Jón Trausti Kárason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Trausti Kárason.

Jón Trausti Kárason frá Presthúsum, aðalbókari fæddist 9. febrúar 1920 í Hvíld og lést 24. nóvember 2011.
Foreldrar hans voru Kári Sigurðsson bóndi, bátsformaður, útvegsbóndi í Hvíld og Presthúsum, f. 12. júlí 1880 í Selshjáleigu í V-Landeyjum, d. 10. ágúst 1925, og kona hans Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1879 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 25. mars 1965 í Reykjavík.

Börn Þórunnar og Kára voru:

 1. Ingileif, f. 10. júní 1903, d. 16. júní 1903;
 2. Helga húsfreyja á Önundarstöðum í A-Landeyjum, f. 30. maí 1904, d. 13. júní 1999;
 3. Óskar byggingafulltrúi í Eyjum, f. 9. ágúst 1905, d. 2. maí 1970;
 4. Ingileif húsfreyja í Reykjavík, f. 21. október 1906, d. 29. ágúst 2003;
 5. Sigurbjörn kaupmaður í Reykjavík, f. 31. maí 1908, d. 21. apríl 1997;
 6. Þórður sjómaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1909, d. 20. febrúar 1933. Hann ólst upp hjá föðursystur sinni Önnu Sigurðardóttur og Jóni Jónssyni að Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum. Hann drukknaði, er línuveiðarinn Papey fórst eftir árekstur á Sundunum hjá Reykjavík.
 7. Guðni bakari og lengst skrifstofumaður og verzlunarmaður í Reykjavík, f. 10. september 1910, d. 18. ágúst 2004;
 8. Nanna saumakona í Reykjavík, f. 1. marz 1912, d. 14. júní 1978;
 9. Sölmundur, f. 23. apríl 1913, d. 7. apríl 1914;
 10. Laufey, f. 10. marz 1914, d. 14. ágúst 1917;
 11. Arnkell, f. 4. apríl 1916, d. 12. marz 1917;
 12. Rakel húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1917, d. 10. ágúst 1980;
 13. Jón Trausti aðalbókari í Reykjavík, f. 9. febrúar 1920, d. 24. nóvember 2011;
 14. Kári, f. 4. júlí 1921, d. 27. febrúar 1924;
 15. Guðríður Svala öryrki, f. 16. júlí 1922, d. 13. desember 2005;
 16. Kári Þórir múrari í Reykjavík, f. 9. maí 1924, d. 10. maí 2009;
 17. Karl, f. 24. júlí 1925, d. 16. febrúar 1935.

Jón Trausti var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hans lést er Jón Trausti var á sjötta árinu. Hann ólst upp með móður sinni og systkinum í Presthúsum.
Hann lauk verslunarskólaprófi 1941og vann í Reykjavík um árs skeið.
Þau Bjarghildur fluttust til Stykkishólms þar sem hann vann hjá Kaupfélaginu til 1946, en um haustið fluttust þau til Reykjavíkur og þar starfaði Jón Trausti hjá Landsíma Íslands (síðar Póstur og sími) og þar vann hann síðan og var aðalbókari stofnunarinnar frá 1960. Einnig vann hann fyrir Félag símamanna og var virkur í íþróttastarfi meðan hann bjó í Stykkishólmi.
Þau Bjarghildur giftu sig 1942, eignuðust fjögur börn. Í Reykjavík bjuggu þau í Efstasundi 83 í fimmtíu og fimm ár, en síðustu tíu ár sín í Hlíðarhúsum 3-5 í Grafarvogi.
Jón Trausti lést 2011 og Bjarghildur Soffía 2013.

I. Kona Jóns Trausta, (28. maí 1942), var Bjarghildur Soffía Stefánsdóttir húsfreyja, blaðamaður, f. 28. maí 1920 í Stykkishólmi, d. 18. nóvember 2013. Foreldrar hennar voru Stefán Lýður Jónsson skólastjóri, námsstjóri, f. 10. mars 1883 á Snorrastöðum, Hnapp., d. 9. desember 1969, og fyrri kona hans Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, saumakona, f. 2. ágúst 1900 á Skeiði í Selárdal við Arnarfjörð, d. 12. apríl 1997.
Börn þeirra:
1. Stefán Jónsson, f. 18. nóvember 1942, d. 20. júnhí 1943.
2. Gylfi Stefánsson loftskeytamaður, skrifstofustjóri, f. 21. maí 1944. Kona hans Þórunn Ásgeirsdóttir.
3. Birgir Jónsson jarðverkfræðingur, yfirverkfræðingur hjá Orkustofnun, f. 28. maí 1946. Kona hans Dagrún Þórðardóttir.
4. Kári Jónsson loftskeytamaður, mannfræðingur, f. 27. febrúar 1952. Kona hans Hermína Hermannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.