„Emilía Martinsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Emilía Martinsdóttir. '''Emilía Martinsdóttir''' húsfreyja, verkfræðingur fæddist 12. nóvember 1949 á Laugarbraut|Laugarb...) |
m (Verndaði „Emilía Martinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 13. febrúar 2021 kl. 16:51
Emilía Martinsdóttir húsfreyja, verkfræðingur fæddist 12. nóvember 1949 á Laugarbraut 1.
Foreldrar hennar voru Martin Tómasson frá Höfn, útgerðarmaður, forstjóri, f. 17. júní 1915, d. 1. janúar 1976, og kona hans Gíslína Bertha Gísladóttir frá Dalbæ, húsfreyja, f. 5. febrúar 1920, d. 23. apríl 2012.
Börn Berthu og Martins:
1. Eyjólfur Martinsson framkvæmdastjóri f. 23. maí 1937 í Dalbæ, d 17. desember 2011. Kona hans Sigríður Sylvía Jakobsdóttir
2. Rósa Martinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 20. apríl 1941 á Laugarbraut 1. Maður hennar Ársæll Lárusson.
3. Emilía Martinsdóttir húsfreyja, verkfræðingur, f. 12. nóvember 1949 á Laugarbraut 1. Maður hennar Sigurður Ingi Skarphéðinsson.
Emilía var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1969, lauk prófi í efnaverkfræði í NTH í Þrándheimi í Noregi 1974.
Emilía hefur verið verkfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sem síðan varð Matís, frá 1974.
Þau Sigurður Ingi giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Háaleitisbraut 27 í Reykjavík.
I. Maður Emilíu, (16. júlí 1975), er Sigurður Ingi Skarphéðinsson byggingaverkfræðingur, gatnamálastjóri í Reykjavík, síðar verkfræðingur hjá Orkumálastofnun, f. 18. mars 1948 á Akureyri. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Guðnason húsasmíðameistari, f. 3. maí 1903 í Hafrafellstungu í Öxarfirði, d. 23. september 1985, og kona hans Kristín Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1906 í Ærlækjarseli í Öxarfirði, d. 24. janúar 1972.
Börn þeirra:
1. Drífa Kristín Sigurðardóttir lögfræðingur, f. 13. janúar 1978 í Reykjavík.
2. Martin Ingi Sigurðsson yfirlæknir, prófessor, f. 4. maí 1982 í Reykjavík. Kona hans Anna Björnsdóttir.
3. Hildur Erna Sigurðardóttir hagfræðingur, f. 6. ágúst 1986 í Reykjavík. Sambúðarmaður hennar Steinar Sigurðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Emilía.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.