„Hanna Guðrún Ingibergsdóttir (Geirlandi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hanna Guðrún Ingibergsdóttir''' frá Geirlandi, húsfreyja fæddist þar 24. apríl 1938.<br> Foreldrar hennar voru Ingibergur Guðmundur Friðriksson frá Batavíu, sjómaður, verkstjóri, hafnsögumaður, f. 27. janúar 1909 í vitavarðarhúsinu á Stórhöfða, d. 2. janúar 1964, og kona hans Alfífa ''Ágústa'' Jónsdóttir frá Ánanaustum í Reykjavík,...)
 
m (Verndaði „Hanna Guðrún Ingibergsdóttir (Geirlandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 1. febrúar 2022 kl. 13:34

Hanna Guðrún Ingibergsdóttir frá Geirlandi, húsfreyja fæddist þar 24. apríl 1938.
Foreldrar hennar voru Ingibergur Guðmundur Friðriksson frá Batavíu, sjómaður, verkstjóri, hafnsögumaður, f. 27. janúar 1909 í vitavarðarhúsinu á Stórhöfða, d. 2. janúar 1964, og kona hans Alfífa Ágústa Jónsdóttir frá Ánanaustum í Reykjavík, húsfreyja, f. 9. ágúst 1907, d. 27. október 1997.

Börn Ágústu og Ingibergs:
1. Ása Ingibergsdóttir, f. 13. ágúst 1934 á Geirlandi.
2. Sigríður Dóra Ingibergsdóttir öryrki, f. 24. apríl 1936 á Geirlandi, d. 15. júlí 1987.
3. Hanna Guðrún Ingibergsdóttir, f. 24. apríl 1938 á Geirlandi.

Hanna var með foreldrum sínum í æsku, á Geirlandi og í Vegg við Miðstræti 9C.
Hún var fiskvinnslukona í Vinnslustöðinni.
Þau Björgvin giftu sig 1957, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Aðalsteinn giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári þess. Þau bjuggu á Sunnuflöt í Garðabæ.
Aðalsteinn lést 2012.
Hanna býr við Garðatorg í Garðabæ.

Hanna er tvígift.
1. Fyrri maður Hönnu, (24. apríl 1957, skildu), var Björgvin Angantýsson sjómaður, raflínumaður, f. 24. apríl 1935, d. 13. janúar 1990. 1974. Foreldrar hans voru Angantýr Einarsson sjómaður, verkamaður, f. 6. ágúst 1906 í Ásgerði í Svarfaðardal, d. 28. febrúar 1974, og kona hans Kornelía Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1907 á Ólafsfirði, d. 18. október 1996.
Barn þeirra:
1. Friðrik Björgvinsson vélstjóri, f. 25. desember 1956. Kona hans Sigríður Kristjánsdóttir

II. Síðari maður Hönnu, (30. janúar 1970), var Aðalsteinn Guðmundur Aðalsteinsson skipstjóri hjá Eimskip, f. 14. ágúst 1930, d. 25. júlí 2012. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Guðmundsson, f. 21. mars 1897, d. 1. desember 1930, og Kristín Jóhanna Stefánsdóttir, f. 7. apríl 1909, d. 30. júlí 1984.
Börn þeirra:
2. Eiríkur Aðalsteinsson, f. 17. júní 1968, d. 3. mars 1970.
3. Eiríkur Jóhann Aðalsteinsson bifreiðastjóri í Noregi, f. 2. janúar 1971, ókvæntur.
4. Auður Aðalsteinsdóttir viðskiptafræðingur, með masterspróf, skrifstofumaður, f. 11. desember 1975. Maður hennar Steingrímur Sveinbjörnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.