Óskar Valdimarsson (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Valdimarsson.

Guðjón Kristinn Óskar Valdimarsson vélstjóri fæddist 30. október 1909 og drukknaði 5. apríl 1946.
Foreldrar hans voru Jónína Bjarnadóttir húsfreyja í Gvendarhúsi f. 31. maí 1889, d. 4. mars 1912, og maður hennar Valdimar Árnason sjómaður, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965.

I. Barn Valdimars og Axelínu Steinunnar Eyjólfsdóttur og hálfbróðir Jóns Bjarna var
1. Sölvi Valdimarsson vélstjóri í Kópavogi, f. 5. nóvember 1906 á Nesi í Norðfirði, d. 30. nóvember 1990. Kona Sölva var Pálína Sigrún Jóhannsdóttir frá Grafarósi á Höfðaströnd.

II. Barn Valdimars og fyrri konu hans Jónínu Bjarnadóttur frá Gvendarhúsi og hálfbróðir Jóns Bjarna var
2. Guðjón Kristinn Óskar Valdimarsson vélstjóri, f. 30. október 1909, d. 5. apríl 1946.

III. Börn Valdimars og Halldóru voru:
3. Jón Bjarni Valdimarsson, f. 25. september 1915 á Norðfirði, d. 7. janúar 1950.
4. Oddlaug Valdimarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 5. maí 1917 í Vallanesi, d. 6. janúar 2003.
5. Arnrós Bertha Valdimarsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 25. ágúst 1921, d. 7. júlí 1972.
Fósturdóttir Valdimars og Halldóru var
6. Svala Guðmunda Sölvadóttir, f. 4. apríl 1933 á Bakka í Siglufirði, d. 23. október 2008. Hún var sonarbarn Valdimars og var komin til þeirra 1940.

Óskar missti móður sína, er hann var á þriðja árinu.
Hann var fósturbarn hjá Guðrúnu Magnúsdóttur og Gísla Eyjólfssyni á Eystri-Búastöðum eftir lát móður sinnar, síðan hjá Guðrúnu.
Óskar lauk iðnskóla og járnsmíðanámi í Eyjum 1930 og vélstjóraprófi í Vélstjóraskólanum í Reykjavík 1932.
Hann var vélstjóri á togurum að námi loknu, en vann um skeið í Vélsmiðjunni Héðni. Hann var vélstjóri á togaranum Viðey, er hann tók út og drukknaði 1946.

Kona Óskars var Jóna Guðrún Stefánsdóttir frá Skálavík í Fáskrúðsfirði, f. 16. maí 1915, d. 2. febrúar 1994. Foreldrar hennar voru Stefán Pétursson útvegsbóndi, f. 14. maí 1885 í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, d. 16. júlí 1921, og kona hans Ingigerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1888 í Eyri-Útkoti í Kjósarhreppi, d. 28. febrúar 1946.
Börn þeirra:
1. Sigrún Guðrún Óskarsdóttir húsfreyja, verkakona í Reykjavík, f. 2. ágúst 1935, d. 27. september 2016 á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Maður hennar var Halldór Gunnlaugsson frá Ísafirði, f. 27. desember 1930, d. 16. nóvember 1977.
2. Ingigerður Stefanía Óskarsdóttir húsfreyja í Garðabæ, f. 5. febrúar 1937. Maður hennar var Konráð Páll Ólafsson frá Húsavík, bifreiðastjóri, verkamaður, f. 11. júlí 1936, d. 25. maí 2011.
3. Jónína Óskarsdóttir húsfreyja í Ohio í Bandaríkjunum, f. 16. desember 1940. Maður hennar: Donald van Mitchell flugvirki.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Ingigerður Stefanía Óskarsdóttir.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. nóvember 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.