„Bára Sigurðardóttir (Bólstað)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Bára Sigurðardóttir. '''Bára Sigurðardóttir''' frá Bólstað, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 16. de...) |
m (Verndaði „Bára Sigurðardóttir (Bólstað)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 29. september 2020 kl. 14:57
Bára Sigurðardóttir frá Bólstað, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 16. desember 1925 og lést 14. apríl 2015.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ólafsson formaður, útgerðarmaður, smiður, f. 15. október 1859, d. 2. september 1940, og kona hans Auðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1886, d. 9. október 1968.
Barn Sigurðar með Guðrúnu Jónasdóttur.
1. Þorgerður Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Stað við Helgafellsbraut, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.
Börn Auðbjargar og Sigurðar:
2. Óskar Sigurðsson endurskoðandi, f. 1. júní 1910 á Bólstað, d. 4. júní 1969.
3. Lilja Sigurðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 26. mars 1919 á Bólstað, d. 22. nóvember 1999.
4. Bára Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. desember 1925 á Bólstað, d. 14. apríl 2015.
Bára var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam um skeið í Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Bára vann við heimilishjálp m.a.. hjá Guðrúnu og Engilbert Gíslasyni og hjá forsetahjónunum á Bessastöðum. Þá vann hún afgreiðslustörf í Bókabúð Þorsteins Johnson og víðar.
Þau Páll giftu sig 1948, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra sautján ára. Þau bjuggu í fyrstu á Bólstað, byggðu hús við Nýjabæjarbraut 1 og bjuggu þar til 1968, er þau fluttu til Reykjavíkur. Þar bjuggu þau í Árbæjarhverfi.
Bára vann utan heimilis er þangað kom.
Páll Ólafur lést 2002.
Bára dvaldi að lokum á Hrafnistu í Reykjavík.
Hún lést 2015.
I. Maður Báru, (2. október 1948), var Páll Ólafur Gíslason frá Neskaupstað, sjómaður, bifreiðastjóri, stöðvarstjóri, f. 3. mars 1922, d. 3. mars 2002.
Börn þeirra:
1. Auðbjörg Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1949. Maður hennar Guðjón Ágúst Norðdahl.
2. Gísli Pálsson prófessor við Háskóla Íslands, rithöfundur, f. 22. desember 1949. Kona hans Guðný Sigurbjörg Guðbjörnsdóttir.
3. Sigurður Þór Pálsson námsmaður, f. 3. ágúst 1953, d. 24. maí 1971.
4. Karl Pálsson, f. 2. júní 1961. Fyrrum kona hans Metta Baatrup. Sambýliskona hans Ólöf Sigurðardóttir.
5. Lilja Pálsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1962. Maður hennar Halldór Sighvatsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 27 apríl 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.