Karl Pálsson (Bólstað)
Karl Pálsson frá Bólstað, tæknifræðingur fæddist 2. júní 1961 í Eyjum og lést 9. desember 2017 á heimili sínu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Páll Ólafur Gíslason sjómaður, bifreiðastjóri, f. 3. mars 1922 í Neskaupstað, d. 25. maí 2002, og kona hans Bára Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. desember 1925 á Bólstað, d. 14. apríl 2015.
Börn Báru og Páls:
1. Auðbjörg Pálsdóttir húsfreyja, sérkennari, f. 20. janúar 1949. Maður hennar Guðjón Ágúst Norðdahl.
2. Gísli Pálsson prófessor við Háskóla Íslands, rithöfundur, f. 22. desember 1949. Kona hans Guðný Sigurbjörg Guðbjörnsdóttir.
3. Sigurður Þór Pálsson námsmaður, f. 3. ágúst 1953, d. 24. maí 1971.
4. Karl Pálsson tæknifræðingur, f. 2. júní 1961, d. 9. desember 2017. Fyrrum kona hans Metta Baatrup. Sambýliskona hans Ólöf Elín Lind Sigurðardóttir.
5. Lilja Pálsdóttir húsfreyja, útibússtjóri, f. 2. september 1962. Maður hennar Halldór Sighvatsson.
Karl var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1968.
Hann gekk í Hlíðaskóla, Árbæjarskóla og Menntaskólann við Sund. Hann stundaði síðan nám í Tækniskóla Íslands og Verkfræðiháskólanum í Óðinsvéum þar sem hann útskrifaðist rafmagnstæknifræðingur árið 1987.
Karl flutti til Íslands 2005. Hann vann m.a. hjá Norrænu eldfjallamiðstöðinni, Danfoss, Tern og síðast hjá Isavia, var þar verkefnastjóri á flugleiðsögusviði við þróun og rannsóknir.
Þau Mette giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Ólöf Elín voru í sambúð, eignuðust ekki börn saman.
Karl lést 2017.
I. Kona Karls, (27. júlí 1991, skildu), er Mette Baatrup fædd í Danmörku.
Börn þeirra:
1. Berglind Karlsdóttir, f. 20. mars 1990. Sambúðarmaður hennar Nicholas Barker frá Englandi.
2. Íris Karlsdóttir, f. 5. nóvemnber 1993.
3. Katrín Bára Baatrup Karlsdóttir, f. 10. júní 1998.
II. Sambúðarkona Karls er Ólöf Elín Sigurðardóttir, f. 29. apríl 1964. Foreldrar hennar Sigurður Gunnarsson, f. 14. janúar 1926, d. 8. desember 2016, og Halldóra Elsa Erlendsdóttir, f. 24. september 1933, d. 4. júní 2016.
Sonur hennar:
4. Erlendur Halldór Durante, f. 22. febrúar 1988.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 20. desember 2017. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.