Halldóra Ólafsdóttir (Sigtúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Ólafsdóttir frá Flatey á Breiðafirði, húsfreyja, síðast í Kópavogi fæddist 17. september 1888 og lést 26. desember 1983.
Foreldrar hennar voru Ólafur Magnússon sjómaður í Innsta-Bæ í Flatey, f. 14. júní 1857 í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi, d. 21. mars 1929, og kona hans Oddný Bjarnardóttir húsfreyja, f. 13. desember 1856 á Þorkelshóli í Víðidal, V-Hún., d. 4. júlí 1927.

Halldóra var með foreldrum sínum í Flatey 1890, á Vaðstakksheiði í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi 1901.
Hún var vinnukona á Neðri Flateyri í Ólafsvíkursókn 1910, var á Norðfirði við fæðingu Jóns Bjarna 1915.
Þau Valdimar bjuggu í Vallanesi síðla árs 1915 með Jóni Bjarna. Þau giftu sig 1916 og bjuggu í Vallanesi, voru þar 1918 með tveim börnum sínum, 1922 með þrem börnum. Þau voru enn í Vallanesi 1930. Með þeim á þessum árum var Bjarni Þorsteinsson háaldraður fyrrum tengdafaðir Valdimars frá Gvendarhúsi. Hann lést 1930.
Þau Valdimar voru komin í Sigtún 1940. Þar var Svala Guðmunda fósturdóttir þeirra, dóttir Sölva, sonar Valdimars, og Jón Bjarni sonur þeirra. 1949 voru þau þar með Svölu, Berthu og Pétri Jónssyni syni hennar. Þau Valdimar bjuggu áfram í Sigtúni. Hann lést 1965.
Halldóra flutti síðar í Kópavog og lést 1983.

I. Maður Halldóru, (22. apríl 1916), var Valdimar Árnason sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, verkamaður, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965.
Börn þeirra:
3. Jón Bjarni Valdimarsson vélstjóri, f. 25. september 1915 á Norðfirði, d. 7. janúar 1950.
4. Oddlaug Valdimarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 5. maí 1917 í Vallanesi, d. 6. janúar 2003.
5. Arnrós Bertha Valdimarsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 25. ágúst 1921, d. 7. júlí 1972.
Sonur Valdimars af fyrra hjónabandi hans og stjúpsonur Halldóru var
6. Guðjón Kristinn Óskar Valdimarsson vélstjóri, f. 30. október 1909, d. 5. apríl 1946.
Fósturdóttir Valdimars og Halldóru var
7. Svala Guðmunda Sölvadóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1933 á Bakka í Siglufirði, d. 23. október 2008. Hún var sonarbarn Valdimars og var komin til þeirra 1940.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.