„Ásta Þórðardóttir (félagsráðgjafi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Ásta Þórðardóttir. '''Ásta Þórðardóttir''' húsfreyja, félagsráðgjafi fæddist 16. október 1930 á Fagrafell|Fagrafel...) |
m (Verndaði „Ásta Þórðardóttir (félagsráðgjafi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 26. nóvember 2021 kl. 15:26
Ásta Þórðardóttir húsfreyja, félagsráðgjafi fæddist 16. október 1930 á Fagrafelli við Hvítingaveg 5 og lést 19. september 2019 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þórður Stefánsson bóndi, skipstjóri, útgerðarmaður, skipasmiður, f. 15. júní 1892 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 9. nóvember 1980, og kona hans Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1892 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 28. nóvember 1974.
Börn Katrínar og Þórðar:
1. Þórður Guðmann Þórðarson, f. 17. júní 1914 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 19. ágúst 1986.
2. Guðmundur Þórðarson, f. 20. febrúar 1916 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 30. janúar 1936.
3. Rut Gróa Þórðardóttir, f. 15. maí 1917 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. júní 1995.
4. Sigurður Þórðarson, f. 18. september 1918 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 14. júní 1940.
5. Björn Þórðarson, f. 13. desember 1919 á Rauðafelli, d. 31. mars 1994.
6. Stefán Þórðarson, f. 19. mars 1921 á Rauðafelli, d. 29. apríl 1945.
7. Guðbjörg Anna Þórðardóttir, f. 29. október 1922 í Barnaskólanum, d. 8. febrúar 1940.
8. Grímur Gísli Þórðarson, f. 5. apríl 1925 á Fagrafelli, d. 18. júlí 1925.
9. Vilborg Alda Þórðardóttir, f. 22. nóvember 1926 á Fagrafelli, d. 25. ágúst 1938.
10. Karólína Þóra Stefánsdóttir, f. 2. júní 1929 á Fagrafell]]i, d. 16. mars 2014.
11. Ásta Þórðardóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á Fagrafelli, d. 19. september 2019.
12. Birna Þórðardóttir, f. 10. júní 1933 á Fagrafelli, d. 17. ágúst 1990.
Ásta var með foreldrum sínum, á Fagrafelli, og í Höfða 1939, en móðir hennar flutti til Reykjavíkur 1940 með þrjár dætur sínar.
Hún lagði mikla stund á heimanám. Síðar sótti hún Menntaskólann í Hamrahlíð og varð stúdent 1979, lauk BA-prófi í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands 1986.
Ásta vann hjá Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar 1985-1986, hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur 1987-1998.
Hún sat í stjórn Öldrunarfræðafélags Íslands 1991-1997.
Þau Theodór giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Þingvöllum og við Vestmannabraut 25 . Þau fluttu til Reykjavíkur 1963.
Theodór lést 2015 og Ásta 2019.
I. Maður Ástu, (1951), var Theodór Georgsson lögfræðingur, fulltrúi bæjarfógeta, innheimtustjóri Ríkisútvarpsins, f. 5. febrúar 1927 í Einbúa við Bakkastíg 5, d. 5. október 2015.
Börn þeirra:
1. Katrín Theodórsdóttir lögmaður, f. 10. júní 1950. Fyrrum maður hennar Gísli Sigurðsson. Fyrrum sambýlismaður hennar Einar Sveinsson.
2. Guðfinna Stefanía Theodórsdóttir húsfreyja, sölumaður, f. 20. september 1951. Maður hennar Gunnar Egill Sigurðsson.
3. Georg Theodórsson prentari, húsasmíðameistari, f. 20. mars 1955, ókvæntur.
4. Þórður Theodórsson véltæknifræðingur, f. 8. júlí 1957. Kona hans Guðrún H. Guðnadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 16. október 2019. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.