Ingvar Hallgrímsson (fiskifræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingvar Hallgrímsson.

Invar Hallgrímsson fiskifræðingur fæddist 23. janúar 1923 á Kirkjuhól við Bessastíg 4 og lést 19. september 2017.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Jónasson frá Fremrikotum í Skagafirði, kennari, rithöfundur, fararstjóri, f. 30. október 1894, d. 24. október 1991, og kona hans Elísabet Valgerður Ingvarsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 8. apríl 1898 í Bárðarkoti í Grenivíkursókn í S.-Þing., d. 22. mars 1976.

Börn Elísabetar og Hallgríms:
1. Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur, f. 23. janúar 1923, d. 19. september 2017.
2. Jónas Hallgrímsson bifreiðastjóri í Reykjavík, starfsmaður Olíufélagsins Esso, húsvörður, f. 28. júní 1928, d. 25. júní 2017.
3. Þórir Hallgrímsson skólastjóri, f. 7. ágúst 1936.

Ingvar var með foreldrum sínum í æsku, á Kirkjuhól og Kirkjuvegi 86, flutti með þeim til Reykjavíkur 1931, bjó með þeim á Hörpugötu 36 í Skerjafirði.
Hann varð gagnfræðingur í Reykjavík 1940, lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og cand. phil.-prófi í Háskóla Íslands 1946, lauk meistaraprófi (mag. scient.) í Háskólanum í Osló 1954 (aðalgrein fiskifræði, aukagrein dýrafræði og haffræði).
Ingvar var kennari í Verslunarskóla Íslands 1957-1973. Hann var fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun frá 1955, deildarstjóri svif- og botndýradeildar frá 1967, forstjóri 1971-1972.
Ingvar var ritari bygginganefndar hafrannsóknaskips, er sá um smíði rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar 1966-1970 og umsjónarmaður með smíði skipsins í Þýskalandi 1970.
Hann var í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags 1962-1963, Félags íslenskra náttúrufræðinga 1977-1978, formaður þess 1978-1980 og heiðursfélagi. Hann sat í stjórn BHM.
Rit:
Greinar um fiskifræðileg efni í blöðum og tímaritum og ritum Hafrannsóknastofnunar, einnig í erlendum ritum um fiskifræði.
Þau Jóhanna Katrín giftu sig 1948, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast í Einarsnesi 33 í Skerjafirði.
Jóhanna Katrín lést 1985.
Ingvar bjó síðast með Helgu Guðmundsdóttur.

I. Kona Ingvars, (21. ágúst 1948), var Jóhanna Katrín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1923, d. 4. október 1985. Foreldrar hennar voru Magnús Lárusson kennari, f. 12. október 1889, d. 8. mars 1937, og kona hans Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 29. júní 1891, d. 19. september 1983.
Börn þeirra:
1. Brynhildur Ingvarsdóttir augnlæknir, f. 27. júlí 1953. Maður hennar Magnús Ingimundarson kennari.
2. Ósk Ingvarsdóttir kvensjúkdómalæknir, f. 27. júlí 1953. Fyrrum sambúðarmaður hennar Ragnar Jónsson bæklunarlæknir.
3. Elísabet Valgerður Ingvarsdóttir hönnunarsagnfræðingur, framhaldsskólakennari, f. 23. október 1956. Maður hennar Ágúst Tómasson kennari.

II. Sambúðarkona Ingvars frá 1993 er Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1931. Hún á fimm börn frá fyrra hjónabandi. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ágúst Sigurðsson frá Litla-Nýjabæ í Krýsuvík, bóndi á Kluftum í Hrunamannahreppi, f. 9. ágúst 1904, d. 21. apríl 1942, og Sigríður Árnadóttir frá Berghyl í Hrunamannahreppi, húsfreyja á Kluftum, f. 4. júlí 1908, d. 21. nóvember 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 29. september 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.