„Þorvaldur Sæmundsson (kennari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Þorvaldur Sæmundsson. '''Þorvaldur Sæmundsson''' frá Baldurshaga á Stokkseyri, kennari, skólastjóri, bæjarfulltrúi, ljóðskáld fæddist þar 20. september 1918 og lést 12. júlí 2007.<br> Foreldrar hans voru Sæmundur Benediktsson sjómaður, verkamaður, f. 6. desember 1879 í Vestra-Íragerði í Stokkseyrarhreppi, d. 5. september 1955, og kona hans Ástríður Helgadótt...) |
m (Verndaði „Þorvaldur Sæmundsson (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 15. ágúst 2022 kl. 11:21
Þorvaldur Sæmundsson frá Baldurshaga á Stokkseyri, kennari, skólastjóri, bæjarfulltrúi, ljóðskáld fæddist þar 20. september 1918 og lést 12. júlí 2007.
Foreldrar hans voru Sæmundur Benediktsson sjómaður, verkamaður, f. 6. desember 1879 í Vestra-Íragerði í Stokkseyrarhreppi, d. 5. september 1955, og kona hans Ástríður Helgadóttir frá Helgastöðum á Stokkseyri, húsfreyja, f. 28. ágúst 1883, d. 30. nóvember 1970.
Börn Ástríðar og Sæmundar:
1. Benedikt Elías Sæmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 7. október 1907, d. 3. október 2005.
2. Guðrún Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1909, d. 24. apríl 1993.
3. Anna Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1909, d. 26. mars 1998.
4. Ástmundur Sæmundsson bóndi, f. 23. október 1910, d. 28. júlí 1985.
5. Ágúst Sæmundsson, f. 10. ágúst 1912, d. 12. nóvember 1912.
6. Þorgerður Sæmundsdóttir, f. 27. ágúst 1914, d. 18. nóvember 1914.
7. Þorvaldur Sæmundsson kennari, skólastjóri, bæjarfulltrúi, f. 20. september 1918, d. 12. júlí 2007.
8. Helgi Sæmundsson rithöfundur, blaðamaður, f. 17. júlí 1920, d. 18. febrúar 2004.
9. Ástbjartur Sæmundsson skrifstofumaður, framkvæmdastjóri, verslunarstjóri, aðalgjaldkeri, f. 7. febrúar 1926, d. 9. ágúst 2019.
Þorvaldur var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Stokkseyri til Eyja 1935.
Hann lauk kennaraprófi 1942.
Hann var kennari við Barnaskólann í Eyjum frá 1942-1965 (stundakennari 1942-1943), kenndi ekki 1953 vegna veikinda. Hann var stundakennari við Iðnskólann í Eyjum frá 1942-1959, skólastjóri frá 1959-1965.
Þorvaldur var kennari í Langholtsskóla í Reykjavík 1965-1987, var verkstjóri nokkur sumur í unglingavinnu Vinnuskóla Reykjavíkur.
Þorvaldur var bæjarfulltrúi í Eyjum 1946-1950, sat í skólanefnd Barna- og Gagnfræðaskólans og í byggingarnefnd Gagnfræðaskólans 1946-1950. Hann var fræðsluráðsmaður í Eyjum 1950-1954 og frá 1958-1965, sat í stjórn deildar Norrænu félaganna í Eyjum frá 1957-1965, flutti þá til Reykjavíkur.
Rit:
1. Hún amma mín það sagði mér (valdi og sá um útgáfuna), 1948.
2. Bernskunnar strönd, 1973.
3. Bjartir dagar, 1976.
4. Sandkorn við sæ, ljóð, 1988.
5. Þýdd unglingabók: Grænlandsför mín (David B. Putnam), 1945.
6. Greinar í blöðum og tímaritum, m.a. í Andvara og Heima er best.
Þau Jakobína giftu sig 1948, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 57.
Þorvaldur lést 2007 og Jakobína 2009.
I. Kona Þorvaldar, (6. nóvember 1948), var Jakobína Jónsdóttir frá Flatey á Breiðafirði, kennari, f. 4. nóvember 1919, d. 14. febrúar 2009.
Börn þeirra:
1. Jón Þorvaldsson tæknifræðingur hjá Reykjavíkurhöfn, f. 30. júlí 1949.
2. Baldur Þór Þorvaldsson verkfræðingur hjá Vegagerð Ríkisins, f. 4. júní 1951.
3. Katrín Þorvaldsdóttir kennari, f. 11. ágúst 1952.
4. Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir matvælafræðingur, f. 15. júlí 1963.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 23. júlí 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.