambhillurnar tvær, yfirleitt aðgreindar sem Stóra- og Litla-Lambhilla. Litla-Lambhilla er vestan við Lambhilluna sem fyrr er getið (þá stóru) og þar er einnig ágætur lundaveiðistaður auk þess sem auðvelt er að komast á þá litlu.

Erfiðara er að komast á Stóru Lambhillu, þarf að fara niður nokkurra metra háan hamar er heitir Lambhilluhamar en þangað liggur stigi, sem veiðimenn hafa komið fyrir.