Stella Guðmundsdóttir (Eiðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Stella Guðmundsdóttir frá Eiðum, húsfreyja í Kópavogi fæddist 29. júlí 1923 í Byggðarholti.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfsson sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, f. 24. nóvember 1900 á Iðu í Biskupstungum, d. 1. október 1976, og kona hans Árný Magnea Steinunn Árnadóttir frá Byggðarholti, f. 18. september 1901 í Stíghúsi, d. 2. nóvember 1960.

Börn Árnýjar og Guðmundar:
1. Ólöf Stella Guðmundsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. júlí 1923 í Byggðarholti.
2. Sigurður Guðmundsson netagerðarmaður, síðar í Þorlákshöfn, f. 14. janúar 1925 á Eiðum, d. 12. september 2002.
3. Árni Guðmundsson vélstjóri, síðar húsvörður í Kópavogi, f. 25. júní 1926 á Eiðum, d. 12. nóvember 2000.
4. Ólafur Guðmundsson trésmíðameistari, kennari á Húsavík, f. 26. október 1927 á Eiðum, d. 10. ágúst 2007.
5. Anton Guðmundsson vélsmiður í Reykjavík , f. 29. júlí 1929 á Eiðum, d. 10. ágúst 2013.
6. Páll Valdimar Karl Guðmundsson, f. 13. október 1930 á Eiðum, d. 14. apríl 1931.

Stella var með foreldrum sínum í æsku. Vegna veikinda móður sinnar tók hún snemma við störfum á Eiðum.
Hún fluttist til Reykjavíkur í byrjun 5. áratugarins, giftist Róbert og eignaðist fimm börn.
Róbert lést 2013.

I. Maður Stellu var Jón Róbert Arnfinnsson leikari, tónlistarmaður, f. 16. ágúst 1923 í Leipzig í Þýskalandi, d. 1. júlí 2013. Foreldrar hans voru Arnfinnur Jónsson, kennari, skólastjóri, alþingismaður, f. 7. maí 1896 að Hryggstekk í Skriðdal, S-Múl., d. 27. mars 1973 og kona hans Charlotte Meta Irene, fædd Korber, f. 9. ágúst 1894 í Leibzig, d. 30. júní 1971.
Börn þeirra:
1. Sandra Róbertsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1944, d. 4. maí 2011. Maður hennar var Einar Sigurðsson.
2. Alma Charlotte Róbertsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1947. Maður hennar er Þorlákur Hermannsson.
3. Arnheiður Linda Roberts Róbertsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1954. Maður hennar er Ólafur Þór Gunnarsson.
4. Agla Björk Róbertsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1961. Fyrri maður hennar var Ingvar Bragason. Síðari maður hennar er Stefán Kristjánsson.
5. Jón Róbert Róbertsson öryrki í Kópavogi, f. 9. mars 1965, d. 27. desember 2008.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 9. júlí 2013. Minning Róberts Arnfinnssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.