„Gunnar Haraldsson (Nikhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Gunnar Haraldsson. '''Gunnar Þorbjörn Haraldsson''' frá Nikhól, vélstjóri, húsvörður fæddist þar 21. apríl 1928 o...)
 
m (Verndaði „Gunnar Haraldsson (Nikhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 26. nóvember 2018 kl. 16:59

Gunnar Haraldsson.

Gunnar Þorbjörn Haraldsson frá Nikhól, vélstjóri, húsvörður fæddist þar 21. apríl 1928 og lést 30. desember 2010 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Haraldur Þorsteinsson frá Grímsstöðum í V-Landeyjum, verkamaður í Nikhól og á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974, og kona hans Matthildur Málfríður Gísladóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1898 í Norðurhjáleigu í Álftaveri, d. 31. mars 1976.

Börn Matthildar og Haraldar:
1. Þóra Haraldsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1925 í Litla-Gerði, d. 13. apríl 2001.
2. Þorsteina Guðbjörg Haraldsdóttir, f. 14. júní 1926 í Nikhól, d. 27. mars 1927.
3. Gunnar Þorbjörn Haraldsson vélstjóri, húsvörður, f. 21. apríl 1928 í Nikhól, d. 30. desember 2010.
4. Óskar Haraldsson netagerðarmeistari, f. 7. ágúst 1929 í Nikhól, d. 22. ágúst 1985.
5. Guðbjörg Erla Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, verkakona, f. 21. júlí 1931 í Nikhól, d. 5. júní 2018..

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku, fyrst í Nikhól, en síðan á Grímsstöðum.
Hann lauk minna mótorvélstjóraprófi 1950 og 2. stigi í Vélskóla Íslands 1968.
Gunnar var vélstjóri á Erlingi VE-325 1950-1953, Ófeigi II. VE-324 og Ófeigi III. VE-325 1955-1962. Þá kom hann í land og vann vélstjórn í Ísfélagi Vestmannaeyja. Þá var hann vélstjóri á Gideon VE 7 1967-1969, á Halkion VE-205 1969-1974 og á Gullbergi VE 292 1975-1982.
Þegar hann hætti á sjó varð hann húsvörður í Hamarsskóla. Þar vann hann til starfsloka. Þau Jórunn giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Grímsstöðum til 1957, á Illugagötu 9 1957 til Goss. Þau bjuggu í Reykjavík um skeið eftir Gosið, en fluttust þá til Eyja og bjuggu um skeið á Heiðarvegi 42, þá á Dverghamri 30, voru þar 1986, en bjuggu á Áshamri 33 við andlát Gunnars.
Gunnar lést 2010. Jórunn býr á Eyjahrauni 2.

I. Kona Gunnars, (31. maí 1952), var Jórunn Guðný Helgadóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. 11. júní 1929.
Börn þeirra:
1. Helgi Benóný Gunnarsson stýrimaður, bóndi, verkstjóri á Hellu, f. 3. október 1952.
2. Haraldur Þorsteinn Gunnarsson smiður, verkamaður í Eyjum, f. 1. maí 1956.
3. Matthildur Gunnarsdóttir húsfreyja, tækniteiknari í Kópavogi, f. 15. október 1958.
4. Nanna Björk Gunnarsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 16. ágúst 1962.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.