Rut Gróa Þórðardóttir (Rauðafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Rut Gróa Þórðardóttir frá Fagrafelli, húsfreyja í Reykjavík fæddist 25. mars 1917 í Berjaneskoti u. A-Eyjafjöllum og lést 10. júní 1995 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hennar voru Þórður Stefánsson bóndi, útgerðarmaður, skipasmiður, f. 15. júní 1892 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 9. nóvember 1980, og kona hans Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1892 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 28. nóvember 1974.

Börn Katrínar og Þórðar:
1. Þórður Guðmann Þórðarson, f. 17. júní 1914 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 19. ágúst 1986.
2. Guðmundur Þórðarson, f. 20. febrúar 1916 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 30. janúar 1936.
3. Rut Gróa Þórðardóttir, f. 15. maí 1917 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. júní 1995.
4. Sigurður Þórðarson, f. 18. september 1918 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 14. júní 1940.
5. Björn Þórðarson, f. 13. desember 1919 á Rauðafelli, d. 31. mars 1994.
6. Stefán Þórðarson, f. 19. mars 1921 á Rauðafelli, d. 29. apríl 1945.
7. Guðbjörg Anna Þórðardóttir, f. 29. október 1922 í Barnaskólanum, d. 8. febrúar 1940.
8. Grímur Gísli Þórðarson, f. 5. apríl 1925 á Fagrafelli, d. 18. júlí 1925.
9. Vilborg Alda Þórðardóttir, f. 22. nóvember 1926 á Fagrafelli, d. 25. ágúst 1938.
10. Karólína Þóra Stefánsdóttir, f. 2. júní 1929 á Fagrafell]]i, d. 16. mars 2014.
11. Ásta Þórðardóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á Fagrafelli, d. 19. september 2019.
12. Birna Þórðardóttir, f. 10. júní 1933 á Fagrafelli, d. 17. ágúst 1990.

Rut var með foreldrum sínum í æsku, á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, flutti með þeim til Eyja 1919, var með þeim á Rauðafelli við Vestmannabraut 58b og Fagrafelli við Hvítingaveg 5 og síðast í Höfða við Hásteinsveg 21.
Rut flutti til Reykjavíkur með móður sinni 1940, bjó á Öldugötu 59 1941.
Hún eignaðist barn með Birni Ólafssyni 1941, en það dó 1942.
Þau Óli giftu sig 1946, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Vífilsgötu 1.
Rut lést 1995.
Óli bjó síðast að Hlíðarhúsum 7. Hann lést 2003.

I. Barnsfaðir Rutar var Björn Stefán Ólafsson verkamaður, bifreiðastjóri frá Siglufirði, f. 10. júlí 1917, d. 4. nóvember 1965.
Barn þeirra:
1. Sigurður Björnsson, f. 27. júní 1941, d. 22. maí 1942.

II. Maður Rutar, (25. mars 1946), var Óli Valdimarsson deildarstjóri, framkvæmdastjóri, ritstjóri, f. 2. nóvember 1916, d. 8. október 2003. Foreldrar hans voru Valdimar Benediktsson málarameistari, f. 27. febrúar 1997 í Meirihlíð í Bolungarvík, d. 15. mars 1968, og kona hans Sigríður Einarsdóttir frá Meðalfelli í A.-Skaft., húsfreyja, f. 25. júní 1890, d. 26. febrúar 1970.
Börn þeirra:
2. Alda Sigríður Óladóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari í Florida í Bandaríkjunum, f. 7. júní 1943. Maður hennar Manfred Bredehorst.
3. Erna Katrín Óladóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. ágúst 1944, d, 23. júní 2003. Fyrrum maður hennar Gunnbjörn Fjölnir Björnsson.
4. Atli Þór Ólason læknir í Reykjavík, f. 6. janúar 1949. Kona hans Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir.
5. Elfar Ólason fasteignasali í Reykjavík, f. 26. janúar 1955. Kona hans Bjarney Bergsdóttir.
6. Eygló Rut Óladóttir húsfreyja, söngvari í Reykjavík, f. 31. janúar 1960, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.