„Barnaskóli Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 74: Lína 74:
* [[Ágúst Árnason]] 1907-1937
* [[Ágúst Árnason]] 1907-1937


== Skólinn í dag ==
Barnaskóli Vestmannaeyja er heildstæður grunnskóli með u.þ.b. 450 nemendur á aldrinum 6-16 ára í 22 bekkjardeildum. Íþróttakennsla fer fram í [[Íþróttamiðstöðin]]ni við [[Brimhólabraut]]. Í skólanum er sérdeild fyrir fatlaða nemendur, ennfremur hefur undanfarin ár verið starfrækt nýbúadeild í skólanum til stuðnings fyrir nemendur sem hafa flutt til Eyja erlendis frá.
Barnaskólinn leggur áherslu á að nemendur kynnist sérstöðu heimabyggðar sinnar eins og [[jarðsaga|jarðfræði]], [[dýralíf]]i og [[saga|sögu]]. Skólinn er virkur þátttakandi í erlendum samskiptum með nýjustu tækni má þar nefna Jasonverkefnið, þátttaka í Comeniusarverkefni, GLOBE- umhverfisverkefnið sem nú stendur yfir og fleira.
Þá vill skólinn efla samkennd, vináttu og sjálfsöryggi nemenda og er unnið að því m.a. með: samveru á sal, vinahópum, íþróttadegi, upplestrarkeppni, útivistardögum, árshátíð, tilbreytingadögum og ýmsu öðru.
==Tæknilegar upplýsingar ==
* '''Heimilisfang:'''
:Skólavegi
:900 Vestmannaeyjar
* '''Sími:'''
:4811944
* '''Fax:'''
:4811948
* '''Veffang:'''
:http://vestmannaeyjar.ismennt.is/
:http://www.skolatorg.is/kerfi/barnask_i_vestmannaeyjum/skoli/
* '''Netfang:'''
:barney@ismennt.is
* '''Skólastjóri:'''
:Hjálmfríður Sveinsdóttir  hjalmfr@ismennt.is
* '''Aðstoðarskólastjóri: '''
:Björn Elíasson bjorne@ismennt.is
* '''Opnunartímar:'''
:Mán - Fös  8.00 - 15.00





Útgáfa síðunnar 21. júní 2005 kl. 11:39

Barnaskólinn er elstur skóla í Vestmannaeyjum og hefur starfað samfellt frá árinu 1880 að talið er. Skólinn stendur við Skólaveg og var elsti hluti hans tekinn í notkun 1917.

Byggt hefur verið við skólann fjórum sinnum; fyrst var íþróttasalur byggður árið 1929, en hann er nú notaður sem samkomusalur; svo var sá hluti byggingarinnar þar sem að anddyri, skólabókasafn og skólaskrifstofur eru nú byggður, svo sá hluti þar sem að miðdeild skólans er með aðstöðu, og loks sá hluti þar sem að unglingadeildin er til húsa. Í elsta hluta byggingarinnar - gamla skólanum - eru yngstu bekkir með aðstöðu, ásamt sérdeild.

Um 370 nemendur eru í skólanum. Skólastjóri skólans er Hjálmfríður Sveinsdóttir, en Björn Elíasson er aðstoðarskólastjóri. Barnaskólinn hefur verið einsetinn frá og með haustinu 1995.

Barnafræðsla

Fyrir miðja 18. öld komu menn til Vestmannaeyja og sáu eymdina og sultið sem fólkið lifði í og einnig sáu þeir hversu lélega uppfræðslu ungmenni fengu í lestri og kristindómi. Vildu þeir gera skurk í en höfðu ekki tíma og fjármagn. Þá hófst þáttur Filuppusar Eyjólfssonar. Hann hafði hvorki fjármagn né tíma til að gefa en hann hafði viljann til að framkvæma og bauðst til að kenna á heimili sínu í frístundum. Þetta er fyrsti vísirinn að barnaskóla á Íslandi. Skólinn var stofnaður árið 1745 og kenndi Filippus í meira eða minna í 11 ár við skólann. Skólastarfið gekk upp og ofan áfram en aldrei fékkst staðfesting frá konungi á starfinu. Oftast voru um tíu börn í skólanum en eftir því sem leið á 18. öldina fækkaði börnum vegna þess hve mörg börn dóu úr ginklofa. Því voru stundum einungis um 5 börn í skólanum sum árin.

Eftir að Filippus hætti með barnaskólann komst skólinn ekki upp á lagið aftur. Börnum var kennt að lesa og kristnifræðsla en kennslan var takmörkuð vegna lítils fjármagns, aðstöðuleysis og kennaraskorti. Af og til fengust stúdentar til að kenna börnunum en ekki náðist skólinn á flug. Prestarnir sáu um kennslu oft á tíðum og sáu um að krakkar fengu næga fræðslu fyrir fermingu. Það var Brynjólfur Jónsson sem var helsti hvatamaður að stofnun barnaskóla í Vestmannaeyjum.

Upphaf Barnaskólans

Þann 22. júní árið 1880 var kosið í sýslunefnd Vestmannaeyja um að koma á fót fastri barnakennslu í Vestmannaeyjum. Eftir kosningarnar var efnt til almenns borgarafundar þar sem almenningur samþykkti einum rómi að stofna barnaskóla í Vestmannaeyjum og að kennslu skyldi hefjast sama haust. Jafnframt var samið á fundinum að byggja skyldi húsnæði fyrir þennan nýja barnaskóla. Séra Brynjólfi Jónssyni, að Ofanleiti, var falið það verk að gera kostnaðar áætlun og áætlaði hann að kostnaður á húsnæðinu væri 2000 krónur. Til að geta hafið störf um haustið þurfti að finna bráðabirgðar aðstöðu fyrir skólann og var fengið stofu að leigu í Nøjsomhed, gamla embættisbústaðnum.

Eftir langan og erfiðan undirbúning hófst skólastarfið í nóvember, haustið 1880. Kennt var lestur, skrift, reikningur og kristinfræði. Fyrsti kennarinn við Barnaskólann í Vestmanaeyjum hét Einar Árnason. Kenndi hann tvo vetur. Hann hafði einungis lært hjá sýslumanni nokkur kvöld í viku í nokkra vetur. Annað hafði hann lært með sjálfsnámi. Skólagjöld takmörkuðu fjölda nemenda skólans og útilokuðu stóran hóp frá skólagöngu. Nemendafjöldinn fyrsta veturinn var 12-15 börn á aldrinum 10-15 ára. Heldur fleiri voru annað árið, eða 23 nemendur. Sumir úr þeim hóp áttu eftir að verða langlífir og merkir í samfélaginu. Hér kemur listi yfir nemendur Barnaskólans annan starfsvetur hans:

Af þessum fengu þrír hæstu einkunn; Jes og Friðrik Gíslasynir og Jón Þorsteinsson. Bræðurnir Friðrik og Jes voru vel gáfum gefnir og settu mikinn svip á bæjarlíf Vestmannaeyja allt þeirra líf.

Fyrstu 15 árin var sú regla að aðeins þeir sem eitthvað höfðu lært áður í skrift og reikningi fengu inngöngu, en því var breytt þegar yngri deild skólans var stofnuð árið 1895. Einnig var stórt skref tekið þegar skólagjöld voru afnumin. Þá fengu öll börn tækifæri til að fá grunnmenntun. Það var árið 1891, þegar Aagard syslumaður fluttist til Danmerkur og Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra, tók við embætti sýslumanns. Hann hafði fræðslumál á hjartanu og voru efnalitlar fjölskyldur ævarandi þakklátar Jóni.

Rétt fyrir aldamótin 1900 hóf hið opinbera baráttu gegn „tóbaks- og áfengisnautn“. Baráttan var háð í skólunum og átti að skera niður í notkun ungmenna á efnunum. Fengu nemendur lítið kver um vána og kenndi séra Oddgeir Guðmundsen efnið.

Bygging skólahúsa

Haustið 1881 voru gerðar breytingar á hugmyndinni um gerð hússins þannig að séra Brynjólfur Jónsson fékk það verkefni að gera nýja kostnaðaráætlun um efniskaup í bygginguna. Fékk hann með sér í lið Sigurð Sveinsson í Nýborg, byggingarmeistara, og Jósef Valdason, skipstjóra. Nýja skólahúsið var svo tekið í notkun haustið 1884. Þegar skólinn var tekinn í notkun var Lárus Árnason fenginn til að kenna. Hann var þriðji kennarinn við skólann og jafnframt albróðir hinna tveggja fyrrum kennara skólans. Skólahúsið var tvílyft timburhús og var kostnaður við bygginguna 3000 kr.

Árið 1904 var nýtt skólahús tekið í notkun eftir að við gamla var löngu orðið hrörlegt og rúmleysi mikið. Kostnaður við byggingu þess var 10.000 kr. Á neðri hæð hússins var kennslustofa og þingsalur og á efri hæðinni voru tvær kennslustofur og bókasafnsstofa. Húsið stóð við Heimagötu 3 og hét Borg. Kennarinn sem kenndi í hinu nýja húsi fyrstu árin var Steinn Sigurðsson. Hann var dugmikill kennari og bar hag nemenda og foreldra fyrir brjósti sér. Hann lét ekki deigan síga í æskulýðsmálum og gerði mikið í íþróttamálum og félagsmálum auk þess að kenna aukalega námsfúsum nemendum ensku og dönsku. En þrátt fyrir alla velvild sína og fórnfýsi í garð hag nemenda var honum sagt upp störfum skyndilega og fluttist á brott. Engar ástæður eru fyrir uppsögn hans og var þetta leiðinlegt fyrir hann og nemendur. Ætla má að skólanefnd hafi af einhverri ástæðu viljað losna við hann og tók því í ríkið í taumana eftir þessa atburði og sá um uppsagnarmál framvegis.

Þegar Steinn Sigurðsson hætti sem skólastjóri voru 109 nemendur í skólanum. Það þýðir að hið tiltölulega nýja skólahús var orðið alltof lítið fyrir starfsemina. Bæjarstjórnin vildi því byggja framtíðarhúsnæði sem myndi þjóna skólanum um langa framtíð. Árið 1915 var byrjað að byggja skólahús við Skólaveg og er það enn notað. Þessi bygging er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni húsameistara ríkisins. Í þessu skólahúsi voru 6 kennslustofur. Skólastofurnar voru hafðar langar og mjóar en það þótti betra upp á birtuna eins og segir í umsögn um teikninguna, en á þessum tíma var lýsing lítil og léleg. Þessi bygging þótti all vegleg og átti að rúma 180 börn þ.e. 30 börn í hverri stofu. Ekki var björninn unninn þegar skólastarf hófst í nýju byggingunni. Sökum heimsstyrjaldar sem geisaði var kolaskortur og því var skammtað kolum. Hagstæðara þótti að hita upp helming stofanna og hafa þær tvísettar. Ekkert vatn var fyrstu árin og kom rennandi vatn ekki fyrr en 10-12 árum eftir byggingu hússins eða um 1930.

Frá fortíð til nútíðar

Sá skólastjóri sem var við völd þegar fyrsti hluti núverandi húsnæðis skólans var byggt hét Björn H. Jónsson. Eftir óeigingjarnt starf fór fyrir honum eins og fyrirrennara sínum; Birni var sagt upp störfum fyrirvaralaust og hrakinn frá bænum. Bæjarbúar horfðu á eftir honum og fjölskyldu með eftirsjá vegna frábærs starfs sem þau unnu hér í bæ.

Skólastjórar

Framan af voru það sóknarprestar sem voru titlaðir skólastjórar en höfðu ekkert með stjórnun skólans. Því voru það kennarar sem að stjórnuðu skólanum fram á 20. öldina.


Kennarar

Einnig er vert að minnast á nokkra kennara sem að lögðu sitt af mörkum:

Skólinn í dag

Barnaskóli Vestmannaeyja er heildstæður grunnskóli með u.þ.b. 450 nemendur á aldrinum 6-16 ára í 22 bekkjardeildum. Íþróttakennsla fer fram í Íþróttamiðstöðinni við Brimhólabraut. Í skólanum er sérdeild fyrir fatlaða nemendur, ennfremur hefur undanfarin ár verið starfrækt nýbúadeild í skólanum til stuðnings fyrir nemendur sem hafa flutt til Eyja erlendis frá. Barnaskólinn leggur áherslu á að nemendur kynnist sérstöðu heimabyggðar sinnar eins og jarðfræði, dýralífi og sögu. Skólinn er virkur þátttakandi í erlendum samskiptum með nýjustu tækni má þar nefna Jasonverkefnið, þátttaka í Comeniusarverkefni, GLOBE- umhverfisverkefnið sem nú stendur yfir og fleira. Þá vill skólinn efla samkennd, vináttu og sjálfsöryggi nemenda og er unnið að því m.a. með: samveru á sal, vinahópum, íþróttadegi, upplestrarkeppni, útivistardögum, árshátíð, tilbreytingadögum og ýmsu öðru.

Tæknilegar upplýsingar

  • Heimilisfang:
Skólavegi
900 Vestmannaeyjar
  • Sími:
4811944
  • Fax:
4811948
  • Veffang:
http://vestmannaeyjar.ismennt.is/
http://www.skolatorg.is/kerfi/barnask_i_vestmannaeyjum/skoli/
  • Netfang:
barney@ismennt.is
  • Skólastjóri:
Hjálmfríður Sveinsdóttir hjalmfr@ismennt.is
  • Aðstoðarskólastjóri:
Björn Elíasson bjorne@ismennt.is
  • Opnunartímar:
Mán - Fös 8.00 - 15.00


Tenglar

Heimildir

  • Þorsteinn Þ. Víglundsson (1962). Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum. Blik, 23. árg., 77-117.