Friðrik Björgvinsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Friðrik Björgvinsson, vélstjóri, framkvæmdastjóri hjá Eyjablikki fæddist 25. desember 1956.
Foreldrar hans Björgvin Angantýsson, sjómaður, raflínumaður, f. 24. apríl 1935, d. 13. janúar 1990, og kona hans Hanna Ingibergsdóttir, húsfreyja, f. 24. aprríl 1938.

Þau Sigríður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Brimhólabraut 19.

I. Kona Friðriks er Sigríður Kristjánsdóttir, húsfreyja, starfsmaður í íbúðakjarnanum í Eyjum, f. 22. ágúst 1957.
Börn þeirra:
1. Valgerður Friðriksdóttir, f. 5. nóvember 1981.
2. Ágústa Friðriksdóttir, f. 27. apríl 1988.
3. Hjörtur Friðriksson, f. 5. nóvember 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.