„Ragnar Jónsson (læknir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ragnar Jónsson. '''Ragnar Jónsson''' frá Látrum, læknir, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, lögfræðingur fæddist þar 14. október 1952.<br> Foreldrar hans voru Jón Ísak Sigurðsson hafnsögumaður, bæjarfulltrúi, heiðursborgari, f. 7. nóvember 1911 í Merkisteini við Heimagötu 9, d. 28. júní 2000, og kona hans Klara Friðriksdóttir...)
 
m (Verndaði „Ragnar Jónsson (læknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 14. febrúar 2024 kl. 17:46

Ragnar Jónsson.

Ragnar Jónsson frá Látrum, læknir, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, lögfræðingur fæddist þar 14. október 1952.
Foreldrar hans voru Jón Ísak Sigurðsson hafnsögumaður, bæjarfulltrúi, heiðursborgari, f. 7. nóvember 1911 í Merkisteini við Heimagötu 9, d. 28. júní 2000, og kona hans Klara Friðriksdóttir frá Látrum, húsfreyja, f. 26. september 1916, d. 30. desember 2008.

Börn Klöru og Jóns Ísaks:
1. Friðrik Jónsson sjómaður, starfsmaður í Álverinu í Straumsvík, f. 18. september 1939.
2. Svava Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, bókhaldari, endurskoðandi, f. 30. september 1942.
3. Guðjón Þórarinn Jónsson rafvirki, f. 29. júní 1949.
4. Ragnar Jónsson læknir, f. 14. október 1952.

Ragnar var með foreldrum sínum.
Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1973, lauk prófi (varð cand. med.) í læknadeild Háskóla Íslands 30. júní 1979, lauk sérfræðiprófi í bæklunarskurðlækningum í Svíþjóð 1990.
Ragnar fékk almennt llækningaleyfi á Íslandi 1981 og í Svíþjóð 1985, fékk sérfræðingsleyfi í bæklunarskurðlækningum í Svíþjóð 1987 og á Íslandi 1989.
Ragnar lærði lögfræði, lauk M.L.- prófi (magister legis) 2008.
Ragnar vann á kandídatsárinu á Landakotsspítala, Borgarspítala og við heilsugæslu og sjúkrahússvinnu á Húsavík.
Hann starfaði í sérnámi sínu í bæklunarskurðlækningum á Borgarspítalanum, slysa- og bæklunarlækningadeild 1981-1982, á heila- og taugaskurðlækningadeild 1983-1984, á Regionsjukhuset í Örebro í Svíþjóð febrúar-desember 1984 og febrúar 1986-júlí 1987.
Ragnar var sérfræðingur á Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg frá ágúst 1987-september 1991, og á Borgarspítalanum frá september 1991.
Ragnar sat í kennslumálanefnd Félags læknanema 1976-1977, var gjaldkeri Félags ungra lækna 1979-1980., í samninganefnd Læknafélags Reykjavíkur um sérfræðilæknishjálp 1993-1994, gjaldkeri Skurðlæknafélags Íslands 1993-1995.
Þau Ósk voru í sambúð frá 1975, eignuðust þrjú börn, skildu 1994.
Þau Þórgunnur giftu sig 1995, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Sigrún eru í sambúð.

I. Sambúðarkona Ragnars, (1975, skildu 1994) er Ósk Ingvarsdóttir læknir, f. 27. júlí 1953. Foreldrar hennar Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur, f. 23. janúar 1923 á Kirkjuhól í Eyjum, d. 19. september 2017, og kona hans Jóhanna Katrín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1923, d. 4. október 1985.
Börn þeirra:
1. Ingvar Högni Ragnarsson, f. 28. ágúst 1981.
2. Jóhann Ragnarsson, f. 21. maí 1986.
3. Sólveig Klara Ragnarsdóttir, f. 7. janúar 1991.

II. Kona Ragnars, (16. september 1995, skildu), er Þórgunnur Ársælsdóttir læknir, f. 16. júlí 1967. Foreldrar hennar Ársæll Jónsson læknir, f. 14. nóvember 1939, og kona hans Gyða Margrét Magnúsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur, f. 5. nóvember 1942.
Börn þeirra:
4. Magnús Jóhann Ragnarsson, f. 17. september 1996.
5. Jón Ísak Ragnarsson, f. 21. maí 2000.

III. Sambúðarkona Ragnars er Sigrún Ingileif Hjaltalín húsfreyja, f. 31. maí 1957. Foreldrar hennar Sigurður Stefán Jakobsson Hjaltalín, f. 29. desember 1933, d. 4. júní 2019, og Guðrún María Óskarsdóttir, f. 6. október 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.