Matthildur Gísladóttir (Nikhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Matthildur Málfríður Gísladóttir húsfreyja í Nikhól og á Grímsstöðum fæddist 22. janúar 1898 í Norðurhjáleigu í Álftaveri, V-Skaft. og lést 31. mars 1976.
Foreldrar hennar voru Gísli Magnússon bóndi, f. 1. febrúar 1862 í Jórvík í Álftaveri, d. 26. júní 1952 í Norðurhjáleigu, og kona hans Þóra Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 24. nóvember 1862 í Hraungerði í Álftaveri, d. 3. febrúar 1948 í Norðurhjáleigu.

Systir Matthildar í Eyjum:
1. Vigdís Anna Gísladóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1893, d. 24. febrúar 1972. Maður hennar var Sigurður Jónsson.

Matthildur var með foreldrum sínum til 1924, en þá fluttist hún til Eyja.
Þau Haraldur giftu sig 1925, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu í Litla-Gerði við fæðingu Þóru 1925, en voru komin í Nikhól við Hásteinsveg 38 síðari hluta ársins, bjuggu þar, uns þau fluttust á Grímsstaði síðari hluta fimmta áratugarins.

I. Maður Matthildar Málfríðar, (24. október 1925), var Haraldur Þorsteinsson frá Grímsstöðum í V-Landeyjum, verkamaður í Nikhól og á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974.
Börn þeirra:
1. Þóra Haraldsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1925 í Litla-Gerði, d. 13. apríl 2001.
2. Þorsteina Guðbjörg Haraldsdóttir, f. 14. júní 1926 í Nikhól, d. 27. mars 1927.
3. Gunnar Þorbjörn Haraldsson vélstjóri, húsvörður, f. 21. apríl 1928 í Nikhól, d. 30. desember 2010.
4. Óskar Haraldsson netagerðarmeistari, f. 7. ágúst 1929 í Nikhól, d. 22. ágúst 1985.
5. Guðbjörg Erla Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, verkakona, f. 21. júlí 1931 í Nikhól, d. 5. júní 2018..


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.