Jakobína Jónsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jakobína Jónsdóttir.

Jakobína Jónsdóttir frá Flatey á Breiðafirði, húsfreyja, kennari fæddist þar 4. nóvember 1919 og lést 14. febrúar 2009 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson trésmiður í Flatey, síðar í Eyjum, f. 9. október 1877 á Lundi í Þverárhlíð í Mýrasýslu, d. 20. desember 1959, og kona hans Rósa Oddsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1890 í Eskiholti í Borgarhreppi, Mýr., d. 15. apríl 1977.

Systir Jakobínu var
1. Áslaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. október 1926, d. 20. desember 2007.

Jakobína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk kennaraprófi í Kennaraskólanum 1940.
Jakobína kenndi í Barðastrandarskólahreppi 1940-1941, í Hvítársíðu, Mýr. 1941-1943, barnaskólanum á Bíldudal 1945-1946.
Hún kenndi í Barnaskólanum í Eyjum 1946-1949 og frá 1957-1965, kenndi í Langholtsskólanum í Reykjavík frá 1965 til starfsloka.
Þau Þorvaldur giftu sig 1948, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 57, fluttu til Reykjavíkur 1965.
Þorvaldur lést 2007 og Jakobína 2009.

I. Maður Jakobínu, (6. nóvember 1948), var Þorvaldur Sæmundsson kennari, skólastjóri, bæjarfulltrúi, ljóðskáld, f. 20. september 1918, d. 12. júlí 2007.
Börn þeirra:
1. Jón Þorvaldsson tæknifræðingur hjá Reykjavíkurhöfn, f. 30. júlí 1949. Kona hans Guðbjörg Jónsdóttir.
2. Baldur Þór Þorvaldsson verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, f. 4. júní 1951.
3. Katrín Þorvaldsdóttir kennari, f. 11. ágúst 1952. Fyrrum menn hennar Jochum Magnússon og Steinþór Þráinsson.
4. Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir matvælafræðingur, f. 15. júlí 1963.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 24. febrúar 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.