„Árný Árnadóttir (Eiðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Árný Magnea Steinunn Árnadóttir''' húsfreyja á Eiðum fæddist 18. september 1901 í Stíghúsi og lést 2. nóvember 1960.<br> Foreldrar hennar voru Árni Jónsson (St...)
 
m (Verndaði „Árný Árnadóttir (Eiðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 21. október 2018 kl. 13:36

Árný Magnea Steinunn Árnadóttir húsfreyja á Eiðum fæddist 18. september 1901 í Stíghúsi og lést 2. nóvember 1960.
Foreldrar hennar voru Árni Jónsson sjómaður í Stíghúsi, f. 16. maí 1878, fórst 20. maí 1901 með Sjólyst við Bjarnarey, og sambýliskona hans Ólöf Jónsdóttir, f. 26. janúar 1875 á Borgarhól hjá Kúfhóli í A-Landeyjum, d. 17. janúar 1963.

Móðurbróðir Árnýjar var
1. Jón Jónsson í Hlíð,
og föðurbræður hennar voru:
1. Guðjón Jónsson formaður á Sandfelli, f. 21. mars 1873, d. 1. júlí 1941.
2. Valdi Jónsson sjómaður í Sandgerði, f. 21. júní 1874, d. 21. ágúst 1947.
3. Magnús Jónsson steinhleðslumeistari, f. 17. maí 1875, d. 25. október 1958.

Faðir Árnýjar drukknaði áður en hún fæddist. Hún var með móður sinni og síðan henni og stjúpföður sínum Antoníusi Þorvaldi Baldvinssyni.
Hún giftist Guðmundi 1923, bjó í fyrstu í Byggðarholti, en 1925 voru þau komin á Eiðar og bjuggu þar síðan.
Vegna langvarandi veikinda Árnýjar þurftu hjónin að koma yngri börnum sínum fyrir hjá ættingjum. Árið 1934 voru Stella og Sigurður til heimilis á Eiðum, en yngri börn hjá ættingjum.
Árný lést 1960 og Guðmundur 1976.

I. Maður Árnýjar, (24. nóvember 1923), var Guðmundur Eyjólfsson sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, f. 24. nóvember 1900 á Iðu í Biskupstungum, d. 1. október 1976.
Börn þeirra:
1. Ólöf Stella Guðmundsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. júlí 1923 í Byggðarholti.
2. Sigurður Guðmundsson netagerðarmaður, síðar í Þorlákshöfn, f. 14. janúar 1925 á Eiðum, d. 12. september 2002.
3. Árni Guðmundsson vélstjóri, síðar húsvörður í Kópavogi, f. 25. júní 1926 á Eiðum, d. 12. nóvember 2000.
4. Ólafur Guðmundsson trésmíðameistari, kennari á Húsavík, f. 26. október 1927 á Eiðum, d. 10. ágúst 2007.
5. Anton Guðmundsson vélsmiður í Reykjavík, f. 29. júlí 1929 á Eiðum, d. 10. ágúst 2013.
6. Páll Valdimar Karl Guðmundsson, f. 13. október 1930 á Eiðum, d. 14. apríl 1931.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.