Ástbjartur Sæmundsson
Ástbjartur Sæmundsson frá Fagrafelli við Hvítingaveg 5, skrifstofumaður, framkvæmdastjóri, verslunarstjóri, aðalgjaldkeri fæddist 7. febrúar 1926 og lést 9. ágúst 2019.
Foreldrar hans voru Sæmundur Benediktsson sjómaður, verkamaður, f. 6. desember 1879 í Vestra-Íragerði í Stokkseyrarhreppi, d. 5. september 1955, og kona hans Ástríður Helgadóttir frá Helgastöðum á Stokkseyri, húsfreyja, f. 28. ágúst 1883, d. 30. nóvember 1970.
Börn Ástríðar og Sæmundar:
1. Benedikt Elías Sæmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 7. október 1907, d. 3. október 2005.
2. Guðrún Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1909, d. 24. apríl 1993.
3. Anna Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1909, d. 26. mars 1998.
4. Ástmundur Sæmundsson bóndi, f. 23. október 1910, d. 28. júlí 1985.
5. Ágúst Sæmundsson, f. 10. ágúst 1912, d. 12. nóvember 1912.
6. Þorgerður Sæmundsdóttir, f. 27. ágúst 1914, d. 18. nóvember 1914.
7. Þorvaldur Sæmundsson kennari, skólastjóri, bæjarfulltrúi, f. 20. september 1918, d. 12. júlí 2007.
8. Helgi Sæmundsson rithöfundur, blaðamaður, f. 17. júlí 1920, d. 18. febrúar 2004.
9. Ástbjartur Sæmundsson skrifstofumaður, framkvæmdastjóri, verslunarstjóri, aðalgjaldkeri, f. 7. febrúar 1926, d. 9. ágúst 2019.
Ástbjartur var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Stokkseyri til Eyja 1935, var hjá þeim á Fagrafelli.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum, lauk námi í Samvinnuskólanum í Reykjavík.
Ástbjartur stundaði ungur sjómennsku, var á Vonininni VE með Guðmundi Vigfússyni. Hann vann hjá Verðlagseftirlitinu, Innflutningsskrifstofunni, var framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins nokkrum sinnum, var verslunarstjóri Bókhlöðunnar. Um skeið rak hann fiskbúð með mági sínum, en um áratugi var hann aðalgjaldkeri Vegagerðarinnar.
Þau Magnea giftu 1948, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu fyrstu 4 árin í húsi Þorvaldar bróður Ástbjarts á Heiðarvegi 57, en síðar á Álfhólsvegi í Kópavogi.
Magnea lést 2010.
Ástbjartur dvaldi síðast í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi.
Hann lést 2019.
I. Kona Ástbjartar, (31. desember 1948), var Magnea Rósbjörg Pétursdóttir frá Ingjaldshóli á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 25. nóvember 1929, d. 21. september 2010.
Börn þeirra:
1. Pétur Ástbjartsson, f. 29. júní 1949. Kona hans Hrafnhildur Hjartardóttir.
2. Ástríður Sæunn Ástbjartsdóttir, f. 8. apríl 1951. Maður hennar Jón Þór Hallsson.
3. Bjarni Valur Ástbjartsson, f. 17. júní 1954. Kona hans Nongnart-U-Kosakul.
4. Gylfi Ástbjartsson, verkfræðingur, f. 14. ágúst 1963. Kona hans Hafdís Helga Ólafsdóttir.
5. Hjalti Ástbjartsson, f. 8. desember 1967. Kona hans Bryndís Emilsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 14. september 2019. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.