Ingileif Káradóttir (Presthúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingileif Káradóttir.

Ingileif Káradóttir frá Presthúsum, húsfreyja í Reykjavík fæddist 21. október 1906 í Vesturholtum u. V-Eyjafjöllum og lést 29. ágúst 2003 á Droplaugarstöðum.
Foreldrar hennar voru Kári Sigurðsson bóndi, bátsformaður, útvegsbóndi í Hvíld og Presthúsum, f. 12. júlí 1880 í Selshjáleigu í V-Landeyjum, d. 10. ágúst 1925, og kona hans Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1879 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 25. mars 1965 í Reykjavík.

Börn Þórunnar og Kára voru:

 1. Ingileif, f. 10. júní 1903, d. 16. júní 1903;
 2. Helga húsfreyja á Önundarstöðum í A-Landeyjum, f. 30. maí 1904, d. 13. júní 1999;
 3. Óskar byggingafulltrúi í Eyjum, f. 9. ágúst 1905, d. 2. maí 1970;
 4. Ingileif húsfreyja í Reykjavík, f. 21. október 1906, d. 29. ágúst 2003;
 5. Sigurbjörn kaupmaður í Reykjavík, f. 31. maí 1908, d. 21. apríl 1997;
 6. Þórður sjómaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1909, d. 20. febrúar 1933. Hann ólst upp hjá föðursystur sinni Önnu Sigurðardóttur og Jóni Jónssyni að Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum. Hann drukknaði, er línuveiðarinn Papey fórst eftir árekstur á Sundunum hjá Reykjavík.
 7. Guðni bakari og lengst skrifstofumaður og verzlunarmaður í Reykjavík, f. 10. september 1910, d. 18. ágúst 2004;
 8. Nanna saumakona í Reykjavík, f. 1. marz 1912, d. 14. júní 1978;
 9. Sölmundur, f. 23. apríl 1913, d. 7. apríl 1914;
 10. Laufey, f. 10. marz 1914, d. 14. ágúst 1917;
 11. Arnkell, f. 4. apríl 1916, d. 12. marz 1917;
 12. Rakel húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1917, d. 10. ágúst 1980;
 13. Jón Trausti aðalbókari í Reykjavík, f. 9. febrúar 1920, d. 24. nóvember 2011;
 14. Kári, f. 4. júlí 1921, d. 27. febrúar 1924;
 15. Guðríður Svala öryrki, f. 16. júlí 1922, d. 13. desember 2005;
 16. Kári Þórir múrari í Reykjavík, f. 9. maí 1924, d. 10. maí 2009;
 17. Karl, f. 24. júlí 1925, d. 16. febrúar 1935.

Ingileif var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Vesturholtum til 1910, á Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (nú Bólstaður) í A-Landeyjum 1910-1913, er þau fluttust til Eyja, bjuggu í fyrstu í Hvíld, en síðan í Presthúsum.
Á unga aldri vann hún hjá Rosinkjær bakara og konu hans. 16 ára fylgdi hún þeim til Danmerkur, þar sem hún lærði saumaiðn og skermagerð og stundaði þá iðn síðar, saumaði smábarnaföt, sem hún seldi í verslanir.
Þau Björn giftu sig 1934, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu við Eiríksgötu í Reykjavík, en síðar lengst á Reynimel 55.
Björn lést 1981. Ingileif fluttist í Espigerði 2, en dvaldi að síðustu á Droplaugarstöðum.
Ingileif lést 2003.

I. Maður Ingileifar, (26. janúar 1934), var Björn Kristjánsson Jónsson bókari, kaupmaður í Reykjavík, f. 24. nóvember 1911, d. 1. október 1981. Foreldrar hans voru Jón Björnsson kaupmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík, f. 29. september 1887, d. 25. ágúst 1949 og kona hans Jakobína Sigurveig Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. desember 1887, d. 16. janúar 1967.
Börn þeirra:
1. Kolbrún Björnsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1934. Maður hennar Örn Baldvinsson.
2. Jón Björnsson lyfjafræðingur, f. 28. júlí 1936, d. 11. september 2010. Kona hans Anna Ottesen.
3. Björn J. Björnsson bifreiðastjóri, f. 28. júlí 1938, d. 7. ágúst 2013. Kona hans Áslaug Kjartansdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.