Halldór Jón Einarsson
Halldór Jón Einarsson útgerðarmaður, verkstjóri fæddist 27. febrúar 1894 í Garðakoti u. Eyjafjöllum og lést 11. október 1972.
Foreldrar hans voru Einar Halldórsson, þá vinnumaður, síðar útgerðarmaður í Sandprýði, f. 25. október 1866, drukknaði 10. janúar 1912, og Guðrún Árnadóttir, þá vinnukona, f. 1868, d. 24. mars 1894.
Hálfsystkini Halldórs Jóns, af sama föður voru:
1. Gunnar Ármann Einarsson vélstjóri, f. 31. júlí 1902 í Hvammi, fórst með Minervu VE-241 24. janúar 1927.
2. Geir Einarsson, f. 9. febrúar 1905, d. 7. apríl 1906.
3. Vilmunda Einarsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1908, d. 23. júní 1988.
4. Ólafur Einarsson bátsformaður á Búðarfelli, f. 10. janúar 1897, d. 27. janúar 1928.
Móðir Halldórs lést tæpum mánuði eftir fæðingu hans.
Hann var tökubarn á Rauðafelli 1901, vinnumaður þar 1910 og 1920.
Halldór Jón flutti til Eyja með Elínu 1921.
Hann varð útgerðarmaður og verkstjóri.
Þau Elín giftu sig 1921. Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu á Höfðabrekku, á Skólavegi 25 frá 1927, en síðar í Stigahlíð 14 í Reykjavík.
Elín lést 1966. Halldór Jón bjó síðast hjá Sigríði dóttur sinni í Hrauntungu 27 í Kópavogi.
Hann lést 1972.
I.. Kona Halldórs Jóns, (24. júlí 1921), var Elín Sigurðardóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, f. 11. maí 1899, d. 7. maí 1966.
Börn þeirra:
1. Sigríður Jakobína Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. október 1921 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 30. október 1977. Maður hennar Ingibergur Sæmundsson.
2. Einar Halldórsson skrifstofustjóri, trillukarl, landsliðsmaður í knattspyrnu, f. 2. júní 1923, d. 7. júní 2007. Kona hans Sigrún Þuríður Bjarnadóttir
3. Guðrún Súsanna Halldórsdóttir (Sunna) húsfreyja, sölustjóri, skrifstofumaður, f. 19. maí 1929, d. 6. júlí 2009. Fyrri maður hennar Jón Atli Jónsson. Síðari maður hennar Haukur Benediktsson Gröndal.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Garður.is.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.