„Ritverk Árna Árnasonar/Þorgeir Jóelsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 9: | Lína 9: | ||
I. Fyrri kona hans var [[Guðfinna Lárusdóttir (Sælundi)|Guðfinna Lárusdóttir]] húsfreyja, f. 12. júlí 1897 í Álftagróf í Mýrdal, d. 30. nóvember 1956.<br> | I. Fyrri kona hans var [[Guðfinna Lárusdóttir (Sælundi)|Guðfinna Lárusdóttir]] húsfreyja, f. 12. júlí 1897 í Álftagróf í Mýrdal, d. 30. nóvember 1956.<br> | ||
Börn þeirra Þorgeirs og Guðfinnu voru:<br> | Börn þeirra Þorgeirs og Guðfinnu voru:<br> | ||
1. [[Lára Þorgeirsdóttir (Sælundi)|Arnlaug ''Lára'']], f. 10. ágúst 1932.<br> | 1. [[Lára Þorgeirsdóttir (Sælundi)|Arnlaug ''Lára'']], f. 10. ágúst 1932, d. 2. október 2015.<br> | ||
2. [[Þorgerður | 2. [[Þorgerður Þorgeirsdóttir (Sælundi)|Þorgerður Sigríður Þorgeirsdóttir]], f. 14. ágúst 1943, d. 15. febrúar 2023.<br> | ||
II. síðari kona Þorgeirs (1959) var<br> | II. síðari kona Þorgeirs (1959) var<br> |
Núverandi breyting frá og með 6. apríl 2023 kl. 10:53
Kynning.
Þorgeir Jóelsson formaður á Sælundi, fæddist 15. júní 1903 og lést 13. febrúar 1984.
Foreldrar hans voru Jóel Eyjólfsson, f. 3. nóvember 1878, d. 28. desember 1944, og fyrri kona hans Þórdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1887, d. 4. júní 1908
Albróðir Þorgeirs var Guðmundur Eyjólfur, f. 5. janúar 1907, d. 14. september 1965.
Þorgeir ólst upp hjá ömmusystur sinni Þorgerði Erlendsdóttur húsfreyju á Fögruvöllum, og manni hennar Sigurði Vigfússyni.
Þorgeir átti tvær konur.
I. Fyrri kona hans var Guðfinna Lárusdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1897 í Álftagróf í Mýrdal, d. 30. nóvember 1956.
Börn þeirra Þorgeirs og Guðfinnu voru:
1. Arnlaug Lára, f. 10. ágúst 1932, d. 2. október 2015.
2. Þorgerður Sigríður Þorgeirsdóttir, f. 14. ágúst 1943, d. 15. febrúar 2023.
II. síðari kona Þorgeirs (1959) var
Margrét Pétursdóttir húsfreyja að Stuðlabergi (áður Oddgeirshólar), en áður húsfreyja í Varmadal, f. 3. maí 1911 að Vallanesi á Héraði, d. 24. ágúst 2002.
Þorgeir var síðari maður hennar.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Þorgeir var meðalmaður að hæð, jarpdökk- og hrokkinhærður, nokkuð þrekinn, fremur stórt og karlmannlegt andlit, meðalfrítt. Hann er mjög hæglátur maður í allri umgengni, tilbaka og feiminn, fámáll og orðvar. Fremur er hann daufur í skapi, en í sínum hóp ræðinn, fróður vel, sérstaklega um sjó og land Eyjanna og góður heim að sækja.
Hann hefir tekið virkan þátt í fuglaveiðum alls konar og þá helst sem bátslegumaður, þótt göngur hafi hann tekið stundum og verið við veiðar.
Lífsstarf Þorgeirs er annars sjómennska frá fyrstu tíð og er hann formaður ágætur, mjög aflasæll og sækinn, en aðgætinn og forsjáll. Er hann afhaldinn af hásetum sínum og hefir sömu háseta ár eftir ár.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Þorgeir Jóelsson
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Garður.is.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.