„Pétur Valdimarsson (Varmadal)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 27: Lína 27:
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Íslendingabók.is.
*Íslendingabók.is.
*Morgunblaðið  29. desember 2004 og 26. febrúar 2005. Minningargreinar. *Prestþjónustubækur. }}
*Morgunblaðið  29. desember 2004 og 26. febrúar 2005. Minningargreinar.  
*Prestþjónustubækur. }}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Sjómenn]]
[[Flokkur: Sjómenn]]

Útgáfa síðunnar 18. nóvember 2020 kl. 19:54

Strfán Pétur Valdimarsson.

Stefán Pétur Valdimarsson frá Varmadal, sjómaður, matsveinn, þungavinnuvélastjóri fæddist 20. júní 1942 í Varmadal og lést 19. desember 2004 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1911 í Vallanesi á Héraði, d. 24. ágúst 2002, og maður hennar Valdimar Sveinsson frá Varmadal, sjómaður, f. 18. júní 1905 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 27. janúar 1947.

Börn Valdimars og Margrétar:
1. Sveinn Valdimarsson, f. 11. ágúst 1934, kvæntur Arnlaugu Láru Þorgeirsdóttur, f. 10. ágúst 1932.
2. Andvana drengur, f. 23. nóvember 1936 í Varmadal.
3. Esther Valdimarsdóttir, f. 10. desember 1938, gift Guðna Grímssyni, f. 13. nóvember 1834.
4. Stefán Pétur Valdimarsson, f. 20. júní 1942, d. 19. desember 2004, kvæntur Önnu Aðalbjörgu Sigfúsdóttur, f. 27. október 1945, d. 21. febrúar 2005.
5. Sigríður Valdimarsdóttir, f. 31. janúar 1945, gift Sveini Óskari Ólafssyni, f. 7. febrúar 1944.
6. Árnór Páll Valdimarsson, f. 30. júní 1946, kvæntur Svanhildi Eiríksdóttur, f. 14. maí 1947.
7. Drengur, sem dó 1932.

Pétur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf sjómennsku 15 ára gamall með Elíasi föðurbróður sínum á Sjöstjörnunni, en var síðar á Huginn.
Þau Anna giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn, bjuggu á Nýjabergi við Miðstræti.
Við gosið 1973 fluttust þau til Keflavíkur, þar sem Pétur vann á þungavinnuvélum hjá Rekunni. Þau fluttu til Eyja 1980 og bjuggu á Hólagötu 18.
Pétur fór til sjós, var lengi kokkur á Valdimar Sveinssyni VE, síðan á Gullbergi VE, en síðustu árin vann hann á þungavinnuvélum. Hann lést 2004 og Anna 2005.

I. Kona Stefáns Péturs, (24. desember 1965), var Anna Aðalbjörg Sigfúsdóttir húsfreyja, fiskverkakona frá Raufarhöfn, f. 27. október 1945, d. 21. febrúar 2005.
Börn þeirra:
1. Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 20. október 1965. Maður hennar er Ingibergur Óskarsson.
2. Sigfús Pétur Pétursson, f. 11. júlí 1968. Kona hans er Salóme Ýr Rúnarsdóttir.
3. Valdimar Helgi Pétursson, f. 31. ágúst 1976. Kona hans er Anna Valsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 29. desember 2004 og 26. febrúar 2005. Minningargreinar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.