„Blik 1969/Fjallamenn í verzlunarferð til Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 8: | Lína 8: | ||
Daginn áður, 30. júní, var boð látið ganga um byggð Út- og Austurfjalla og Vestmannaeyjaferðin tilkynnt, því að afráðið hafði verið samskipsflot bænda úr báðum byggðum eða hreppum að þessu sinni. | Daginn áður, 30. júní, var boð látið ganga um byggð Út- og Austurfjalla og Vestmannaeyjaferðin tilkynnt, því að afráðið hafði verið samskipsflot bænda úr báðum byggðum eða hreppum að þessu sinni. | ||
Hér dömluðu undir seglum í austanblænum þekktir bændur og kunnir búaliðar a. m. k. í allri Vestur-Skaftafellssýslu. Sumum þarna innan borðs hafði einnig verið falið að reka erindi búandmanna austur í Mýrdal, er til Eyja kæmi, svo sem unglingnum frá Steinum, Guðmundi Þórarinssyni. | |||
Ekki er úr vegi að nafngreina nokkra þeirra, sem þarna sigldu til Eyja til þess að reka þar vöruskiptaverzlun eins og svo mörg umliðin ár. Einnig kýs ég að geta um nokkra afkomendur þessara Fjallabænda eða þessa Fjallafólks, - þeirra, er með aldri og þroska settust að í Vestmannaeyjum, verstöðinni og verzlunarstaðnum, og urðu síðan gildir þættir í hinum traustu ættarböndum og vinskapartengslum, sem jafnan hafa haldizt milli Eyjafólks og Fjallafólks um langan aldur, líklega frá upphafi fastrar búsetu í Eyjum. | |||
1. Þar skal fyrstan á Fjallaskipinu nefna Kjartan Guðmundsson, sjálfseignarbónda í Drangshlíð. (Síðar löngu kallaði hann bæ sinn Dranghlíðardal). Kjartan bóndi var afi [[Marinó Guðmundsson|Marinós heitins Guðmundssonar]] kaupmanns að [[Brimhólabraut]] 1 hér í bæ; [[Kjartan Jónsson|Kjartan smiðs Jónssonar]] að Faxastíg 8 og frú [[Sigríður Jónsdóttir|Sigríðar Jónsdóttur]] að Vesturvegi 17B. | |||
2. Símon Símonarson, þá sagður vinnumaður í Hlíð undir Eyjafjöllum, síðar kunnur bóndi að Steinum um árabil. Símon bóndi var faðir [[Ólafur Símonarson|Ólafs heitins Símonarsonar]], sem hér lifði og starfaði á sínum tíma, verkamaður til heimilis að Strandvegi 37. Sonur hans er samborgari okkar [[Guðni Ólafsson]], póstmaður að Faxastíg 31 hér í bæ. | |||
3. Jón Einarsson, þá talinn bóndi á Yzta-Skála, en var í rauninni ráðsmaður föður síns, Einars bónda og Dannebrogsmanns Sighvatssonar, er enn bjó ekkjumaður, enda þótt hann væri hálf áttræður, þegar hér er komið tíð og tíma. „Fyrir framan“ hjá hinum aldraða bónda var Arnlaug dóttir hans. Hún var þá ekkja 29 ára og átti tvö börn. Hún hafði verið gift Jóni Arnbjörnssyni bónda á Núpi, er lézt 1861, aðeins 34 ára gamall. Hinn merki bóndi að Yzta-Skála, Einar Sighvatsson, lézt 1878, þá 86 ára að aldri. | |||
4. Ólafur bóndi Guðmundsson í Hrútafellskoti, afi Eymundar Guðmundssonar að Hásteinsvegi 35 hér í bæ og frú Ólafar húsfreyju að Sléttabóli í Landeyjum og þannig langafi frú Valgerðar konu [[Guðni B. Guðnason|Guðna B. Guðnasonar]], kaupfélagsstjóra hér. | |||
5. Halldór Jón Stefánsson, bóndi á Rauðafelli, síðar bóndi í Steinum, faðir [[Lárus Halldórsson|Lárusar heitins Halldórssonar]] (skírður var hann Larits), sem kenndur var við [[Völlur|Völl]] hér í bæ, - hús, sem stóð á lóð þeirri, er Útvegsbankinn byggði á stórhýsi sitt, á horni Vestmannabrautar og Kirkjuvegar. Síðustu æviár sín hér átti Lárus Halldórsson heima í húsinu [[Gunnarshólmi|Gunnarshólma]] við Vestmannabraut, þar sem [[Sigmundur Andrésson]], bakarameistari, hefur nú byggt brauðgerðar- og íbúðarhús sitt. <br> Börn Lárusar Halldórssonar voru búsett hér um eitt skeið. Halldór Jón Stefánsson, bóndi, var afi [[Halldór Jón Einarsson|Halldórs Jóns Einarssonar]], sem um árabil bjó að Skólavegi 23 hér og var kvæntur frú [[Elín Sigurðardóttir|Elínu Sigurðardóttur]]. | |||
6. Sveinn bóndi Einarsson í Nýjabæ, afi [[Sighvatur Bjarnason (Ási)|Sighvats]] útgerðarmanns og forstjóra að [[Ás]]i hér Bjarnasonar, með því að frú Arnlaug Sveinsdóttir, móðir forstjórans, var dóttir [[Sveinn Einarsson|Sveins Einarssonar]] bónda í Nýjabæ. | |||
7. Sveinn Sigurðsson bóndi í Skarðshlíð. Sonur hans var Einar Sveinsson, bóndi í Þorlaugargerði hér í byggð og umsjónarmaður barnaskólans, er við hjónin fluttum hingað fyrir 42 árum. Sonur hans er hinn góðkunni Eyjabúi [[Hjörtur Einarsson]] á [[Geitháls]]i. <br> | |||
Sveinn bóndi í Skarðshlíð var afi Elínar heitinnar Sigurðardóttur, konu Halldórs Jóns Einarssonar, fyrrv. útgerðarmanns og svo verkstjóra hér í Eyjum. Heimili þeirra hjóna var að Skólavegi 23.<br> | |||
Elín sál. var systir [[Björn Sigurðsson|Björns verkamanns Sigurðssonar]] að Brekastíg 16 og [[Árni Sigurðsson|Árna verkamanns Sigurðssonar]] að Vesturvegi 17 B. Mörg voru þessi systkin og fleiri búsett hér í Eyjum, t d. Líney heitin móðir [[Trausti Eyjólfsson|Trausta Eyjólfssonar]], fyrr bónda að Volaseli í Lóni, nú hótelstjóra hér í kaupstaðnum.<br> | |||
Mig langar til að fara hér nokkrum orðum um [[Einar Sveinsson]] bónda í [[Þórlaugargerði]]. Hann er mér sérstaklega minnísstæður. Þessi orð mín verða eilítið innskot hér í frásögn mína. Gætu þau eins staðið neðanmáls.<br> | |||
Fyrstu árin mín hér í Eyjum starfrækti ég Unglingaskóla Vestmannaeyja, sem breytt var í, gagnfræðaskóla með sérstökum lögum 1930, í barnaskólahúsinu. Þá reyndi töluvert á samvinnu okkar Einars Sveinssonar, umsjónarmanns skólans og kyndara. Ég veitti því ekki athygli þá strax eins og síðar, að aldrei kom til sundurlyndis milli hans og fyrirferðamikilla stráka í skólanum, sem þó létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna og skeyttu lítið um það, þó að þeir brytu lög og reglur, gerðu af sér óknytti o. s. frv.<br> | |||
Hvernig gat á því staðið, að þeir virtust aldrei gera þessum bónda manni hið minnsta til miska, og var hann þó ekki mikill fyrir sér eða mikill fyrir manni að sjá. Ég komst að dálítilli sérkennilegri niðurstöðu.<br> | |||
Góðmennskan og hógværðin skein svo af þessum aldraða bónda, að það var sem enginn vildi eða treysti sér til að ganga í berhögg við hann eða gera honum til miska í einu eða neinu. Jafnvel hinir ófyrirleitnustu strákar sátu þá á strák sínum. <br> | |||
Svo kom þar maður í manns stað. Þá breyttist allt í þessum efnum. Hvern dag næstum að segja stóð ég í stríði vegna hrekkja og stríðni ófyrirleitnustu strákanna við hinn nýja umsjónarmann. Þetta reyndi mest á mig, því að ég hafði oft einn míns liðs kennslustörf í skólahúsinu síðari hluta dagsins og að kvöldinu, þegar barnaskólinn var hættur hinum daglegu störfum. Fyrr komumst við ekki til starfa þar. <br> | |||
Sonur Sveins bónda Sigurðssonar í Skarðshííð var m. a. Valtýr, faðir [[Jón Valtýsson|Jóns heitins Valtýssonar]] á Kirkjubæ og frú Auðbjargar heitinnar á Garðstöðum í Eyjum. | |||
8. Sigurður Björnsson, vinnumaður séra Kjartans Jónssonar að Ytri-Skógum. Vinnumaðurinn annaðist vöruskiptaverzlunina þennan dag fyrir húsbónda sinn, hinn kunna sóknarprest Austur-Eyjafjallamanna. | |||
9. Sveinn Pálmason, bóndi í Björnskoti, afi [[Árni Jónsson|Árna heitins Jónssonar]] að [[Vestmannabraut 63a]], fyrrum starfsmanns Tangaverzlunar hér í bæ um tugi ára.<br> | |||
Sveinn bóndi í Björnskoti var einnig afi frú [[Gunnhildur Guðmundsdóttir|Gunnhildar Guðmundsdóttur]], konu [[Björgvin Pálsson|Björgvins Pálssonar]] verkstjóra að [[Hvoll (við Heimagötu)|Hvoli]] við Heimagötu (nr. 12) hér í bæ. Frú Gunnhildur er dótturdóttir Sveins bónda Pálmasonar.<br> | |||
Fleiri voru Fjallabændur á skipinu, sem sigldi vestur til Vestmannaeyja milli óttu og dagmála 1. júlí 1867, svo sem Sigurður bóndi Eyjólfsson á Núpi, Sveinn Arnoddsson bóndi á Hrútafelli, Sigurður bóndi Runólfsson í Yztabæliskoti o. fl. Vanþekking mín veldur því, að ekki er grein gerð fyrir afkomendum þeirra að einhverju leyti. Vel má vera, að einhverjir afkomendur þeirra séu eða hafi verið búsettir í Eyjum, þótt mér sé ekki um það kunnugt. | |||
10. Sízt vil ég láta undir höfuð leggjast að geta nokkurs einu konunnar, sem sigldi á Fjallaskipinu til Vestmannaeyja að þessu sinni. Það var ekkjan Margrét Jónsdóttir í Steinum, fyrrverandi ljósmóðir þar. Hún var langamma [[Ársæll Sveinsson|Ársæls Sveinssonar]] útgerðarmanns á [[Fagrabrekka|Fögrubrekku]]. Það mun verða þannig rakið: Jón bóndi á Leirum var sonur Margrétar ljósmóður. Sonur hans var „Sveinn í Völundi“, er áður bjó að [[Sveinsstaðir|Sveinsstöðum]] í Eyjum, þá kvæntur [[Guðrún Runólfsdóttir|Guðrúnu Runólfsdóttur]]. Ársæll Sveinsson er sonur þeirra hjóna. [[Ísleifur Jónsson]] í [[Nýjahús]]i hér var annar sonur Jóns bónda á Leirum. Afkomendur hans eru líka búsettir í Eyjum, svo sem frú Rósa, kona [[Einar Illugason|Einars Illugasonar]] smiðs. <br> | |||
Margrét ljósmóðir Jónsdóttir var 69 ára, er hún fór þessa verzlunarferð til Eyja. Hún var ekkja Helga bónda Guðmundssonar að Steinum undir Eyjafjöllum. Þau hófu búskap á einni Steinajörðinni um 1830 og þóttu ávallt merk bóndahjón og mikilhæf á þess tíma mælikvarða. Eftir að Margrét ljósmóðir missti mann sinn (líklega 1862) bjó hún áfram að Steinum og þá með syni sínum Guðmundi, sem kvæntist Margréti Eiríksdóttur. Þau bjuggu í búi Margrétar ljósmóður meðan Guðmundi Helgasyni entist aldur. Eftir það dvaldist Margrét ljósmóðir hjá tengdadóttur sinni til ársins 1888, er hún fluttist að Leirum til Jóns Helgasonar, sonar síns. Þar lézt hún 29. des. 1890, 92 ára gömul. | |||
{{Blik}} |
Útgáfa síðunnar 8. ágúst 2007 kl. 13:44
Þegar leið fram á vorið 1867, hugðu bændur undir Eyjafjöllum til verzlunarferðar til Vestmannaeyja. Tíð var óþurrkasöm; það seinkaði því, að ullin næði að þorna og verða gild verzlunarvara.
Þegar langt var liðið fram í júnímánuð og sumir bændur höfðu loks lokið við að þurrka meginið af ullinni, ókyrrði sjó og tók af leiði, svo að dögum skipti.
Loks með óttugeislum miðsumarsólarinnar aðfaranótt 1. júlí ýttu Fjallamenn úr vör og héldu vestur með ströndinni í átt til Eyja.
Verzlunarferð þessi hafði verið undirbúin vel og lengi. Bændur höfðu flutt afurðir sínar að skipi, svo að þær væru tiltækar til útskipunar, þegar gæfi, nema þá þeir, sem ekki höfðu meira að selja eða verzla fyrir í Eyjum en sem svaraði klyfjum á einn eða tvo hesta.
Daginn áður, 30. júní, var boð látið ganga um byggð Út- og Austurfjalla og Vestmannaeyjaferðin tilkynnt, því að afráðið hafði verið samskipsflot bænda úr báðum byggðum eða hreppum að þessu sinni.
Hér dömluðu undir seglum í austanblænum þekktir bændur og kunnir búaliðar a. m. k. í allri Vestur-Skaftafellssýslu. Sumum þarna innan borðs hafði einnig verið falið að reka erindi búandmanna austur í Mýrdal, er til Eyja kæmi, svo sem unglingnum frá Steinum, Guðmundi Þórarinssyni.
Ekki er úr vegi að nafngreina nokkra þeirra, sem þarna sigldu til Eyja til þess að reka þar vöruskiptaverzlun eins og svo mörg umliðin ár. Einnig kýs ég að geta um nokkra afkomendur þessara Fjallabænda eða þessa Fjallafólks, - þeirra, er með aldri og þroska settust að í Vestmannaeyjum, verstöðinni og verzlunarstaðnum, og urðu síðan gildir þættir í hinum traustu ættarböndum og vinskapartengslum, sem jafnan hafa haldizt milli Eyjafólks og Fjallafólks um langan aldur, líklega frá upphafi fastrar búsetu í Eyjum.
1. Þar skal fyrstan á Fjallaskipinu nefna Kjartan Guðmundsson, sjálfseignarbónda í Drangshlíð. (Síðar löngu kallaði hann bæ sinn Dranghlíðardal). Kjartan bóndi var afi Marinós heitins Guðmundssonar kaupmanns að Brimhólabraut 1 hér í bæ; Kjartan smiðs Jónssonar að Faxastíg 8 og frú Sigríðar Jónsdóttur að Vesturvegi 17B.
2. Símon Símonarson, þá sagður vinnumaður í Hlíð undir Eyjafjöllum, síðar kunnur bóndi að Steinum um árabil. Símon bóndi var faðir Ólafs heitins Símonarsonar, sem hér lifði og starfaði á sínum tíma, verkamaður til heimilis að Strandvegi 37. Sonur hans er samborgari okkar Guðni Ólafsson, póstmaður að Faxastíg 31 hér í bæ.
3. Jón Einarsson, þá talinn bóndi á Yzta-Skála, en var í rauninni ráðsmaður föður síns, Einars bónda og Dannebrogsmanns Sighvatssonar, er enn bjó ekkjumaður, enda þótt hann væri hálf áttræður, þegar hér er komið tíð og tíma. „Fyrir framan“ hjá hinum aldraða bónda var Arnlaug dóttir hans. Hún var þá ekkja 29 ára og átti tvö börn. Hún hafði verið gift Jóni Arnbjörnssyni bónda á Núpi, er lézt 1861, aðeins 34 ára gamall. Hinn merki bóndi að Yzta-Skála, Einar Sighvatsson, lézt 1878, þá 86 ára að aldri.
4. Ólafur bóndi Guðmundsson í Hrútafellskoti, afi Eymundar Guðmundssonar að Hásteinsvegi 35 hér í bæ og frú Ólafar húsfreyju að Sléttabóli í Landeyjum og þannig langafi frú Valgerðar konu Guðna B. Guðnasonar, kaupfélagsstjóra hér.
5. Halldór Jón Stefánsson, bóndi á Rauðafelli, síðar bóndi í Steinum, faðir Lárusar heitins Halldórssonar (skírður var hann Larits), sem kenndur var við Völl hér í bæ, - hús, sem stóð á lóð þeirri, er Útvegsbankinn byggði á stórhýsi sitt, á horni Vestmannabrautar og Kirkjuvegar. Síðustu æviár sín hér átti Lárus Halldórsson heima í húsinu Gunnarshólma við Vestmannabraut, þar sem Sigmundur Andrésson, bakarameistari, hefur nú byggt brauðgerðar- og íbúðarhús sitt.
Börn Lárusar Halldórssonar voru búsett hér um eitt skeið. Halldór Jón Stefánsson, bóndi, var afi Halldórs Jóns Einarssonar, sem um árabil bjó að Skólavegi 23 hér og var kvæntur frú Elínu Sigurðardóttur.
6. Sveinn bóndi Einarsson í Nýjabæ, afi Sighvats útgerðarmanns og forstjóra að Ási hér Bjarnasonar, með því að frú Arnlaug Sveinsdóttir, móðir forstjórans, var dóttir Sveins Einarssonar bónda í Nýjabæ.
7. Sveinn Sigurðsson bóndi í Skarðshlíð. Sonur hans var Einar Sveinsson, bóndi í Þorlaugargerði hér í byggð og umsjónarmaður barnaskólans, er við hjónin fluttum hingað fyrir 42 árum. Sonur hans er hinn góðkunni Eyjabúi Hjörtur Einarsson á Geithálsi.
Sveinn bóndi í Skarðshlíð var afi Elínar heitinnar Sigurðardóttur, konu Halldórs Jóns Einarssonar, fyrrv. útgerðarmanns og svo verkstjóra hér í Eyjum. Heimili þeirra hjóna var að Skólavegi 23.
Elín sál. var systir Björns verkamanns Sigurðssonar að Brekastíg 16 og Árna verkamanns Sigurðssonar að Vesturvegi 17 B. Mörg voru þessi systkin og fleiri búsett hér í Eyjum, t d. Líney heitin móðir Trausta Eyjólfssonar, fyrr bónda að Volaseli í Lóni, nú hótelstjóra hér í kaupstaðnum.
Mig langar til að fara hér nokkrum orðum um Einar Sveinsson bónda í Þórlaugargerði. Hann er mér sérstaklega minnísstæður. Þessi orð mín verða eilítið innskot hér í frásögn mína. Gætu þau eins staðið neðanmáls.
Fyrstu árin mín hér í Eyjum starfrækti ég Unglingaskóla Vestmannaeyja, sem breytt var í, gagnfræðaskóla með sérstökum lögum 1930, í barnaskólahúsinu. Þá reyndi töluvert á samvinnu okkar Einars Sveinssonar, umsjónarmanns skólans og kyndara. Ég veitti því ekki athygli þá strax eins og síðar, að aldrei kom til sundurlyndis milli hans og fyrirferðamikilla stráka í skólanum, sem þó létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna og skeyttu lítið um það, þó að þeir brytu lög og reglur, gerðu af sér óknytti o. s. frv.
Hvernig gat á því staðið, að þeir virtust aldrei gera þessum bónda manni hið minnsta til miska, og var hann þó ekki mikill fyrir sér eða mikill fyrir manni að sjá. Ég komst að dálítilli sérkennilegri niðurstöðu.
Góðmennskan og hógværðin skein svo af þessum aldraða bónda, að það var sem enginn vildi eða treysti sér til að ganga í berhögg við hann eða gera honum til miska í einu eða neinu. Jafnvel hinir ófyrirleitnustu strákar sátu þá á strák sínum.
Svo kom þar maður í manns stað. Þá breyttist allt í þessum efnum. Hvern dag næstum að segja stóð ég í stríði vegna hrekkja og stríðni ófyrirleitnustu strákanna við hinn nýja umsjónarmann. Þetta reyndi mest á mig, því að ég hafði oft einn míns liðs kennslustörf í skólahúsinu síðari hluta dagsins og að kvöldinu, þegar barnaskólinn var hættur hinum daglegu störfum. Fyrr komumst við ekki til starfa þar.
Sonur Sveins bónda Sigurðssonar í Skarðshííð var m. a. Valtýr, faðir Jóns heitins Valtýssonar á Kirkjubæ og frú Auðbjargar heitinnar á Garðstöðum í Eyjum.
8. Sigurður Björnsson, vinnumaður séra Kjartans Jónssonar að Ytri-Skógum. Vinnumaðurinn annaðist vöruskiptaverzlunina þennan dag fyrir húsbónda sinn, hinn kunna sóknarprest Austur-Eyjafjallamanna.
9. Sveinn Pálmason, bóndi í Björnskoti, afi Árna heitins Jónssonar að Vestmannabraut 63a, fyrrum starfsmanns Tangaverzlunar hér í bæ um tugi ára.
Sveinn bóndi í Björnskoti var einnig afi frú Gunnhildar Guðmundsdóttur, konu Björgvins Pálssonar verkstjóra að Hvoli við Heimagötu (nr. 12) hér í bæ. Frú Gunnhildur er dótturdóttir Sveins bónda Pálmasonar.
Fleiri voru Fjallabændur á skipinu, sem sigldi vestur til Vestmannaeyja milli óttu og dagmála 1. júlí 1867, svo sem Sigurður bóndi Eyjólfsson á Núpi, Sveinn Arnoddsson bóndi á Hrútafelli, Sigurður bóndi Runólfsson í Yztabæliskoti o. fl. Vanþekking mín veldur því, að ekki er grein gerð fyrir afkomendum þeirra að einhverju leyti. Vel má vera, að einhverjir afkomendur þeirra séu eða hafi verið búsettir í Eyjum, þótt mér sé ekki um það kunnugt.
10. Sízt vil ég láta undir höfuð leggjast að geta nokkurs einu konunnar, sem sigldi á Fjallaskipinu til Vestmannaeyja að þessu sinni. Það var ekkjan Margrét Jónsdóttir í Steinum, fyrrverandi ljósmóðir þar. Hún var langamma Ársæls Sveinssonar útgerðarmanns á Fögrubrekku. Það mun verða þannig rakið: Jón bóndi á Leirum var sonur Margrétar ljósmóður. Sonur hans var „Sveinn í Völundi“, er áður bjó að Sveinsstöðum í Eyjum, þá kvæntur Guðrúnu Runólfsdóttur. Ársæll Sveinsson er sonur þeirra hjóna. Ísleifur Jónsson í Nýjahúsi hér var annar sonur Jóns bónda á Leirum. Afkomendur hans eru líka búsettir í Eyjum, svo sem frú Rósa, kona Einars Illugasonar smiðs.
Margrét ljósmóðir Jónsdóttir var 69 ára, er hún fór þessa verzlunarferð til Eyja. Hún var ekkja Helga bónda Guðmundssonar að Steinum undir Eyjafjöllum. Þau hófu búskap á einni Steinajörðinni um 1830 og þóttu ávallt merk bóndahjón og mikilhæf á þess tíma mælikvarða. Eftir að Margrét ljósmóðir missti mann sinn (líklega 1862) bjó hún áfram að Steinum og þá með syni sínum Guðmundi, sem kvæntist Margréti Eiríksdóttur. Þau bjuggu í búi Margrétar ljósmóður meðan Guðmundi Helgasyni entist aldur. Eftir það dvaldist Margrét ljósmóðir hjá tengdadóttur sinni til ársins 1888, er hún fluttist að Leirum til Jóns Helgasonar, sonar síns. Þar lézt hún 29. des. 1890, 92 ára gömul.