Þórður Guðmann Þórðarson
Þórður Guðmann Þórðarson bifreiðastjóri fæddist 17. júní 1914 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum og lést 19. ágúst 1986 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hans voru Þórður Stefánsson bóndi, skipstjóri, útgerðarmaður, skipasmiður, f. 15. júní 1892 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 9. nóvember 1980, og kona hans Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1892 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 28. nóvember 1974.
Börn Katrínar og Þórðar:
1. Þórður Guðmann Þórðarson, f. 17. júní 1914 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 19. ágúst 1986.
2. Guðmundur Þórðarson, f. 20. febrúar 1916 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 30. janúar 1936.
3. Rut Gróa Þórðardóttir, f. 15. maí 1917 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. júní 1995.
4. Sigurður Þórðarson, f. 18. september 1918 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 14. júní 1940.
5. Björn Þórðarson, f. 13. desember 1919 á Rauðafelli, d. 31. mars 1994.
6. Stefán Þórðarson, f. 19. mars 1921 á Rauðafelli, d. 29. apríl 1945.
7. Guðbjörg Anna Þórðardóttir, f. 29. október 1922 í Barnaskólanum, d. 8. febrúar 1940.
8. Grímur Gísli Þórðarson, f. 5. apríl 1925 á Fagrafelli, d. 18. júlí 1925.
9. Vilborg Alda Þórðardóttir, f. 22. nóvember 1926 á Fagrafelli, d. 25. ágúst 1938.
10. Karólína Þóra Stefánsdóttir, f. 2. júní 1929 á Fagrafell]]i, d. 16. mars 2014.
11. Ásta Þórðardóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á Fagrafelli, d. 19. september 2019.
12. Birna Þórðardóttir, f. 10. júní 1933 á Fagrafelli, d. 17. ágúst 1990.
Þórður var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Berjaneskoti til Eyja 1919.
Hann stundaði nám í Unglingaskóla Vestmannaeyja.
Þórður vann við útgerð föður síns og búskap, en Þórður faðir hans hafði bú í Eyjum, bæði kýr og sauðfé.
Hann og Björn bróðir hans eignuðust Happasæl VE 162 1942 og þar varð Björn skipstjóri.
Hann bjó á Rauðafelli við Vestmannabraut 48b, Fagrafelli við Hvítingaveg 5 í æsku og í Höfða við Hásteinsveg 21 1939 með foreldrum sínum og síðar með Birni bróður sínum.
Þórður veiktist af berklum og dvaldi á Vífilsstöðum.
Hann varð leigubílstjóri hjá Hreyfli og var í skáksveit hans.
Þau Kristjana bjuggu saman um 15 ára skeið. Þau hófu byggingu húss í Kópavogi, en 1965, þegar því var að ljúka lést hún.
Katrín móðir Þórðar dvaldi hjá honum lengi.
Þórður bjó síðast í Hátúni 10a. Hann lést 1986.
I. Sambúðarkona hans var Kristjana Matta Gunnarsdóttir úr Reykjavík, f. 25. október 1932, d. 15. febrúar 1965.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 27. ágúst 1986. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.