Theodór Georgsson (lögfræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Theodór Sigurjón Georgsson.

Theodór Sigurjón Georgsson lögfræðingur, fulltrúi, innheimtustjóri fæddist 5. febrúar 1927 í Einbúa við Bakkastíg 5 og lést 5. október 2015.
Foreldrar hans voru Georg Lárus Gíslason frá Stakkagerði, kaupmaður, f. 4. ágúst 1895, d. 27. febrúar 1955, og önnur kona hans Guðfinna Sigríður Kristjánsdóttir frá Klöpp, húsfreyja, f. 20. febrúar 1899, d. 15. maí 1953.

Börn Guðfinnu og Georgs:
1. Theodór Sigurjón Georgsson lögfræðingur, fulltrúi, innheimtustjóri, f. 5. febrúar 1927 í Einbúa, d. 5. október 2015.
2. Kristján Georgsson verslunarmaður, sjómaður, útgerðarmaður, f. 13. nóvember 1928 í Einbúa, d. 12. apríl 1977.

Theodór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1943, var stúdent í Verslunarskóla Íslands 1947, lauk embættisprófi í lögfræði í Háskóla Íslands 1952.
Theodór var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum 1953-61 og vararæðismaður Bretlands þar 1955-63. Hann var framkvæmdastjóri Bátaábyrgðarfélagsins í Eyjum 1961-63 og stundaði jafnframt málflutningsstörf þar.
Hann var lögfræðingur hjá Olíuverslun Íslands í Reykjavík 1963-79, rak eigin lögmannsstofu frá 1979 þar til hann var skipaður innheimtustjóri Ríkisútvarpsins 1980 og gegndi hann því starfi þar til hann fór á eftirlaun.
Theodór sat í stjórn Bátaábyrgðarfélagsins um árabil, í stjórn félags ungra sjálfstæðismanna, félagi í skátaflokknum Útlagar í Reykjavík.
Þau Ásta giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Þingvöllum og við Vestmannabraut 25.
Theodór lést 2015 og Ásta 2019.

I. Kona Theodórs, (1951), var Ásta Þórðardóttir frá Fagrafelli við Hvítingaveg 5, f. 16. október 1930, d. 19. september 2019.
Börn þeirra:
1. Katrín Theodórsdóttir lögmaður, f. 10. júní 1950. Fyrrum maður hennar Gísli Sigurðsson. Fyrrum sambýlismaður hennar Einar Sveinsson.
2. Guðfinna Stefanía Theodórsdóttir húsfreyja, sölumaður, f. 20. september 1951. Maður hennar Gunnar Egill Sigurðsson.
3. Georg Theodórsson prentari, húsasmíðameistari, f. 20. mars 1955, ókvæntur.
4. Þórður Theodórsson véltæknifræðingur, f. 8. júlí 1957. Kona hans Guðrún H. Guðnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.