Karl Gunnar Jónsson (skipstjóri)
Karl Gunnar Jónsson frá Hásteinsvegi 33, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, framkvæmdastjóri fæddist þar 10. febrúar 1937.
Foreldrar hans voru Jón Jónasson frá Múla, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, fiskimatsmaður, f. 8. ágúst 1895, d. 23. apríl 1970, og kona hans Anna Einarsdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1895, d. 7. október 1953.
Börn Önnu og Jóns:
1. Jónas Jónsson bifreiðastjóri, f. 11. janúar 1924 í Ásnesi, d. 15. mars 2003.
2. Jóhannes Kristinn Jónsson, f. 17. ágúst 1929 á Höfðabrekku, d. 20. janúar 1930.
3. Einar Jóhann Jónsson bifreiðastjóri, f. 15. ágúst 1931 á Höfðabrekku, d. 28. janúar 2018.
4. Karl Gunnar Jónsson skipstjóri, f. 10. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 33.
Karl lauk Stýrimannaskóla Íslands 1961.
Hann var við fiskvinnslu til 1953, hóf sjómannsstörf á Sjöstjörnunni, hóf farmannsstörf 1957 á ms. Kötlu, var stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum, en var síðan framkvæmdastjóri hjá skipafélaginu Fragtskip hf.
Þau Arndís Sigurbjörg giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Kona Karls er Arndís Sigurbjörg Hólmsteinsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 12. febrúar 1931. Foreldrar hennar voru Hólmsteinn Helgason á Raufarhöfn, útgerðarmaður, síldarverkandi, oddviti, kennari, kaupfélagsstjóri, f. 5. maí 1893 á Kálfaströnd v. Mývatn, d. 29. apríl 1988, og kona hans Jóhanna Bjarnadóttir frá Grjótnesi á Melrakkasléttu, húsfreyja, f. 3. júlí 1901, d. 5. janúar 1994.
Börn þeirra:
1. Anna Karlsdóttir, f. 21. nóvember 1968.
2. Hólmsteinn Karlsson, f. 9. október 1971.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Jóhönnu Björnsdóttur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.