Jónína Bjarnadóttir (Gvendarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Bjarnadóttir húsfreyja í Gvendarhúsi fæddist 31. mí 1889 og lést 4. mars 1912.
Foreldrar hennar voru Bjarni Þorsteinsson, þá kvæntur vinnumaður í Gvendarhúsi, f. 1. nóvember 1841, d. 8. september 1930, og barnsmóðir hans Kristín Jónsdóttir, þá vinnukona í Gvendarhúsi, f. 24. september 1861, d. 24. maí 1907.

Hálfsystkini Jónínu, samfeðra, voru:
1. Guðný Bjarnadóttir vinnukona, f. 22. ágúst 1875, d. 16. maí 1901.
2. Sigurjón Bjarnason, f. 1. febrúar 1872, d. 16. maí 1901.

Jónína ólst upp í Gvendarhúsi, síðar skráð uppeldisdóttir Sesselju og Jóns.
Þau Valdimar giftust 1908 og bjuggu í Gvendarhúsi, eignuðust Guðjón 1909.
Jónína lést 1912.

Maður Jónínu, (1908), var Valdimar Árnason sjómaður, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965.
Barn þeirra var
1. Guðjón Kristinn Óskar Valdimarsson vélstjóri, f. 30. október 1909, d. 5. apríl 1946. Hann fór í fóstur til Guðrúnar Magnúsdóttur og Gísla Eyjólfssonar á Búastöðum eystri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.