Kári Kárason (Presthúsum)
Kári Þórir Kárason frá Presthúsum, múrarameistari´starfsmaður Fasteignamats Ríkisins fæddist þar 9. maí 1924 og lést 10. maí 2009 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Kári Sigurðsson bóndi, bátsformaður, útvegsbóndi í Hvíld og Presthúsum, f. 12. júlí 1880 í Selshjáleigu í V-Landeyjum, d. 10. ágúst 1925, og kona hans Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1879 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 25. mars 1965 í Reykjavík.
Börn Þórunnar og Kára voru:
- Ingileif, f. 10. júní 1903, d. 16. júní 1903;
- Helga húsfreyja á Önundarstöðum í A-Landeyjum, f. 30. maí 1904, d. 13. júní 1999;
- Óskar byggingafulltrúi í Eyjum, f. 9. ágúst 1905, d. 2. maí 1970;
- Ingileif húsfreyja í Reykjavík, f. 21. október 1906, d. 29. ágúst 2003;
- Sigurbjörn kaupmaður í Reykjavík, f. 31. maí 1908, d. 21. apríl 1997;
- Þórður sjómaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1909, d. 20. febrúar 1933. Hann ólst upp hjá föðursystur sinni Önnu Sigurðardóttur og Jóni Jónssyni að Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum. Hann drukknaði, er línuveiðarinn Papey fórst eftir árekstur á Sundunum hjá Reykjavík.
- Guðni bakari og lengst skrifstofumaður og verzlunarmaður í Reykjavík, f. 10. september 1910, d. 18. ágúst 2004;
- Nanna saumakona í Reykjavík, f. 1. marz 1912, d. 14. júní 1978;
- Sölmundur, f. 23. apríl 1913, d. 7. apríl 1914;
- Laufey, f. 10. marz 1914, d. 14. ágúst 1917;
- Arnkell, f. 4. apríl 1916, d. 12. marz 1917;
- Rakel húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1917, d. 10. ágúst 1980;
- Jón Trausti aðalbókari í Reykjavík, f. 9. febrúar 1920, d. 24. nóvember 2011;
- Kári, f. 4. júlí 1921, d. 27. febrúar 1924;
- Guðríður Svala öryrki, f. 16. júlí 1922, d. 13. desember 2005;
- Kári Þórir múrari í Reykjavík, f. 9. maí 1924, d. 10. maí 2009;
- Karl, f. 24. júlí 1925, d. 16. febrúar 1935.
Kári var aðeins stutta stund með báðum foreldrum sínum í Presthúsum, því að faðir hans lést árið eftir að Kári fæddist.
Hann var með móður sinni og systkinum, sat tvo vetur í Gagnfræðaskólanum. Hann lauk sveins- og meistaranámi í múraraiðn í Iðnskólanum í Reykjavík og nam tæknifræði í Svíþjóð.
Kári vann við iðngrein sína, en dvaldi í Noregi 1980-1982. Eftir heimkomu 1982 vann hann hjá Fasteignamati Ríkisins.
Þau Anna giftu sig 1952, eignuðust fimm börn. Þau byggðu húsið að Njörvasundi 23 í Reykjavík ásamt Rakel systur sinni og Þorkeli manni hennar. Þar átti Þórunn móðir þeirra skjól í kjallaranum.
Kári Þórir lést 2009 og Anna Jakobína 2013.
I. Kona Kára Þóris, (4. apríl 1952), var Anna Jakobína Eiríksdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 19. júlí 1924, d. 5. október 2013. Foreldrar hennar voru Eiríkur Guðmundsson bóndi á Dröngum, síðar á Akranesi og í Kópavogi, f. 7. janúar 1895, d. 25. júní 1876, og kona hans Karítas Ragnheiður Pétursdóttir Söbeck húsfreyja, f. 11. september 1892, d. 1. janúar 1989.
Börn þeirra:
1. Þórunn Káradóttir Hvasshovd húsfreyja, f. 6. desember 1951. Maður hennar er Stein Hvasshovd.
2. Aðalsteinn Freyr Kárason farmaður, eigandi Efnalaugar Árbæjar, bifreiðastjóri, f. 1. desember 1954. Barnsmóðir hans var Erla Ó. Melsteð
3. Bergþór Njáll Kárason, f. 27. mars 1957. Kona Guðríður Jónsdóttir.
4. Berglind Anna Káradóttir húsfreyja, f. 5. október 1958. Maður Sigurður H. Árnason.
5. Ragnheiður Svala Káradóttir húsfreyja, f. 12. desember 1963. Maður Pálmi Þ. Ívarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 15. maí 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1930-1943.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.