„Rakel Káradóttir (Presthúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 18: Lína 18:
#[[Jón Trausti Kárason|Jón Trausti]] aðalbókari í Reykjavík, f. 9. febrúar 1920, d. 24. nóvember 2011;   
#[[Jón Trausti Kárason|Jón Trausti]] aðalbókari í Reykjavík, f. 9. febrúar 1920, d. 24. nóvember 2011;   
#Kári, f. 4. júlí 1921, d. 27. febrúar 1924;
#Kári, f. 4. júlí 1921, d. 27. febrúar 1924;
#[[Svala Káradóttir (Presthúsum)|Guðríður Svala]] öryrki, f. 16. júlí 1922, d. 13. desember 2005;
#[[Svala Káradóttir (Presthúsum)|Guðríður ''Svala'']] öryrki, f. 16. júlí 1922, d. 13. desember 2005;
#[[Kári Kárason (Presthúsum)|Kári Þórir]] múrari í Reykjavík, f. 9. maí 1924, d. 10. maí 2009;  
#[[Kári Kárason (Presthúsum)|Kári Þórir]] múrari í Reykjavík, f. 9. maí 1924, d. 10. maí 2009;  
#Karl, f. 24. júlí 1925, d. 16. febrúar 1935.
#Karl, f. 24. júlí 1925, d. 16. febrúar 1935.

Útgáfa síðunnar 6. ágúst 2019 kl. 15:04

Rakel Káradóttir.

Rakel Káradóttir frá Presthúsum fæddist 4. september 1917 í Hvíld og lést 10. ágúst 1980.
Foreldrar hennar voru Kári Sigurðsson bóndi, bátsformaður, útvegsbóndi í Hvíld og Presthúsum, f. 12. júlí 1880 í Selshjáleigu í V-Landeyjum, d. 10. ágúst 1925, og kona hans Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1879 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 25. mars 1965 í Reykjavík.

Börn Þórunnar og Kára voru:

  1. Ingileif, f. 10. júní 1903, d. 16. júní 1903;
  2. Helga húsfreyja á Önundarstöðum í A-Landeyjum, f. 30. maí 1904, d. 13. júní 1999;
  3. Óskar byggingafulltrúi í Eyjum, f. 9. ágúst 1905, d. 2. maí 1970;
  4. Ingileif húsfreyja í Reykjavík, f. 21. október 1906, d. 29. ágúst 2003;
  5. Sigurbjörn kaupmaður í Reykjavík, f. 31. maí 1908, d. 21. apríl 1997;
  6. Þórður sjómaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1909, d. 20. febrúar 1933. Hann ólst upp hjá föðursystur sinni Önnu Sigurðardóttur og Jóni Jónssyni að Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum. Hann drukknaði, er línuveiðarinn Papey fórst eftir árekstur á Sundunum hjá Reykjavík.
  7. Guðni bakari og lengst skrifstofumaður og verzlunarmaður í Reykjavík, f. 10. september 1910, d. 18. ágúst 2004;
  8. Nanna saumakona í Reykjavík, f. 1. marz 1912, d. 14. júní 1978;
  9. Sölmundur, f. 23. apríl 1913, d. 7. apríl 1914;
  10. Laufey, f. 10. marz 1914, d. 14. ágúst 1917;
  11. Arnkell, f. 4. apríl 1916, d. 12. marz 1917;
  12. Rakel húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1917, d. 10. ágúst 1980;
  13. Jón Trausti aðalbókari í Reykjavík, f. 9. febrúar 1920, d. 24. nóvember 2011;
  14. Kári, f. 4. júlí 1921, d. 27. febrúar 1924;
  15. Guðríður Svala öryrki, f. 16. júlí 1922, d. 13. desember 2005;
  16. Kári Þórir múrari í Reykjavík, f. 9. maí 1924, d. 10. maí 2009;
  17. Karl, f. 24. júlí 1925, d. 16. febrúar 1935.

Rakel var með foreldrum sínum í Hvíld og síðan í Presthúsum, en hún var tæpra átta ára, er faðir hennar lést 1925.
Hún var með móður sinni og systkinum í Presthúsum.
Þau Þorkell Guðlaugur giftu sig í Eyjum 1939 og bjuggu í Presthúsum, eignuðust tvö börn þar. Þau fluttust til Reykjavíkur síðari hluta fimmta áratugarins, en Rakel átti við berklaveiki að stríða og dvaldi löngum á Vífilsstöðum.
Þau byggðu húsið að Njörvasundi 23 með þátttöku Kára bróður Rakelar og þar bjuggu fjölskyldur beggja ásamt Þórunni móður systkinanna.
Rakel lést 1980 og Þorkell 1998.

I. Maður Rakelar, (9. desember 1939), var Þorkell Guðlaugur Sigurðsson frá Njarðvík á Borgarfirði eystra, vélstjóri, járnsmiður, f. 16. janúar 1913, d. 25. desember 1998.
Börn þeirra:
1. Karl Þór Þorkelsson útvarpsvirki í Reykjavík, f. 15. október 1939 í Presthúsum, d. 8. júní 2010. Kona hans, skildu, er Sigrún Reykjalín Eymundsdóttir.
2. Sigurður Þorkelsson vélvirki hjá Marel hf., f. 19. september 1943 í Presthúsum. Kona Messíana Gísladóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.