„Guðrún Geirsdóttir (Kanastöðum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðrún Geirsdóttir''' frá Kanastöðum, húsfreyja í Eyjum og Reykjavík fæddist 18. desember 1908 og lést 15. september 1988.<br> Foreldrar hennar voru Gei...) |
m (Verndaði „Guðrún Geirsdóttir (Kanastöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 26. janúar 2021 kl. 17:23
Guðrún Geirsdóttir frá Kanastöðum, húsfreyja í Eyjum og Reykjavík fæddist 18. desember 1908 og lést 15. september 1988.
Foreldrar hennar voru Geir Ísleifsson bóndi á Kanastöðum í A.-Landeyjum, f. þar 26. apríl 1882, d. þar 20. maí 1923, og kona hans Guðrún Tómasdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 26. nóvember 1883 á Reyðarvatni á Rangárvöllum, d. 4. maí 1978 í Reykjavík.
Börn Guðrúnar og Geirs:
1. Tómas Geirsson, f. 7. júlí 1907, d. 29. október 1907.
2. Sigríður Geirsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1907, d. 29. nóvember 1985. Maður hennar var Sigurður Ásgeir Gunnarsson kaupmaður.
3. Guðrún Geirsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1908, d. 15. september 1988. Maður hennar Gunnlaugur Loftsson kaupmaður.
4. Tómas Geisson kaupmaður, f. 20. júní 1912, d. 24. febrúar 1991. Kona hans Dagný Ingimundardóttir húsfreyja, kaupmaður.
5. Marta Þórunn Geirsdóttir gjaldkeri, f. 11. mars 1914, d. 27. ágúst 1989, ógift.
6. Geir Ísleifur Geirsson rafvirkjameistari, f. 20. maí 1922, d. 9. apríl 1999. Kona hans Bryndís Jónsdóttir deildarstjóri.
Guðrún var með foreldrum sínum á Kanastöðum í æsku. Faðir hennar lést 1923. Hún var með móður sinni og fluttist með henni og systkinunum Tómasi, Mörtu Þórunni, Geir Ísleifi og Sigríði til Eyja 1924.
Þau Gunnlaugur giftu sig 1928, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu að Urðavegi 41 fyrstu árin, í Gamla spítalanum við Kirkjuveg 20 1934 og 1940. Þau fluttu til Reykjavíkur 1943, bjuggu þar á Brávallagötu 14. Guðrún dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík frá 1979.
Gunnlaugur lést 1975 og Guðrún 1988.
I. Maður Guðrúnar, (6. október 1928), var Gunnlaugur Loftsson frá Felli í Mýrdal, kaupmaður, f. 22. apríl 1901 á Felli, d. 15. apríl 1975.
Börn þeirra:
1. Guðrún Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1933 á Urðavegi 41. Maður hennar var Ólafur Ó. Johnson.
2. Walter Gunnlaugsson sjómaður, verslunarmaður, verkstjóri, f. 3. ágúst 1935 á Kirkjuvegi 20. Fyrrum kona hans Jóhanna Lucinda Heiðdal. Kona hans Anna Lísa Ásgeirsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.