Katrín Þorvaldsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Katrín Þorvaldsdóttir.

Katrín Þorvaldsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 11. ágúst 1952.
Foreldrar hennar voru Jakobína Jónsdóttir frá Flatey á Breiðpafirði, húsfreyja, kennari, f. 4. nóvember 1919, d. 14. febrúar 2009, og maður hennar Þorvaldur Sæmundsson frá Baldurshaga á Stokkseyri, kennari, skólastjóri, bæjarfulltrúi, ljóðskáld, f. 20. september 1918, d. 12. júlí 2007.

Börn Jakobínu og Þorvaldar:
1. Jón Þorvaldsson tæknifræðingur hjá Reykjavíkurhöfn, f. 30. júlí 1949. Kona hans Guðbjörg Jónsdóttir.
2. Baldur Þór Þorvaldsson verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, f. 4. júní 1951.
3. Katrín Þorvaldsdóttir kennari, f. 11. ágúst 1952. Fyrrum menn hennar Jochum Magnússon og Steinþór Þráinsson.
4. Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir matvælafræðingur, f. 15. júlí 1963.

Katrín var með foreldrum sínum.
Hún tók kennarapróf í Kennaraskóla Íslands 1973, lauk stúdentsprófi í Hamrahlíðarskóla 2007 og lauk BA-prófi í þjóðfræði í Háskóla Íslands 2014.
Katrín kenndi á Núpi í Dýrafirði 1974-1978, frá 1979 til 1983 í Hólabrekkuskóla, kenndi í Varmárskóla í Mosfellssveit 1983-1984, í Litla-Laugaskóla í S.-Þing. 1984-1988 að undanteknu ári 1986-1987, er hún var framkvæmdastjóri Héraðssambands S.-Þing., kenndi á Skútustöðum þar 1989-1990, á Ljósavatni þar 1990-1992 og á Hrafnagili þar 1992-1995.
Katrín var kennari við Rimaskóla í Reykjavík í 20 ár, lauk störfum þar 2015.
Þau Jochum giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Steinþór giftu sig 1983, eignuðust tvö börn, en skildu.

I. Maður Katrínar, (1. janúar 1975, skildu 1978), var Jochum Magnússon kennari, íþróttakennari, f. 9. maí 1949 á Akureyri, d. 1. maí 2005. Foreldrar hans voru Magnús Jochumsson rennismíðameistari, f. 19. október 1913 í Reykjavík, d. 21. ágúst 1989, og kona hans Júlía Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1924 í Fagranesi á Langanesi, d. 9. febrúar 2014.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Júlía Katrínardóttir sagnfræðingur, f. 27. júní 1974. Maður hennar Shamin Taherzadeh.
2. Margrét Rósa Katrínardóttir sagnfræðingur, f. 11. janúar 1976. Barnsfaðir hennar Kjartan Þór Ragnarsson. Fyrrum maður hennar Baldur Helgason. Sambúðarmaður hennar Guðmundur Örn Guðmundsson.
3. Þorvaldur Jakob Katrínarson tölvunarfræðingur, f. 14. nóvember 1977. Kona hans Lisa Kristina Lindefeldt.

II. Maður Katrínar, (13. ágúst 1983, skildu) er Steinþór Þráinsson framhaldsskólakennari, skólameistari á Laugum um skeið, f. 4. október 1954. Foreldrar hans voru Þráinn Þórisson frá Baldursheimi í Mývatnssveit, kennari, skólastjóri, f. 2. mars 1922, d. 23. júlí 2005, og kona hans Margrét Lárusdóttir frá Brúarlandi í Mosfellssveit, húsfreyja, f. 20. júlí 1924, d. 3. desember 2011.
Börn þeirra:
4. Hildigunnur Katrínardóttir heilsuverkfræðingur hjá Nox Medicine, f. 5. júlí 1988. Maður hennar Gunnar Magnússon.
5. Gunnhildur Helga Katrínardóttir, með BA-próf í skapandi skrifum og próf í Ljósmyndaskóla Íslands. Maður hennar Elfar Smári Sverrisson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 3. júní 2005. Minning Jochums.
  • Morgunblaðið 2. ágúst 2005. Minning Þráins Þórissonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.