Ása Ingibergsdóttir (Geirlandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ása Ingibergsdóttir frá Geirlandi, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist þar 13. ágúst 1934.
Foreldrar hennar voru Ingibergur Guðmundur Friðriksson frá Batavíu, sjómaður, verkstjóri, hafnsögumaður, f. 27. janúar 1909 í vitavarðarhúsinu á Stórhöfða, d. 2. janúar 1964, og kona hans Alfífa Ágústa Jónsdóttir frá Ánanaustum í Reykjavík, húsfreyja, f. 9. ágúst 1907, d. 27. október 1997.

Börn Ágústu og Ingibergs:
1. Ása Ingibergsdóttir, f. 13. ágúst 1934 á Geirlandi.
2. Sigríður Dóra Ingibergsdóttir, f. 24. apríl 1936 á Geirlandi, d. 15. júlí 1987.
3. Hanna Guðrún Ingibergsdóttir, f. 24. apríl 1938 á Geirlandi.

Ása var með foreldrum sínum í æsku, á Geirlandi og í Vegg.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1951.
Ása var afgreiðslumaður í Verslunarfélaginu við Njarðarstíg hjá Helga Benediktssyni, síðan hjá honum í Bjarma og að lokum skrifstofumaður hjá honum.
Þau Einar giftu sig 1955, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu í Görðum við Vestmannabraut 32, síðar á Illugagötu 12.
Einar lést 2017. Ása býr í íbúðum aldraðra við Kleifahraun 3B.

I. Maður Ásu, (13. ágúst 1955), var Einar Magnús Erlensson húsgagnasmiður, f. 11. janúar 1932, d. 19. júlí 2017.
Börn þeirra:
1. Ingibergur Einarsson, f. 9. febrúar 1955. Kona hans Sigríður Kristín Finnbogadóttir.
2. Sigríður Einarsdóttir, f. 29. desember 1957. Barnsfaðir hennar hennar Gunnar Marel Eggertsson. Sambúðarmaður Baldvin Örn Arnarson. Fyrrum sambúðarmaður Sigtryggur H. Þrastarson.
3. Ágúst Einarsson rafvirki, f. 9. desember 1960. Kona hans Iðunn Dísa Jóhannesdóttir.
4. Helgi Einarsson, f. 9. desember 1963. Sambúðarkona Agnes Bára Benediktsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ása.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 29. júlí 2017. Minning Einars.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.