„Jón Jónasson (Múla)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|222x222px|''Jón Jónasson. '''Jón Jónasson''' frá Múla, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, fiskimatsmaður, verkama...)
 
m (Verndaði „Jón Jónasson (Múla)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. febrúar 2020 kl. 14:01

Jón Jónasson.

Jón Jónasson frá Múla, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, fiskimatsmaður, verkamaður fæddist 8. ágúst 1895 í Berjanesi u. Eyjafjöllum og lést 23. apríl 1970.
Foreldrar hans voru Jónas Jónsson frá Stótu-Tungu í Bárðardal, S-Þing., útgerðarmaður, sjómaður, fiskimatsmaður á Múla, f. 6. júlí 1869, d. 28. nóvember 1951, og fyrri kona hans Margrét Bjarnadóttir frá Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona, f. 10. desember 1869, d. 2. október 1950.

Börn Margrétar og Jónasar:
1. Jón Jónasson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, verkamaður, fiskimatsmaður, f. 8. ágúst 1895 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 23. apríl 1970.
2. Kristján Jónasson vélstjóri, f. 28. júlí 1902 í Hlíðarhúsi, d. 14. júlí 1976.
3. Karl Gunnar Jónasson loftskeytamaður, f. 28. febrúar 1905 á Múla, d. 25. júlí 1934.
Börn Jónasar og síðari konu hans Kristínar Jónsdóttur
4. Bergsteinn Jónasson hafnarvörður, f. 17. desember 1912, d. 2. júlí 1996.
5. Kjartan Jónasson, f. 17. desember 1912, d. 26. nóvember 1918.

Jón var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, fluttist með þeim frá Berjanesi til Eyja 1899, var með þeim í Hlíðarhúsi 1901 og á Múla 1905, en þau skildu 1906.
Jón var með föður sínum á Múla 1906 og þar var Kristín Jónsdóttir lausakona 1906-1908, en vinnukona 1909, bústýra þar 1910, húsfreyja 1914.
Jón var með föður sínum og Kristínu fóstru sinni á Múla næstu árin og í hópnum var Kristján bróðir hans og Bergsteinn og Kjartan hálfbræður hans. Kjartan lést 1918.
Jón var vélstjóri til sjós 1920, bjó á Múla með fjölskyldunni.
Hann tók hið minna fiskiskipstjórapróf árið 1922.
Árið 1925 eignaðist hann fjórðapart í 12 tonna bát, sem hét Garðar VE 243, en var alltaf kallaður Múla-Garðar, til aðgreiningar frá samnefndum báti. Í Múla-Garðari átti Jón í 6 ár, en þá strandaði báturinn á Þykkvabæjarfjöru.
Eftir að Jón hætti sjómennsku vann hann við fiskaðgerð á vetrum, en við saltfiskmat vor og sumar. Í mörg ár var Jón fastur starfsmaður hjá Vinnslustöðinni.
Þau Anna giftu sig 1923, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra fimm mánaða gamalt. Þau bjuggu á Múla við giftingu, í Ásnesi 1924-1926, á Höfðabrekku 1927.
Þau bjuggu á Höfðabrekku 1930 með barnið Jónas hjá sér og Jón skráður útgerðarmaður, og enn 1931 við fæðingu Einars Jóhanns, bjuggu í nýbyggðu húsi sínu við Hásteinsveg 33 1934 með Jónas og Einar hjá sér. Þar bjuggu þau meðan báðum entist líf. Anna lést 1953 og Jón 1970.

I. Kona Jóns, (10. maí 1923), var Anna Einarsdóttir frá Háarima í Djúpárhreppi í Rang., f. 9. febrúar 1895, d. 7. október 1953.
Börn þeirra:
1. Jónas Jónsson bifreiðastjóri, f. 11. janúar 1924 í Ásnesi, d. 15. mars 2003.
2. Jóhannes Kristinn Jónsson, f. 17. ágúst 1929 á Höfðabrekku, d. 20. janúar 1930.
3. Einar Jóhann Jónsson bifreiðastjóri, f. 15. ágúst 1931 á Höfðabrekku, d. 28. janúar 2018.
4. Karl Gunnar Jónsson skipstjóri, f. 10. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 33.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.