„Valdimar Árnason (Vallanesi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Valdimar Árnason''' sjómaður, skipstjóri, vélstjóri, verkamaður frá Borgum í Norðfirði fæddist 13. júlí 1885 og lést 4. ágúst 1965.<br> Foreldrar hans voru Árni F...) |
m (Verndaði „Valdimar Árnason (Vallanesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 26. nóvember 2017 kl. 18:00
Valdimar Árnason sjómaður, skipstjóri, vélstjóri, verkamaður frá Borgum í Norðfirði fæddist 13. júlí 1885 og lést 4. ágúst 1965.
Foreldrar hans voru Árni Finnbogason bóndi og smiður á Borgum, f. 28. febrúar 1857, d. 27. júní 1921, og kona hans Guðlaug Torfadóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1863, d. 18. janúar 1932.
Bræður Valdimars voru m.a.:
1. Karl Árnason fyrri maður Vigdísar Hjartardóttur, en þau voru foreldrar Kristínar konu Arnmundar Óskars Þorbjörnssonar netagerðarmanns frá Reynifelli.
2. Sigfinnur Árnason sjómaður á Hnausum, f. 10. maí 1890, drukknaði 2. ágúst 1913.
Valdimar Árnason fluttist til Eyja frá Norðfirði 1908. Hann var háseti og bjó með Jónínu í Gvendarhúsi 1909, eignaðist með henni Guðjón Kristinn Óskar 1909, en missti hana 1912.
Óskar sonur hans fór í fóstur til Guðrúnar Magnúsdóttur og Gísla Eyjólfssonar á Búastöðum eystri 1912 og ólst upp hjá þeim og eftir lát Gísla var hann þar í skjóli Guðrúnar og Eyjólfs sonar hennar.
Valdimar var leigjandi í Vallanesi 1914, mun hafa dvalið á Norðfirði um skeið 1915, bjó í Vallanesi í lok ársins 1915 með Halldóru ,,unnustu“ sinni og Jóni Bjarna nýfæddum syni þeirra, en Halldóra hafði alið hann á Norðfirði um haustið.
Hann var leigjandi í Vallanesi 1918 með Halldóru og tveim börnum þeirra, 1922 með Halldóru og þrem börnum þeirra.
Með þeim á þessum árum var Bjarni Þorsteinsson háaldraður fyrrum tengdafaðir Valdimars frá Gvendarhúsi. Hann lést 1930.
Valdimar var bátsformaður í Vallanesi 1930, vélstjóri í Sigtúni 1940, sjómaður þar 1945 með Halldóru og Svölu Guðmundu fósturdóttur þeirra, sjómaður í Sigtúni 1949 með Halldóru, Svölu, Berthu og Pétri Jónssyni syni hennar.
Valdimar stundaði síðar landvinnu ýmisskonar, m.a. vann hann í Fiskimjölsverksmiðjunni og hjá Bæjarútgerðinni.
Valdimar lést 1965 og Halldóra 1983.
I. Barnsmóðir Valdimars var Axelína Steinunn Eyjólfsdóttir bústýra í Eskifjarðarseli, S-Múl. 1910, síðar húsfreyja á Húsavík, f. 15. janúar 1880.
Barn þeirra:
1. Sölvi Valdimarsson vélstjóri í Kópavogi, f. 5. nóvember 1906 á Nesi í Norðfirði, d. 30. nóvember 1990. Kona Sölva var Pálína Sigrún Jóhannsdóttir frá Grafarósi á Höfðaströnd.
II. Kona Valdimars, (1908), var Jónína Bjarnadóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 31. maí 1889, d. 4. mars 1912.
Barn þeirra var
2. Guðjón Kristinn Óskar Valdimarsson vélstjóri, f. 30. október 1909, d. 5. apríl 1946.
III. Síðari kona hans, (22. apríl 1916), var Halldóra Ólafsdóttir frá Flatey á Breiðafirði, húsfreyja, f. 17. september 1889, síðast í Kópavogi, d. 26. desember 1983.
Börn þeirra:
3. Jón Bjarni Valdimarsson, f. 25. september 1915 á Norðfirði, d. 7. janúar 1950.
4. Oddlaug Valdimarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 5. maí 1917 í Vallanesi, d. 6. janúar 2003.
5. Arnrós Bertha Valdimarsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 25. ágúst 1921, d. 7. júlí 1972.
Fósturdóttir Valdimars og Halldóru var
6. Svala Guðmunda Sölvadóttir, f. 4. apríl 1933 á Bakka í Siglufirði, d. 23. október 2008. Hún var sonarbarn Valdimars og var komin til þeirra 1940.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.