„Ármann Jónsson (Hjálmholti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Ármann Jónsson. '''Ármann Jónsson''' frá Hjálmholti, verkamaður, sjómaður fæddist þar 27. ágúst 1928 og lés...) |
m (Verndaði „Ármann Jónsson (Hjálmholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 13. júlí 2019 kl. 21:40
Ármann Jónsson frá Hjálmholti, verkamaður, sjómaður fæddist þar 27. ágúst 1928 og lést 31. október 2013.
Foreldrar hans voru Sigríður Ingibergsdóttir frá Hjálmholti, síðar húsfreyja á Kirkjubóli í Skutulsfirði og í Reykjavík, f. 31. maí 1911, d. 20. janúar 2002, og barnsfaðir hennar Jón Finnbogi Bjarnason frá Ármúla á Langanesströnd, veitingamaður, f. 28. febrúar 1886, d. 9. júní 1952.
Fósturfaðir Ármanns var Jóhann Vilhjálmur Guðlaugsson bóndi, verkamaður, f. 6. júni 1906 í Steinstúni í Árneshreppi, Strand., d. 6. október 2002.
Börn Jóns Finnboga og Margrétar Maríu Pálsdóttur konu hans:
1. Páll Jónsson, f. 27. maí 1909, d. á Ísafirði 23. febrúar 1927.
2. Ragnhildur Ingibjörg (Jónsdóttir) Ásgeirsdóttir, f. 16. júlí 1910, d. 22. júlí 1981. Hún var kjörbarn sr. Ásgeirs Ásgeirssonar frá Hvammi og Ragnhildar föðursystur sinnar. Menn hennar, skildu, voru Sigurður Ólason og Ófeigur Ófeigsson.
3. Bjarni Gíslason Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður í Garðshorni, f. 28. september 1911 á Ísafirði, d. 2. janúar 1999.
4. Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 10. september 1914, d. 21. maí 1915.
5. Magnús Jónsson kennari, skólastjóri, f. 7. ágúst 1916, d. 6. júní 2012.
6. Ásgeir Jónsson fulltrúi á Skattstofunni í Reykjavík, f. 21. apríl 1919, d. 29. maí 2004. Kona hans var Hulda Guðmundsdóttir.
7. Drengur Jónsson, f. 21. mars 1922, d. 22. mars 1922.
Barn Jóns Finnboga og Jónínu Maríu Pétursdóttur:
8. Guðmundur Eyberg Helgason bóndi á Kárastöðum á Vatnsnesi, V-Hún., f. 14. nóvember 1924, d. 26. maí 1979. Kona hans var Ingibjörg Margrét Kristjánsdóttir.
Börn Jóns Finnboga og sambýliskonu hans Árnýjar Friðriksdóttur:
9. Þorbjörg Fanný Jónsdóttir, f. 10. október 1928, d. 5. september 1931.
10. Guðrún Kolbrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1929 í Viðey. Maður hennar var Sigurður Árnason.
11. Hilmar Jónsson, f. 6. ágúst 1930 í Valhöll.
Barn Sigríðar Ingibergsdóttur og Jóhanns V. Guðlaugssonar:
12. Ingibjörg Edda Jóhannsdóttir, f. 7. febrúar 1932, kjörbarn Jóhanns. Fyrri maður hennar, skildu, var Brandur Brynjólfsson. Síðari maður hennar er Magnús Magnússon.
13. Guðlaugur Jóhannsson, f. 24. apríl 1936, d. 26. febrúar 1942.
14. Guðlaugur Reynir Jóhannsson, f. 25. ágúst 1944. Kona hans er Berglind Oddgeirsdóttir.
Ármann var með móður sinni í æsku, í Hjálmholti 1930. Hann fluttist með henni til Reykjavíkur og var með henni og Jóhanni Guðlaugssyni.
Hann gerðist verkamaður og sjómaður, en síðari hluta ævinnar vann hann í Straumsvík.
Þau Margrét Sigríður giftu sig, eignuðust fjögur börn, en skildu.
Að síðustu dvaldi Ármann í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Hann lést 2013.
I. Kona Ármanns, (3. júní 1958, skildu), var Margrét Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 21. mars 1930 í Laufási í Miðneshreppi, d. 3. október 2010. Foreldrar hennar voru Einar Gestsson vélstjóri, f. 20. nóvember 1898, d. 20. febrúar 1990, og Valgerður Guðrún Gísladóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. desember 1886, d. 23. júní 1980.
Börn þeirra:
1. Haukur Ármannsson, f. 15. september 1955. Fyrri kona hans , skildu, var He Zirong Ármannsson. Síðari kona Hauks var Þórey Aðalsteinsdóttir, látin.
2. Valgarður Ármannsson vélstjóri, f. 16. febrúar 1958. Kona hans, skildu, er Elínborg Jóhanna Þorsteinsdóttir.
3. Guðbjörn Ármannsson, Hrauntúni 34, f. 12. júlí 1963. Kona hans er Stefanía Ástvaldsdóttir.
4. Einar Bergur Ármannsson, f. 6. júlí 1970, d. 16. ágúst 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 8. nóvember 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.