„Steingrímur Björnsson (Kirkjulandi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: 250px|thumb|''Steingrímur Örn Björnsson. '''Steingrímur Örn Björnsson''' frá Kirkjulandi, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 1. febrúar 1913 og lést 17. september 1983.<br> Foreldrar hans voru Björn Finnbogason skipstjóri, útgerðarmaður á Kirkjulandi, f. 7. desember 1885 á Seyðisfirði, d. 4. apríl 1964, og kona hans Lára Kristín Guðjónsdóttir hú...)
 
m (Verndaði „Steingrímur Björnsson(Kirkjulandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. janúar 2022 kl. 20:05

Steingrímur Örn Björnsson.

Steingrímur Örn Björnsson frá Kirkjulandi, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 1. febrúar 1913 og lést 17. september 1983.
Foreldrar hans voru Björn Finnbogason skipstjóri, útgerðarmaður á Kirkjulandi, f. 7. desember 1885 á Seyðisfirði, d. 4. apríl 1964, og kona hans Lára Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1886 á Kirkjubæ, d. 13. janúar 1984.

Börn Björns og Láru voru:
1. Ólafur Rósant Björnsson húsgagnasmíðameistari, f. 5. nóvember 1910, d. 1. nóvember 1969.
2. Steingrímur Örn Björnsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 1. febrúar 1913, d. 17. september 1983.
3. Þórunn Alda Björnsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1915, d. 9. desember 2012.
4. Ágúst Kristján Björnsson birgðastjóri, f. 4. nóvember 1916, d. 27. ágúst 1979.
5. Hlöðver Björnsson, f. 30. mars 1919, d.s.á.
6. Birna Guðný Björnsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1922, d. 5. mars 2002.

Steingrímur var með foreldrum sínum á Kirkjulandi í æsku og bjó þar síðan.
Hann lauk vélstjóraprófi 1934, smáskipaprófi 1934, stýrimanna- og skipstjóraprófi 1937, skipstjóraprófi 26. janúar 1938.
Steingrímur var skipstjóri á Emmu VE 219 frá 1937-1941, eignaðist Jökul VE 163 með Ársæli Sveinssyni og fleiri 1943 og stjórnaði honum 7 vertíðir. Hann eignaðist, ásamta bræðrum sínum og fleiri Sigrúnu VE 50 og Hugrúnu VE 51, var skipstjóri á Sigrúnu til 1956. Einnig var hann skipsttjóri á Hauki og Þorgeiri goða. Hann var fiskilóðs á færeysku skipi í eitt ár.
Hann eignaðist Gnoð 1964 og reri einn á þeim báti til 1968.
Steingrímur var einn af stofnendum Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi, og var heiðraður af því félagi á sjómannadaginn 1982.
Steingrímur lést 1983 á Sjúkrahúsinu, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.